Nicolas Anelka til Liverpool?

Nicolas Anelka, til hægri, í leik með Fenerbahce í vetur.
Nicolas Anelka, til hægri, í leik með Fenerbahce í vetur. Reuters

Franskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Liverpool hafi áhuga á því að kaupa Nicolas Anelka frá Fenerbahce í sumar. Everton, Portsmouth og Newcastle hafa verið orðuð við Anelka undanfarnar vikur, en Fenerbahce keypti Anelka frá Manchester City í fyrra fyrir rúmar 5 milljónir punda.

Anelka er 27 ára gamall Frakki en hann var í láni frá Paris Saint Germain hjá Liverpool í 6 mánuði keppnistímabilið 2001/2002. Anelka stóð sig vel hjá Liverpool og það kom mörgum á óvart þegar Liverpool ákvað að kaupa hann ekki frá Paris Saint Germain. Anelka hefur spilað með mörgum liðum á sínum ferli en hann hefur meðal annars spilað með Arsenal, Real Madrid, Liverpool, Paris Saint Germain og Manchester City. Það er talið að tyrkneska liðið Fenerbahce vilji fá rúmlega 8 milljónir punda fyrir Anelka. Sjá einnig enski.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert