Botnfiskaflinn jókst um 12%

09:52 Fiskafli íslenskra skipa í nóvember var 77.902 tonn sem er 1% meiri afli en í nóvember 2016. Botnfiskaflinn nam rúmum 44 þúsund tonnum og jókst um 12%. Meira »

Fiskeldi í Þorlákshöfn þarf að fara í umhverfismat

Í gær, 16:34 Skipulagsstofnun hefur ákveðið að allt að 5.000 tonna fiskeldi Tálkna ehf. við Þorlákshöfn skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Hægt er að kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar. Meira »

Úreltur tölvubúnaður rannsóknarskipa

í gær Tölvubúnaður hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er orðinn nærri 20 ára gamall og er framleiðandinn hættur þjónustu á búnaðinum. Ef búnaðurinn bregst er skipið ónothæft í langan tíma og ógnar þetta rekstraröryggi skipsins. Meira »

Milljarðar lagðir í Rafnar

í gær Fyrirtækið Rafnar, sem smíðar báta á grundvelli uppfinningar Össurar Kristinssonar stoðtækjasmiðs, vinnur nú að samstarfssamningum við rótgróin fyrirtæki í Bandaríkjunum og Kanada. Meira »

Ekki náðist saman við Færeyinga

í gær Samningaviðræðum lauk ekki í tvíhliða viðræðum um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir Íslendinga og Færeyinga í Þórshöfn í vikunni. Meira »

Í síðasta kolmunnatúr fyrir jól

í gær Þokkalegasta fiskirí hefur verið á kolmunnamiðum suðaustur af Færeyjum síðustu daga. Átta íslensk uppsjávarskip voru á miðunum í gær; Venus, Víkingur, Aðalsteinn Jónsson, Jón Kjartansson, Börkur, Beitir, Heimaey og Sigurður. Meira »

Feiknaleg veiði þegar hafísinn hopaði

í fyrradag „Ætli veiðinni sé ekki best lýst með því að segja að hún hafi verið upp og ofan. Hafís og brælur voru að gera okkur lífið leitt á tímabili en ef vindáttin var rétt og hafísinn hopaði þá var stundum feiknaleg veiði,“ segir Eiríkur Jónsson, skipstjóri á Sturlaugi H. Böðvarssyni AK. Meira »

Landhelgisgæslan þarf léttabát

13.12. Ríkiskaup hafa auglýst eftir tilboðum í nýjan léttabát fyrir varðskipið Tý. Óskað er eftir bát sem er 7,5-8,5 metrar að lengd, gengur allt að 32 hnúta og tekur 20 farþega þegar mest er. Meira »

Ögurvík endurnýjar Vigra RE-71

13.12. Útgerð Ögurvíkur hefur ákveðið að setja frystitogarann Vigra RE 71 á sölu. „Við héldum fund með áhöfninni í sl. viku, skipið er í slipp núna. Við tilkynntum að við hefðum hug á að endurnýja skipið, þ.e. setja Vigra á sölu og finna annað skip í staðinn.“ Meira »

Möguleikar á að efla viðskipti við Nígeríu

12.12. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mun skrifa undir samstarfsyfirlýsingu EFTA og Nígeríu um fríverslunarmál á ráðherrafundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Buenos Aires í Argentínu, sem nú stendur yfir. Meira »

„Óumflýjanlegt í smáu þjóðfélagi“

12.12. Kristján Þór Júlíusson, nýskipaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það sérstaklega ánægjulegt að vera trúað fyrir embættinu af þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Tekur hann fram að óumflýjanlegt sé, í smáu þjóðfélagi, að stjórnmálamenn þekki marga, „sérstaklega þegar viðkomandi hafa búið í sama bæjarfélagi eða unnið í sama geira“. Meira »

Frystiskipið Berlín í kjölfar Cuxhaven

12.12. Berlín NC 105, nýr frystitogari Deutsche Fischfang Union, DFFU, dótturfélags Samherja í Þýskalandi, hélt á veiðar í Barentshafi fyrir helgi. Meira »

Styrkja íþróttahreyfingar í heimabyggð

í fyrradag Skaginn hf., Þorgeir & Ellert hf. og 3X Technology ehf. hafa ákveðið að styrkja Íþróttabandalag Akraness og Héraðssamband Vestfirðinga. Segir í tilkynningu að með þessu vilji fyrirtækin stuðla að meiri gæðum og faglegri vinnu við barna- og unglingastarf íþróttahreyfinga í heimabyggð. Meira »

ESB heldur ofveiðum áfram

13.12. Eftir næturlangar viðræður samþykktu ráðherrar Evrópusambandsins snemma í morgun aflamark næsta árs fyrir um 200 fiskistofna. Nær einróma samþykki var um að veiðar á 53 stofnum skyldu miðast við vísindalega ráðgjöf. Meira »

Fyrsta nýsmíðin fyrir Vísismenn frá byrjun

13.12. Forsvarsmenn Vísis hf. í Grindavík skrifuðu í gær undir samning um nýsmíði á 45 metra löngu og 10,5 metra breiðu línuskipi við skipasmíðastöðina Alkor í Póllandi. Meira »

Tólf bjargað við hrikalegar aðstæður

12.12. Sjötíu ár eru liðin frá einhverju frækilegasta björgunarafreki Íslandssögunnar þegar 12 skipverjum var bjargað úr enska togaranum Dhoon við Látrabjarg, við hrikalegar aðstæður í miklu hafróti. Meira »

Stofnvísitala þorsks aldrei verið hærri

12.12. Stofnvísitölur þorsks og gullkarfa hafa aldrei verið hærri frá því mælingar hófust árið 1996. Þetta sýna nýjar niðurstöður stofnmælingar botnfiska sem gerð var í haust, en greint er frá þeim í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Meira »

Tæki frá Marel í stærstu vinnslu Brasilíu

12.12. Mörg þúsund manns voru viðstaddir þegar stærsta fiskvinnslufyrirtæki Brasilíu, C.Vale, opnaði nýja og nútímalega fiskvinnslu búna vinnslutækjum og kerfum frá Marel. Meira »

„Var mikil froststilla, sem betur fer“

11.12. „Þarna voru náttúrulega varahlutir fyrir skipin og aðstaða til að taka inn dælur og mótora sem fara þarf yfir og endurnýja. Þetta var því okkar verkstæði og lager,“ segir Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri Hraðfrystihússins – Gunnvarar. Meira »