Fyrstu mánaðamótin á strandveiðum

í gær Í dag eru mánaðamót hjá þeim strandveiðisjómönnum sem róa á A-svæði frá Arnarstapa að Súðavík.  Meira »

Enn fækkar bleikju í ám og vötnum

í fyrradag „Stóra myndin er sú að frá árinu 2000 hefur verið nánast samfelld fækkun á bleikju í ám og vötnum,“ segir Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur og sviðsstjóri ferskvatnslífríkis á Hafrannsóknastofnun. Meira »

Segir stefnu HB Granda ábyrga

21.5. „Akranes er líklega sá staður sem mest hefur notið þess, miðað við höfðatölu, hvernig íslenskur sjávarútvegur hefur tekið framförum í tækni, fjárfestingu og arðbærari nýtingu á auðlindum sjávar,“ sagði Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, á ársfundi samtakanna í gær. Meira »

Sólin skein á Sólberg

20.5. Fjölmenni kom saman þegar Rammi ehf. í Fjallabyggð tók formlega á móti nýjum og fullkomnum frystitogara fyrirtækisins, Sólbergi ÓF 1, í blíðskaparveðri. Meira »

Misskilningur um fiskveiðilög

19.5. Misskilnings gætir í umræðunni um fyrstu grein fiskveiðistjórnunarlaga, að sögn Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún sagði á ársfundi samtakanna sem hún er í forsvari fyrir, að sumir túlki greinina á þá leið að það sé sjálfstætt markmið sjávarútvegs að tryggja byggð í landinu. Meira »

Matvælastofnun bregst við laxalús

19.5. Matvælastofnun hefur samþykkt umsókn um lyfjameðhöndlun til varnar laxalús í sjókvíum í einni eldisstöð í Arnarfirði.  Meira »

Aurora Seafood hlaut 1,7 milljónir evra

18.5. Aurora Seafood ehf., sem er íslenskt frumkvöðlafyrirtæki í sjávarútvegi, hlaut í dag styrk að upphæð 1,7 milljónir evra úr H2020-áætlun Evrópusambandsins sem nefnist SME Instrument. Meira »

Miklar væntingar vegna Sólbergs

18.5. „Ef við fáum að vinna í friði þá spjörum við okkur,“ sagði Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. í Fjallabyggð, en á laugardag verður formlega tekið á móti nýjum og fullkomnum frystitogara fyrirtækisins, Sólbergi ÓF 1. Meira »

Pökkuðu 65 tonnum af ferskum laxi

16.5. Starfsfólk Arnarlax setti mögulega nýtt Íslandsmet á Bíldudal síðasta fimmtudag, er það vann og pakkaði 65 tonnum af ferskum vestfirskum laxi. Meira »

44% lægri velta vegna verkfalls

16.5. Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, fyrir utan ferðaskrifstofur og farþegaflutninga á vegum, nam 533 milljörðum króna í janúar og febrúar, sem er 1,3% lækkun miðað við sama tímabil árið 2016. Meira »

Bátur vélarvana á Hornströndum

15.5. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á fimmta tímanum neyðarkall frá báti sem var orðinn vélarvana norður af Rekavík bak Látur á Hornströndum. Meira »

Fer til veiða fyrir mánaðamót

15.5. Reiknað er með að Engey RE, nýr togari HB Granda, fari til veiða fyrir mánaðamót. Mikill og flókinn tæknibúnaður hefur verið settur niður í skipinu og síðan er að prófa hann og stilla tæki og hugbúnað. Meira »

Sólberg ÓF komið til heimahafnar

19.5. Sólberg ÓF 1 kom til heimahafnar á Ólafsfirði í dag og tók þá Rammi ehf. formlega við þessum nýja og fullkomna frystitorgara. Skipið var smíðað í Tyrklandi og nemur fjárfestingin um fimm milljörðum króna. Meira »

Báturinn sökk á leiðinni í land

18.5. Báturinn sem brann utan við Vopnafjörð í kvöld sökk er hann var á leiðinni í land eftir að Sveinbjörn Sveinsson, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hafði tekið hann í tog. Landhelgisgæslunni barst neyðarkall frá bátnum klukkan 19.46 en þá var eldur laus um borð. Meira »

Orðið fyrirmynd að frumkvöðlastarfi

16.5. Fimm ára afmæli frumkvöðlasetra Sjávarklasans var fagnað í dag í Húsi sjávarklasans. Frumkvöðlastarfið hefur verið öflugt frá upphafi í Húsi sjávarklasans og nú er það orðið fyrirmynd að frumkvöðlastarfi annars staðar. Meira »

Fiskaflinn í apríl 109 þúsund tonn

16.5. Fiskafli íslenskra skipa í apríl var rúmlega 109 þúsund tonn sem er 5% meira en heildaraflinn í apríl 2016. Í tonnum talið munar mest um aukinn kolmunnaafla en af honum veiddust 67 þúsund tonn en 56 þúsund tonn í fyrra. Meira »

Lítill kraftur í kolmunnaveiðum

15.5. Lítill kraftur hefur verið í kolmunnaveiðum í færeysku landhelginni að undanförnu. Að sögn Hjalta Einarssonar, skipstjóra á Víkingi AK, er togað lengi og aðeins híft einu sinni á sólarhring. Meira »

Spurði um heilindi stjórnarþingmanna

15.5. Logi Einarsson, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar, spurði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, að því á Alþingi í dag hvort hann teldi stjórnarflokkana ganga heila til nefndarstarfa um framtíðarfyrirkomulag sjávarútvegsmála. Meira »

Gjaldtaka aðeins áhugamál Viðreisnar

13.5. Þverpólitísk nefnd um möguleika á gjaldtöku í sjávarútvegi er aðeins áhugamál Viðreisnar en ekki hinna stjórnarflokkanna tveggja. Þetta segir í tilkynningu frá þingflokki Pírata og er vísað til ummæla Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í kjölfar uppsagna HB Granda á Akranesi, um að þær geti leitt til sáttar um slíka gjaldtöku. Meira »