Halda stórslysaæfingu í september

11:14 Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, hefur undirritað yfirlýsingu ásamt yfirmönnum strandgæslustofnana sjö annarra norðurskautsríkja, um samvinnu og stefnu ríkjanna í leit, björgun, mengunarvörnum og öðru sem varðar öryggi þeirra sem fara um norðurslóðir. Meira »

Fjöldi starfa í uppnámi

05:30 Útlit er fyrir að þriðjungur starfa í samsteypu HB Granda á Akranesi verði lagður niður, en áform eru um að sameina botnfiskvinnsluna í bænum þeirri sem er í Reykjavík. Um er að ræða 93 störf og er samráðsferli við stéttarfélög og trúnaðarmenn hafið. Að sögn trúnaðarmanns er starfsfólkið slegið. Meira »

SVG íhugar úrsögn úr ASÍ

05:30 „Það kemur til greina að félagið segi sig úr ASÍ í kjölfar þessa máls. Við útilokum ekkert að svo stöddu,“ segir Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur (SVG), en á fundi 15. mars hafnaði miðstjórn því einróma að veita SVG 62,1 milljóna styrk úr Vinnudeilusjóði ASÍ. Meira »

„Reiðarslag fyrir bæjarfélagið“

Í gær, 21:03 „Þetta er bara reiðarslag fyrir bæjarfélagið og alvarleg tíðindi fyrir okkur Skagamenn, verði af þeim áformum að hér muni 93 starfsmenn fá uppsögn,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, í samtali við mbl.is. HB Grandi tilkynnti í dag að fyrirtækið áformi að loka botnfisk­vinnslu sinni á Akra­nesi. Meira »

„Mönnum ekki til sóma“

Í gær, 19:37 „Ég gef ekki mikið fyrir þessar skýringar. Menn verða bara að virða það við mig. Það er dálítið undarlegt í raun og veru að á sama tíma og kvartað er yfir afkomu landvinnslunnar stendur til opna nýja landvinnslu á vegum HB Granda á Vopnafirði.“ Meira »

Helsta ástæðan gengi krónunnar

Í gær, 18:43 „Fyrir það fyrsta höfum við ekki tekið þessa ákvörðun. En ástæðan fyrir því að við höfum uppi þessi áform eru fyrirsjáanlegir rekstrarerfiðleikar í landvinnslu,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, í samtali við mbl.is. Meira »

Mun hætta botnfiskvinnslu á Akranesi

Í gær, 15:16 HB Grandi áformar að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi og stefnir að því að sameina botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi vinnslunni í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 93 manns starfa við vinnsluna á Akranesi. Meira »

Ýtt undir notkun á endurnýjanlegri orku

Í gær, 14:44 Landsvirkjun og Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda (FÍF) hafa tekið höndum saman um að stuðla að aukinni notkun endurnýjanlegrar orku í fiskmjölsiðnaði. Meira »

HB Grandi dregur úr landvinnslu

í gær Rekstrarhorfur fyrir botnfiskvinnslu hafa ekki verið lakari í áratugi og mun HB Grandi því draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði. Meira »

Af hverju makríllinn „beygir til vinstri“

26.3. Stækkun makrílstofnsins er meginástæða þess að útbreiðslusvæði hans stækkar, meðal annars vestur til Íslands og Grænlands. Umhverfisáhrif eins og hitastig og áta hafa þar ekki bein áhrif. Meira »

Polar Amaroq með mestan loðnuafla

25.3. Grænlenska skipið Polar Amaroq var aflahæsta skipið á nýliðinni loðnuvertíð að því er fram kemur á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Meira »

Grásleppuveiðar fara hægt af stað

24.3. Rúmlega 60 hafa virkjað leyfi til grásleppuveiða en fjórða degi veiðanna lauk í gær. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir veiðarnar fara hægar af stað þessa vertíð en undanfarin ár. Meira »

Friðrik til HB Granda

Í gær, 15:17 Friðrik Friðriksson lögfræðingur hefur verið ráðinn til starfa hjá HB Granda. Friðrik mun sinna mannauðsmálum hjá félaginu.  Meira »

Tuttugu sagt upp í Hafnarfirði

Í gær, 15:09 Rekstrarfélag Eskju ehf. hefur selt bolfiskvinnslu félagsins að Óseyrarbraut í Hafnarfirði og hættir rekstri. Ástæða sölunnar er sögð breytt rekstrarumhverfi í vinnslu á bolfiski og einnig breyttar áherslur í rekstri félagsins með tilkomu nýs uppsjávarfrystihúss á Eskifirði. Meira »

Kolmunninn farinn yfir í írska lögsögu

í gær Skip Síldarvinnslunnar eru nú hætt kolmunnaveiðum að sinni. Komu þau til löndunar um helgina, þar sem Börkur NK landaði 1.830 tonnum í Neskaupstað og Beitir NK 1.320 tonnum á Seyðisfirði. Meira »

Aldrei auðveldara að hafa fisk í matinn

í fyrradag Á vefsíðunni Fiskurimatinn.is eru uppskriftir og myndbönd sem einfalda eldamennskuna. Norðanfiskur selur ferskan fisk í nýjum, handhægum pakkningum. Vilja vekja sérstakan áhuga neytenda á gullkarfanum. Meira »

Alls staðar horft til aukins fiskeldis

25.3. „Greinin er búin að festa hér rætur. Mikið hefur verið fjárfest til undirbúnings aukinnar framleiðslu á allra næstu árum. Í mínum huga er spurningin ekki hvort við ætlum að stunda fiskeldi heldur með hvaða hætti við gerum það,“ segir Einar Kristinn Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva. Meira »

Gætu borið 200 þúsund tonna framleiðslu

24.3. Burðarþol þeirra sjö fjarða og flóa sem Hafrannsóknastofnun hefur þegar metið er í heildina 125 þúsund tonn. Er þetta 3-4 sinnum það magn sem fiskeldisfyrirtækin hafa leyfi til að ala í sjókvíum í þessum fjörðum. Meira »

Verðlauna einstakt hugrekki til sjós

23.3. Alþjóðasiglingamálastofnunin leitar nú eftir tilnefningum til verðlauna fyrir einstakt hugrekki til sjós. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 2007 og mega þjóðir eða samtök tilnefna einstakling eða hóp til verðlaunanna. Meira »
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.17 204,33 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.17 233,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.17 259,42 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.17 244,74 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.17 80,37 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.17 96,32 kr/kg
Djúpkarfi 22.3.17 44,00 kr/kg
Gullkarfi 27.3.17 217,98 kr/kg
Litli karfi 2.2.17 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.3.17 146,00 kr/kg

Fleiri tegundir »