Margir komnir í land eftir verkfall

07:57 Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að margir sjómenn hafi ekki snúið aftur á sjó að verkfalli loknu.  Meira »

Svona stundir eru alltaf hátíð

07:37 Nýjum ísfisktogara FISK Seafood á Sauðárkróki, Drangey SK 2, var hleypt af stokkunum í skipasmíðastöðinni Cemre í Tyrklandi á laugardagsmorgun. Meira »

„Verður ekki mikið íslenskara“

Í gær, 18:12 „Okkar markaður hefur verið Nígería í mörg ár, er það ennþá og verður alltaf. En það er gott að eiga aðra möguleika.“ Þetta segir Halldór Smári Ólafsson, framleiðslustjóri Haustaks á Reykjanesi, sem kynna mun afurðir sínar, þurrkaða fiskhausa og -bein, á sjávarútvegssýningunni í Brussel. Meira »

Verðmæti afurða um 70 milljarðar

22.4. Útflutningsverðmæti afurða uppsjávartegunda gæti numið um 70 milljörðum króna á þessu ári. Alls nema aflaheimildir uppsjávarskipa í ár um 740 þúsund tonnum í fimm tegundum. Meira »

„Alltaf gott þegar menn tala saman“

21.4. „Það er alltaf gott þegar menn tala saman,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, eftir fund með forsvarsmönnum HB Granda í dag. Á fundinum sem stóð yfir í rúmlega tvær klukkustundir var meðal annars rætt um uppbyggingu við höfnina á Akranesi Meira »

Skýra þarf lög um fiskveiðar

21.4. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir mikilvægt að stjórnvöld marki skýra stefnu til byggðarfestusjónarmiða í lögum um stjórn fiskveiða. Meira »

„Þetta er allt að koma núna“

19.4. „Það má segja að þetta sé annar kolmunnaveiðitúr ársins hjá okkur og sá fyrsti í færeyskan sjó. Þetta er allt að koma núna og mikið af ágætum kolmunna er að ganga norður í færeysku lögsöguna.“ Meira »

SFS vonast eftir auknum kvóta

19.4. „Þetta gefur vonandi einhverjar vonir um það að kvótinn verði aukinn núna í ráðgjöfinni.“  Meira »

Heildaraflinn 53% meiri en í fyrra

18.4. Fiskafli íslenskra skipa í mars var rúmlega 201 þúsund tonn. Það er 53% meira en heildaraflinn í sama mánuði á síðasta ári. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Afli í mars metinn á föstu verðlagi var þá 29,4% meiri en í mars 2016. Meira »

Hafró fær styrki fyrir 61 milljón króna

18.4. 87 milljónum króna var nýlega úthlutað úr Umhverfissjóði sjókvíaeldis. Hafrannsóknastofnun fékk styrki að fjárhæð samtals 61 milljón. Meginmarkmið með styrkjum úr sjóðnum er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Meira »

Fínt að vera í Fuglafirði

15.4. „Hér í Færeyjum væsir ekki um okkur,“ segir Guðmundur Huginn Guðmundsson skipstjóri á Huginn VE. Skipið hefur legið inni í Fuglafirði í Austurey í Færeyjum síðasta sólarhringinn meðan beðið er varahluta í togbúnað skipsins. Meira »

Hafnarbætur á Akranesi verði undirbúnar

14.4. Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að fela Gísla Gíslasyni hafnarstjóra að halda áfram tæknilegum undirbúningi hafnarbóta á Akranesi og gera ráð fyrir þeim í framkvæmdaáætlun þegar ljóst yrði að af þeim gæti orðið. Meira »

Hyggst skipa nefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi

20.4. Sjávarútvegsráðherra hyggst skipa nefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi, en lög um stjórn fiskveiða eru til umræðu innan stjórnkerfisins. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu en þar segir ráðherra að nefndin gæti tekið málið upp. Meira »

Þorskstofninn hefur ekki mælst sterkari

19.4. Stofnvísitala þorsks hefur hækkað nær samfellt frá árinu 2007 og mældist í marsralli nú sú hæsta frá upphafi rannsóknanna árið 1985. Meira »

Háar vísitölur þorsks, gullkarfa og löngu

18.4. Stofnvísitölur þorsks, gullkarfa og löngu mælast háar miðað við síðustu þrjá áratugi. Vísitala ýsu er nú nálægt meðaltali tímabilsins, en vísitölur steinbíts eru lágar. Þetta sýna nýjustu tölur úr stofnmælingum botnfiska á Íslandsmiðum í ár. Meira »

Vonandi hörkuvertíð að hefjast

18.4. „Þegar við héldum í land með þennan afla var þetta farið að líta vel út á miðunum og við höfðum fréttir af því að mikið af fiski væri sunnan línunnar. Þessi fiskur á eftir að koma inn í færeysku lögsöguna og vonandi er hörkuvertíð að hefjast.“ Meira »

Ungt fólk með áhuga á sjávarútvegi

18.4. Stofnfundur UFSA, félags ungs áhugafólks um sjávarútveg, fer fram í fyrirlestrasal sjávarútvegsráðuneytisins kl. 17 í dag en unnið hefur verið að stofnun félagsins síðan í haust. Meira »

Gríðarlegt álag á Vaktstöðina

15.4. Alls voru 531 íslenskt skip og bátar á sjó að morgni dags þann 7. júlí árið 2015. 24 viðvaranir voru um að tilkynningar frá skipum hefðu ekki borist og eftirgrennslan hófst í kjölfarið. Biðröð myndaðist þegar níu bátar sendu ekki tilkynningu sjálfkrafa. Einn þeirra var Jón Hákon BA. Meira »

Segja svigrúm til að bæta við kvóta

14.4. „Við áttum von á mun meiri viðbót en þessum 200 tonnum sem ráðherrann setur í kerfið,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, en fagnar um leið að afli sé aukinn að nýju á svæði D. Meira »