Sindri strandaði í innsiglingunni

13:20 Togarinn Sindri VE strandaði í innsiglingunni við Vestmannaeyjahöfn rétt eftir miðnætti í nótt. Var togarinn á leið út úr innsiglingunni þar sem hann mætti Arnarfellinu frá Samskipum, en þegar skipin mættust lenti Sindri of sunnarlega í innsiglingunni og strandaði þar. Meira »

„Forkastanleg vinnubrögð“

10:20 Teitur Björn Einarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, segir að formaður nefndarinnar hafi ekki haft samband við sig frekar en aðra nefndarmenn um að slíta ætti störfum nefndarinnar. Þá hafi ekkert komið fram á síðasta fundi nefndarinnar um að störfum hennar væri lokið. Meira »

Fiskast vel hjá Bergey VE

09:00 Bergey VE og Vestmannaey VE hafa verið að afla vel á Austfjarðamiðum það sem af er hausti. Í síðustu viku landaði Bergey 60 tonnum á Seyðisfirði og aftur í gær 78 tonnum. Uppistaða aflans er ýsa og þorskur. Meira »

Loðnan nær ströndum Grænlands en áður

05:30 Lagt er til að leyft verði að veiða 208 þúsund tonn af loðnu á vertíðinni 2017/2018. Í loðnuleiðangri í haust var dreifingin mjög vestlæg eins og á undanförnum árum og fannst loðna nær ströndum Grænlands en áður hefur sést í leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar á þessum slóðum. Meira »

Ætlaði sér aldrei að ná sátt um málið

í gær Formaður nefndar um sátt í sjávarútvegi ætlaði aldrei að skapa neina sátt um sjávarútveg, heldur ætlaði hann að reka fleyg í ríkisstjórnarsamstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Þetta segir Páll Jóhann Pálsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni. Meira »

Írar stefna á að auka fiskeldi

í gær Írsk stjórnvöld stefna að því að stórauka matvælaframleiðslu sína á næstu árum. Hluti af þeirri áætlun er að auka fiskeldi, sem þegar gegnir veigamiklu hlutverki á Írlandi og ekki síst í dreifbýli. Meira »

Aflamark loðnu verði 208 þúsund tonn

í gær Hafrannsóknastofnun hefur lagt til hámarks aflamark loðnu á yfirstandandi vertíð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Meira »

Íslenskur lax fjarskyldur Evrópulaxi

í gær Í nýrri grein sem birt var í Vísindariti Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES Journal of Marine Science, er greint frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á erfðafræði Atlantshafslax. Meira »

Óvæntar kolmunnaveiðar fyrir austan

19.10. „Það er frábært að fá svona verkefni að lokinni makríl- og síldarvertíð. Vonandi verður bara framhald á þessari veiði,“ segir Gísli Runólfsson, skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK, sem kom til löndunar í Neskaupstað í morgun með tæplega 900 tonn af kolmunna. Meira »

Mikil tæring tefur rannsóknir Hafró

19.10. Mikil tæring hefur komið í ljós í leiðslum, veltitanki og á vinnuþilfari rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar. Skipið verður úr leik í einhverjar vikur af þessum sökum, jafnvel fram að áramótum, og hafa tafir orðið á rannsóknaverkefnum Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Níu athugasemdir við nýtt fiskeldi

18.10. Frestur til að gera athugasemdir vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi vegna fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri er liðinn. Níu athugasemdir bárust vegna framkvæmdarinnar en Fiskeldi Austfjarða vill hefja tvö þúsund tonna laxeldi á svæðinu. Meira »

Hækkun tvo mánuði í röð

18.10. Leiðandi hagvísir Analytica (e. Composite Leading Indicator) hækkaði í september annan mánuðinn í röð, nú um 0,6%.   Meira »

Íhuga sölu á fiski beint á erlenda markaði

í gær Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda hófst í gær með ræðum Axels Helgasonar, formanns LS, Arnar Pálssonar framkvæmdastjóra og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra. Meira »

Starfi veiðigjaldanefndar slitið

í gær Starfi þverpólitískrar nefndar um framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni hefur verið slitið.  Meira »

Margar leiðir til að selja fisk yfir netið

19.10. Þótt það sé ekki endilega ódýrara að selja fisk í netverslunum en matvöruverslunum ná markaðsherferðir á netinu til neytenda með skilvirkum hætti. Seljendur þurfa að vinna heimavinnuna sína og tryggja að framboð sé nægt ef viðtökurnar á netinu eru góðar. Meira »

„Síldin var of sein að koma sér út“

19.10. Bygging brúar og vegfyllingar yfir Kolgrafafjörð hafði að öllum líkindum lítil áhrif á þann mikla síldardauða sem þar varð veturinn 2012-2013. Orsökina má heldur rekja til þriggja ólíkra þátta sem saman mynduðu mjög erfiðar aðstæður fyrir síldina. Meira »

Miðað við ráðgjöf í kolmunna

19.10. Ekki náðist samkomulag um skiptingu kolmunna á fundi strandríkja í London í vikunni. Hins vegar var ákveðið að setja kvóta samkvæmt ráðgjöf ICES og nýtingarstefnu sem samþykkt var í fyrra. Meira »

Mest áhrif á útflutning á fiski

18.10. „Þetta hefur einhver áhrif hér. Fjöldi fólks starfar við þetta og áhrifin hríslast út um allt samfélagið. En það fer ekki allt á annan endann á einni viku,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar. Meira »

Hef gaman af því að grúska

17.10. Ólafur Ragnarsson hefur haldið úti bloggsíðu um íslensk kaupskip síðan 2009. Á síðunni, Fragtskip Óla Ragg, sem finna má á slóðinni www.fragtskip.123.is, er að finna hafsjó af fróðleik. Meira »