Vill sjómanninn á vegg ráðhúss Bolungarvíkur

12:30 Fleiri hafa boðið sjómaninn sem prýddi útvegg Sjávarútvegshússins við Skúlagötu velkominn, en mbl.is greindi í gær frá áhuga Elliða Vignissonar bæjarstjóra Vestmannaeyja á að fá sjómanninn til Vestmannaeyja. Meira »

Allur floti Loðnuvinnslunnar í höfn

09:23 Allur floti Loðnuvinnslunnar var í höfn í gærkvöldi á Fáskrúðsfirði, en það þykir óvenjulegt. Hoffell hafði þá nýlega komið með 700 tonn af makríl og hefur alls landað 1.400 tonnum í vikunni. Búið var að landa úr Ljósfelli 50 tonnum og skipið því búið að landa 150 tonnum í þessari viku. Meira »

Um 1.400 tonn af hval til Japans

05:30 Flutningaskipið Winter Bay fór frá Hafnarfirði í fyrradag með um 1.400 tonn af hvalaafurðum áleiðis til Osaka í Japan. Skipið mun sigla norðausturleiðina og er reiknað með að það komi á áfangastað í kringum 17. september. Meira »

Tóku Grænfriðunga í tog vegna mótmæla

í gær Strandgæslan í Noregi stöðvaði mótmæli Grænfriðunga við nyrsta olíuborpall Statoil. Grænfriðungarnir fóru inn fyrir 500-metra öryggisradíus Songa Enabler-borpallsins á gúmmítuðrum og kajökum. Meira »

Strandveiðum lokið á svæðum A, B og C

í gær Strandveiðum á svæðum B og C er lokið en síðasti veiðidagurinn var í gær, fimmtudag. Strandveiðar stöðvuðust á svæði A á þriðjudaginn var. Frá þessu er greint á vef Fiskistofu í dag. Meira »

Hrun í útflutningstekjum sjávarútvegs

í gær Verðmæti útfluttra sjávarafurða hrundi á fyrri helmingi ársins 2017 miðað við sama tíma í fyrra. Nam verðmætið 21,9 prósent lægra en árið á undan en mestur var samdrátturinn í útflutningi á ferskum fiski og frystum flökum. Meira »

Viðbótarúthlutun í makríl

í gær Úthlutað hefur verið viðbótaraflaheimildum í makríl vegna umsókna sem bárust í síðustu viku. Þetta kemur fram á vef Fiskistofu. Að þessu sinni bárust fjórar umsóknir og voru þrjár samþykktar. Fjórðu umsókninni var hafnað þar sem skip uppfyllti ekki kröfu um veiðiskyldu, stærðarmörk eða greiðslu. Meira »

Býður sjómanninn velkominn til Eyja

í gær Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, býður sjómanninn sem áður prýddi Sjávarútvegshúsið við Skúlagötu 4 í Reykjavík, en hefur nú verið fjarlægður af vegg hússins eftir ítrekaðar kvartanir Hjörleifs Guttormssonar, velkominn til Vestmannaeyja. Meira »

Skiptar skoðanir innan flokkanna

17.8. Atvinnuveganefnd hefur ekki borist skýrsla starfshóps um stefnumótun í fiskeldi, að sögn Páls Magnússonar, formanns nefndarinnar. Sem kunnugt er skipaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, starfshópinn. Meira »

Útlendingar í stað Íslendinga á sjó

17.8. Mjög erfiðlega gengur að manna línubáta vegna lágs afurðaverðs og hefur Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómannafélags Grindavíkur, áhyggjur af því að það sé aðeins byrjunin og næst verði það ísfisktogararnir, frystiskipin og loks uppsjávarskipin. Meira »

Unga fólkið sækir frekar í fiskréttina

17.8. Vinnudagarnir eru langir en reksturinn gengur vel hjá Hólmgeiri Einarssyni fisksala. Sumarið 2009 opnaði hann Fiskbúð Hólmgeirs í Mjódd og hefur salan aukist með hverju árinu. Þetta árið reiknar Hólmgeir með að kaupa meira en 100 tonn af fiski á mörkuðum og er þá bleikja og lax ekki meðtalin. Meira »

Krónprinsinn fékk fyrirlestur hjá Völku

16.8. „Fyrir okkur sem erum tiltölulega ný þjóð í fiskeldi þá er mikilvægt að kynna sér nýjustu stefnur og strauma í þessum geira,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra sem var á fiskeldisráðstefnu í Noregi þegar blaðamaður náði af henni tali. Meira »

Hæstiréttur vísar frá máli Brims gegn VSV

í gær Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands að vísa frá dómi máli Brims hf. Gegn Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Brim krafðist ómerkingar stjórnarkjörs á aðalfundi og hluthafafundi VSV á árinu 2016. Meira »

Veiða grálúðu miðja vegu til Grænlands

í gær „Við höfum mest verið á höttunum eftir grálúðu og það má segja að leitin að henni hafi gengið vonum framar. Það er vissulega ekki sá kraftur í grálúðuveiðunum sem maður hefði viljað sjá en það fæst þorskur með á slóðinni og það gerir gæfumuninn,“ segir Ævar Jóhannsson skipstjóri frystitogarans Örfirisey RE. Meira »

Skaginn 3X opnar skrifstofu í Noregi

17.8. Tæknifyrirtækið Skaginn 3X mun á næstunni opna skrifstofu í Noregi en fyrirtækið hefur herjað á Noregsmarkað á undanförnum misserum. Meira »

Meira veitt í júlí í ár en í fyrra

17.8. Fiskafli íslenskra skipa var rúmlega 73 þúsund tonn í júlí og jókst veiðin um þrjú prósent frá júlí 2016. Þorskveiði jókst um 22 prósent á milli júlí 2016 og 2017 og var í ár tæp 17 þúsund tonn en botnfiskaflinn nam tæpum 30 þúsund tonnum í heildina í mánuðinum. Það er sex prósentum meira en í sama mánuði í fyrra. Meira »

Færeyingar kynna uppboðsfyrirkomulag

17.8. Réttindi til veiða á 53 þúsund tonnum af norsk-íslenskri síld verða boðin upp í Færeyjum á þessu ári, tæp 11 þúsund tonn af makríl, rúm tvöþúsund tonn af botnfiski innan lögsögu Rússlands í Barentshafi og 614 tonn af botnfiski innan lögsögu Norðmanna í Barentshafinu. Meira »

FISK í milljarða fjárfestingar

17.8. Nýtt skip útgerðarfyrirtækisins FISK Seafood á Sauðárkróki, Drangey SK-2, siglir nú til heimahafnar frá Tyrklandi, þar sem það var smíðað í Cemre. Sérstök móttökuathöfn verður á Sauðárkrókshöfn á laugardaginn. Meira »

Afli strandveiðanna aldrei meiri

16.8. „Aflinn hefur aldrei verið meiri. Hann er núna 9.244 tonn og þar af er þorskur kominn í 8.800 tonn, sem er líka met, en þorskaflinn í fyrra endaði í 8.555 tonnum. Ég reikna með að hann fari alveg yfir 9.000 tonn núna.“ Meira »