Samherji selur Oddeyrina

05:30 Samherji hefur selt einn togara sinna, Oddeyrina EA 210, en gengið hefur verið frá kaupum norsks fyrirtækis á skipinu.  Meira »

Venus NS með 1.800 tonn af loðnu

Í gær, 16:26 Von var á Venusi NS til hafnar á Vopnafirði um hádegisbilið í dag með um 1.800 tonn af loðnu. Aflinn fékkst í tveimur köstum út af Skaftárósvita í gær. Meira »

Ofhlaðið og með viðvarandi halla

Í gær, 16:19 Rannsóknarnefnd sjóslysa hefur lokið rannsókn sinni á þeim skipskaða sem varð þegar Jón Hákon fórst við Aðalvík á Hornströndum í júlí 2015. Telur nefndin orsök slyssins hafa verið þá að skipið hafi verið ofhlaðið og með viðvarandi stjórnborðshalla. Meira »

Vélstjórar samþykktu

Í gær, 14:31 Kjarasamningur VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), sem undirritaður var 18. febrúar, var samþykktur í atkvæðagreiðslu sem lauk á hádegi í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VM. Meira »

Vonast eftir 100 tonna afla

í fyrradag Ísfisktogarinn Sturlaugur H. Böðvarsson AK kom til hafnar í Reykjavík snemma í morgun eftir stutta veiðiferð. Hún var sú fyrsta eftir að sjómannaverkfalli lauk. Eiríkur Jónsson skipstjóri sagðist í spjalli við vefsíðu HB Granda vonast eftir að aflinn yrði rúmlega 100 tonn. Meira »

Erlendir aðilar óska eftir samstarfi

23.2. Þegar það kem­ur að markaðssetn­ingu ís­lensks fisks á er­lend­um mörkuðum er margt vel gert og metnaður hjá fyrirtækjunum sjálfum, einkum í vöruþróun og afhendingaröryggi. Þá hafa erlendir aðilar hafa sóst eftir samstarfi við Íslendinga þegar það kemur að kynningu á fiski. Þó er hægt að gera bet­ur og vinna sameiginlega með samræmd skilaboð inn á neyt­enda­markaðinn. Meira »

Fiskvinnsla hafin á Seyðisfirði

23.2. Vinnsla hófst í fiskvinnslu Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði í gær en þar hefur engin vinnsla farið fram frá því um miðjan desember vegna sjómannaverkfallsins. Byrjað var að vinna fisk af Vestmannaey VE og síðan kom fiskur af Barða NK sem landaði í gær. Þá er gert ráð fyrir að Gullver NS landi á Seyðisfirði á morgun. Meira »

Loðnuskip lönduðu 6.500 tonnum

22.2. Norsk loðnuskip lönduðu 6.500 tonnum hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað fyrr í þessum mánuði.  Meira »

Segir mikinn ávinning af breytingunum

22.2. Erfiðasti hnúturinn á lokaspretti sjómannadeilunnar var fæðiskostnaður sjómanna og skattgreiðslur af fæðispeningunum.  Meira »

Kaldbakur væntanlegur um aðra helgi

21.2. Nýj­asta skip ís­lenska fiski­skipa­flot­ans, Kald­bakur EA-1, er væntanlegt til Akureyrar um aðra helgi. Áhöfn flug­vél­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-SIF, kom í fyrradag auga á skipið nálægt Sikiley. Meira »

„Loðnan er gullfalleg, stór og fín“

21.2. Fyrsta loðnan kom til Seyðisfjarðar í morgun með síldarvinnsluskipinu Berki. Börkur fékk 2.500 tonn af loðnu og sagði Hjörvar Hjálmarsson skipstjóri að veiðin hefði verið ævintýraleg og mikið af loðnu á ferðinni. Meira »

Bitnar misjafnt á höfnum

21.2. Hið langa sjómannaverkfall hefur haft mismunandi áhrif á hafnir landsins. Hafnir á Íslandi treysta í mjög ólíkum mæli á aflagjöld, þ.e. gjöld tekin af lönduðum afla, til rekstrar síns, að því er fram kemur í skýrslu Sjávarklasans, sem birt var fyrir helgi. Meira »

Próteinframleiðslan hefur farið vel af stað

23.2. Fyrstu vörur Protis komu á markað fyrir ári og fást í dag á um 170 stöðum á landinu. Vörurnar eru seldar undir vörumerkinu Amínó Fiskprótín og innihalda prótein sem unnið er úr afskurði sem fellur til við vinnslu á þorski. Meira »

Kæra kosningu um sjómannasamning

22.2. „Það leið of stuttur tími frá því að kjarasamningur sjómanna var undirritaður og hann kynntur og síðar settur í atkvæðagreiðslu. Tímamörkin voru ekki virt,“ segir Heiðveig María Einarsdóttir, viðskiptalögfræðingur og sjómaður. Meira »

Norsku skipin farin

22.2. Norðmenn hafa veitt þau 59 þúsund tonn sem þeir fengu úthlutað í loðnukvóta hér við land.   Meira »

Tjón okkar á mörkuðum mikið

22.2. Þorgrímur Leifsson, framkvæmdastjóri Frostfisks og stjórnarmaður í Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda (SFU), segir ómögulegt að áætla hversu miklu tjóni fiskframleiðendur og útflytjendur hafi orðið fyrir vegna sjómannaverkfallsins, en það sé þó ljóst að tjónið sé mjög mikið. Meira »

Víkingur veiddi 1.580 tonn af loðnu

21.2. Víkingur AK er á leið til Vopnafjarðar með um 1.580 tonn af loðnu sem fékkst í tveimur köstum í gærkvöldi við Tvísker, skammt vestan við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Meira »

Til vinnu eftir „langt og leiðinlegt stopp“

21.2. „Nú verður allt venjulegt á nýjan leik – bærinn lifnar við og allir mæta til vinnu eftir langt og leiðinlegt stopp,“ segir Arnar G. Hjaltalín, formaður og framkvæmdastjóri Drífanda í Vestmannaeyjum. Meira »

Urðu vart varir við fiskleysið

20.2. „Það er sláandi að erlendir neytendur hafi varla tekið eftir því að íslenskur fiskur hafi ekki verið fáanlegur í þó nokkurn tíma,“ segir Þór Sigfússon hjá Sjávarklasanum. Hann segir margt megi læra af nýloknu níu vikna sjómannaverkfalli, einkum á sviði markaðssetningar á íslenskum fiski. Meira »
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.2.17 166,38 kr/kg
Þorskur, slægður 25.2.17 246,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.2.17 157,35 kr/kg
Ýsa, slægð 25.2.17 201,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.2.17 24,00 kr/kg
Ufsi, slægður 25.2.17 62,49 kr/kg
Djúpkarfi 14.12.16 146,94 kr/kg
Gullkarfi 25.2.17 72,72 kr/kg
Litli karfi 2.2.17 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.2.17 346,00 kr/kg

Fleiri tegundir »