Ágreiningur við SA virðist djúpstæður

Í gær, 15:40 Í frétt í Morgunblaðinu 23. júní sl. var greint frá því að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hefðu samþykkt á aðalfundi sínum í maí að láta gera úttekt á kostum og göllum þess að vera áfram innan vébanda Samtaka atvinnulífsins (SA). Meira »

Fögnuður um borð í Rogalandi þegar skipsbjallan kom heim

Í gær, 13:30 Gamla Stavangerferjan m/s Rogaland hefur endurheimt skipsbjöllu sína. Hún reyndist hafa verið á Íslandi í meira en 40 ár og uppgötvaðist fyrir tilviljun á Byggðasafninu í Görðum á Akranesi. Meira »

Síldarstofninn minnkar

Í gær, 11:43 Norsk-íslenski síldarstofninn er um 4,2 milljónir tonna, sem er umtalsverð minnkun frá í fyrra er stofninn mældist 5,4 milljónir tonna. Þetta er niðurstaða alþjóðlegs uppsjávarleiðangurs í Noregshafi sem fram fór í maí. Meira »

Ráðherra ætlar engin afskipti að hafa af störfum nefndarinnar

Í gær, 10:23 Sjávarútvegsráðherra, sem í maímánuði skipaði þverpólitíska nefnd sem á að leita sátta um hvernig framtíðargjaldtöku í sjávarútvegi verður háttað í framtíðinni, kveðst ekki telja að starf nefndarinnar sé í uppnámi, þótt þrír fulltrúar minnihlutans hafi bókað harðorða gagnrýni á formann nefndarinnar á síðasta fundi nefndarinnar. Meira »

Makríllinn mættur til Ólafsvíkur

í fyrradag Fjölmennt var og líflegt við höfnina á Ólafsvík síðdegis í gær þegar sú frétt barst að makríll væri farinn að veiðast í höfninni við bæinn. Meira »

Dúxinn segir skipstjórann skipta máli

í fyrradag Atli Hafþórsson var með hæstu einkunn brautskráðra meistaranema við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands um helgina en hann útskrifaðist þar með meistarapróf í aðferðafræði. Aðaleinkunn hans var 9,25. Meira »

Ósætti innan veiðigjaldanefndar

24.6. Harla litlar líkur eru taldar á að því að sátt náðist í þverpólitískri nefnd sem sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra skipaði í vor til að móta tillögur um „hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni.“ Meira »

Þorskkvótinn aukinn

23.6. Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að aflamark í þorski verði aukið í 255.172 tonn á næsta fiskveiðiári, en kvótinn á yfirstandandi ári er 244.000 tonn. Ráðherra fylgir veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem lagði til aukinn afla í mikilvægum tegundum, s.s. þorski og ýsu. Meira »

17,5% samdráttur á 12 mánuðum

23.6. Aflaverðmæti íslenskra skipa í mars var 14,8 milljarðar króna sem er 3% minna en í mars 2016. Verðmæti botnfiskaflans nam 9,6 milljörðum sem er 8,3% samdráttur miðað við mars 2016. Meira »

Bæta fiskveiðistjórnun utan Evrópu

22.6. FarFish-verkefnið, sem ætlað er að stuðla að bættri umgengni evrópska fiskveiðiflotans um hafsvæði utan Evrópu, auka þekkingu á þeim fiskistofnum sem flotinn sækir í á þeim svæðum, greina virðiskeðjurnar sem snúa að afla skipanna og auka þekkingu á fiskveiðistjórnun meðal hagaðila sem að veiðunum koma hefur hlotið fimm milljóna evra styrk. Meira »

Ný Akurey komin í heimahöfn

21.6. Akurey AK 10, nýr ísfisktogari HB Granda, kom til heimahafnar á Akranesi í gærmorgun eftir tólf og hálfs sólarhrings heimsiglingu frá Tyrklandi. Skipið er systurskip Engeyjar RE. Meira »

Víða makríl að finna í þorskinum

20.6. Togarinn Barði NK kom til löndunar á Seyðisfirði í gærkvöldi með um 90 tonna afla. Haft er eftir Steinþóri Hálfdanarsyni skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar að þorskveiði hafi verið treg á hinum hefðbundnu austfirsku togaramiðum og áberandi sé að fiskurinn sé farinn að gæða sér á makríl. Meira »

Bjórflaska seld á 555 þúsund kr.

24.6. Flaska með 0,75 lítra af sjómannabjórnum Zoëga seldist á 555.000 krónur í Vestmannaeyjum. Bjórinn er „léttur, ljúfur og þægilegur.“ Meira »

Akurey fær hlýjar móttökur

23.6. Ísfisktogarinn Akurey AK 10 fékk hlýjar móttökur á Akranesi í dag. Skipið er ann­ar ís­fisk­tog­ar­inn af þrem­ur sem smíðaðir eru hjá tyrk­nesku skipasmíðastöðinni Celiktrans fyr­ir HB Granda. Meira »

Skoða kosti og galla á SA

23.6. Á aðalfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) í lok síðasta mánaðar var samþykkt tillaga þess efnis að skoðaðir yrðu kostir og gallar veru SFS í Samtökum atvinnulífsins. Meira »

Tekst að ná betri samningi?

22.6. Brýnt er að Ísland nái að gera góða samninga við Bretland vegna Brexit. Bretar kaupa í dag um 18% af heildarverðmæti útfluttra íslenskra sjávarafurða og Ísland er stærsti innflytjandi fisks á Bretlandsmarkað. Meira »

Dráttarbátur með merka sögu

21.6. Sunnudaginn 25. júní næstkomandi klukkan 13:00 hefur verið boðað til stofnfundar Hollvinasamtaka Magna í Sjóminjasafninu í Reykjavík. Dráttarbáturinn Magni á sér merka sögu en hann var fyrsta stálskipið sem Íslendingar smíðuðu. Magni liggur nú utan á varðskipinu Óðni í Gömlu höfninni í Reykjavík. Meira »

Enn fækkar í sjávarútvegi

21.6. Launþegum í sjávarútvegi fækkaði um 600 á milli ára í aprílmánuði eða um 6%. Nú starfa 8.900 í sjávarútvegi, samkvæmt nýjum gögnum Hagstofu Íslands. Meira »

Áframhaldandi endurnýjun

18.6. Aðalfundur Síldarvinnslunnar ákvað í síðustu viku að endurnýja ísfisktogaraflota félagsins. Um er að ræða togarana Barða NK, Gullver NS og systurskipin Vestmannaey VE og Bergey VE. Meira »