Fjölbreytni á sjávarútvegssýningu

Garmin kynnir ýmsar nýjungar á sjávarútvegssýningunni og í gær leit …
Garmin kynnir ýmsar nýjungar á sjávarútvegssýningunni og í gær leit fjöldi fólks á bás fyrirtækisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sýningin Sjávarútvegur 2016 / Iceland Fishing Expo 2016 hófst í gær í Laugardalshöll. Það var Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegsráðherra sem opnaði sýninguna formlega að viðstöddum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og fleiri gestum.

„Þarna er til dæmis verið að kynna nýjar vélar sem eru fremstar í heiminum varðandi roðflettingar og flökun sem eiga eftir að breyta vinnslu á fiski,“ segir Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri sýningarinnar, en það eru um 120 innlendir og erlendir aðilar sem taka þátt í sýningunni og verða margar nýjungar sem tengjast sjávarútvegi kynntar. Þegar Morgunblaðið náði tali af Ólafi hafði hann nýlokið við að fylgja hópi gesta um sýninguna og sagði þá nær orðlausa yfir því sem þar bar fyrir augu.

Forsetafrúin veitti Einari Lárussyni, Hilmari Snorrasyni, Óðni Gestssyni, Karli Sveinssyni, …
Forsetafrúin veitti Einari Lárussyni, Hilmari Snorrasyni, Óðni Gestssyni, Karli Sveinssyni, Friðjólfi Sævarssyni og Axeli Helgasyni viðurkenningar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í opnunarathöfn sýningarinnar í gær voru einnig veittar viðurkenningar til þeirra sem þykja hafa skarað fram úr í greininni að mati helstu samtaka í íslenskum sjávarútvegi en Eliza Reid forsetafrú veitti viðurkenningarnar.

Axel Helgason hlaut viðurkenningu Landssambands smábátaeigenda sem trillukarl ársins. Fiskvinnslan Íslandssaga á Suðureyri hlaut viðurkenningu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Slysavarnarskóli sjómanna fékk viðurkenningu Sjómannasambands Íslands. Þá hlaut Einar Lárusson viðurkenningu Íslenska sjávarklasans. Fiskmarkaður Þórshafnar og útgerð Saxhamars SH 50 hlutu bæði viðurkenningu Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda.

Beitirr er með rými í Laugardalshöll en fyrirtækið var stofnað …
Beitirr er með rými í Laugardalshöll en fyrirtækið var stofnað 1988. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Eimskip er einn þeirra 120 aðila sem sýna á sjávarútvegssýningunni.
Eimskip er einn þeirra 120 aðila sem sýna á sjávarútvegssýningunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »