Áhættumati og æfingum samkvæmt neyðaráætlun ábótavant

Hafið lætur ekki að sér hæða.
Hafið lætur ekki að sér hæða. Mynd: Þorgeir Baldursson

Vinnuslys eru tíð meðal sjómanna, öryggismál þarfnast endurskoðunar og tíðni æfinga samkvæmt neyðaráætlun er langt undir pari samkvæmt könnun um öryggi og líðan sjómanna.

Samgöngustofa birti niðurstöður viðhorfskönnunar um öryggi og líðan sjómanna á síðasta ári. Könnunin var gerð í þeim tilgangi að nýta niðurstöðurnar til úrbóta. Úrtakið nam 1300 sjómönnum og 750 tóku þátt, eða um 57,7%, og voru niðurstöðurnar merkilegar fyrir margra hluta sakir.

Ekkert áhættumat sem svarendum var kunnugt um var til staðar fyrir skipið sem svarendur störfuðu á í 47,2% tilfella. Skortur á áhættumati var áberandi á minni fiskiskipum þar sem ekkert slíkt var til staðar í tæpum 77% tilfella. 63,8% sjómanna sögðu engan öryggisfulltrúa um borð í sínu skipi og aftur var slíkt algengast hjá minni fiskiskipum. Athygli vekur þó að einungis var öryggisfulltrúi til staðar í um helmingi nótaveiðiskipa, togara og farþegaskipa. Nýliðafræðslu töldu 54,8% svarenda vera vel sinnt um borð í sínu skipi og einungis tæplega helmingi svarenda fannst ekki ástæða til að bæta ástand öryggismála um borð.

Meirihluti orðið fyrir vinnuslysi

Yfir helmingur þeirra sjómanna sem svöruðu könnuninni sögðust hafa orðið fyrir vinnuslysi við störf sín, eða 53,2%, en meirihlutinn taldi þó að slysum hefði almennt fækkað í greininni undanfarin ár. Einungis 6 af hverjum 10 töldu vinnuaðstöðu sína um borð vera góða, um helmingur svarenda sagði mikinn hávaða um borð og fjórðungur kvartaði undan svefnvandamálum til sjós. Þá sagðist um þriðjungur finna fyrir streitu við sín daglegu störf.

Viðhorfskönnun Samgöngustofnunar

Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu framkvæmir stofnunin verkefni sem eru á öryggisáætlun sjófarenda. Einnig hefur stofnunin aðkomu að undirbúningi laga- og reglugerðarbreytinga er varða málefnið.

„Samgöngustofa vinnur með verkefnastjórn á vegum innanríkisráðuneytisins að öryggisáætlun sjófarenda sem felur í sér ákvörðun um verkefni hvers árs. Niðurstöður umræddrar könnunar eru meðal þess sem haft er til hliðsjónar þegar þau verkefni eru valin. Einnig er hún meðal þess sem liggur til grundvallar þegar áherslur stofnunarinnar í öryggismálum sjófarenda almennt eru settar,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. „Hlutverk Samgöngustofu í öryggismálum sjómanna er mótað í öryggisáætlun sjófarenda, en hún snýr að menntun og þjálfun sjómanna, fræðsluefni og miðlun upplýsinga, öryggisstjórnun og rannsóknum og þróunarverkefnum.“

Menn aka ekki á næsta spítala ef slys verður til …
Menn aka ekki á næsta spítala ef slys verður til sjós. mbl.is/Kristján Kristjánsson

Hlutverk Samgöngustofu í öryggismálum sjómanna er mótað í öryggisáætlun sjófarenda, en hún snýr að menntun og þjálfun sjómanna, fræðsluefni og miðlun upplýsinga, öryggisstjórnun og rannsóknum og þróunarverkefnum.

Markmiðið að auka öryggi og fækka slysum

Markmið áætlunarinnar er að treysta og auka öryggi íslenskra skipa og áhafna þeirra sem og farþega, fækka slysum á sjó og draga úr tjóni vegna þeirra. Verkefnalisti er lagður fyrir hvert ár og annast Samgöngustofa framkvæmd hans. Öryggisbúnaður í skipum er skoðaður árlega, en kröfur um hann eru tilgreindar í regluverki þar um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,63 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 311,54 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,48 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,77 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.974 kg
Þorskur 88 kg
Skarkoli 60 kg
Ýsa 32 kg
Samtals 2.154 kg
19.4.24 Ísey ÞH 375 Grásleppunet
Grásleppa 2.259 kg
Þorskur 79 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 2.346 kg
19.4.24 Goði SU 62 Grásleppunet
Grálúða 458 kg
Samtals 458 kg
19.4.24 Hólmi ÞH 56 Grásleppunet
Grásleppa 2.968 kg
Samtals 2.968 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,63 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 311,54 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,48 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,77 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.974 kg
Þorskur 88 kg
Skarkoli 60 kg
Ýsa 32 kg
Samtals 2.154 kg
19.4.24 Ísey ÞH 375 Grásleppunet
Grásleppa 2.259 kg
Þorskur 79 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 2.346 kg
19.4.24 Goði SU 62 Grásleppunet
Grálúða 458 kg
Samtals 458 kg
19.4.24 Hólmi ÞH 56 Grásleppunet
Grásleppa 2.968 kg
Samtals 2.968 kg

Skoða allar landanir »