Uppfinningamaður á Djúpavogi

Bás B16 á Sjávarútvegssýningunni. Karl Jónsson við skötuskurðarvélina, sem hefur …
Bás B16 á Sjávarútvegssýningunni. Karl Jónsson við skötuskurðarvélina, sem hefur vakið athygli. Hann hyggst fara um landið og kynna vélina. mbl.is/RAX

Það kennir margra grasa á alþjóðlegu sýningunni Iceland Fishing Expo 2016 í Laugardalshöll og þar er margt merkilegt að sjá. Meðal annars skötuskurðarvél, sem Karl Jónsson, vélasmiður og eigandi Smástáls á Djúpavogi, hannaði fyrir útgerðarfyrirtækið Vísi hf. í Grindavík.

Karl segir að þegar Vísir hafi verið með útgerð á Djúpavogi hafi forsvarsmenn fyrirtækisins fengið áhuga á því að barða skötu, roðfletta og frysta og flytja hana út til Frakklands. „Það var mikið verk að vinna þetta í höndum og það varð til þess að ég hannaði þessa vél og smíðaði hana.“ Karl bendir á að hann hafi ekki mikla menntun að baki, sé með sveinspróf í vélsmíði og því að mestu sjálfmenntaður þegar kemur að uppfinningum og nýsmíði. Því hafi ekki verið við neitt að styðjast nema hyggjuvitið.

„Ég hafði enga forskrift og ég veit ekki til þess að aðrir hafi hannað og smíðað svona vél,“ segir Karl, sem hefur smíðað þrjár skötuvélar til þessa. Vísir er með tvær þeirra í Grindavík og sýningarvélin er annars á Djúpavogi.

Karl segir að mikil hagræðing sé með vélinni. Afkastagetan sé um 12 til 15 fiskar á mínútu, um fjórfalt til fimmfalt meiri en við handskurð, og hún henti best fyrir um 900 til 2.200 g fisk. „Vélin hefur skilað sínu og hún er betur útfærð en í fyrstu,“ segir hann.

Vélin hefur vakið athygli á sýningunni og Karl segir að hann ætli að fylgja áhuganum eftir með því að heimsækja staði þar sem skata er verkuð og kynna vélina fyrir mönnum. „Mönnum finnst hún merkileg,“ segir hann.

Lakkrísvél og pottur

Karl hefur meðal annars smíðað færibönd og þvottakör fyrir fiskvinnsluna á Djúpavogi og færibönd fyrir ruslaflokkun á Höfn. Hann hefur einnig lagt sitt af mörkum í innlendri lakkrísgerð. Hann segir að fyrir yfir 25 árum hafi Djúpavogshreppur keypt lakkrísverksmiðjuna Skuggalakkrís á Akureyri og sett hana upp í ónýttu skólahúsnæði í Álftafirði. Sælgætisgerðin Freyja hafi síðan keypt lakkrísgerðina. Vélarnar hafi verið litlar og gamlar og eigendur Freyju hafi fengið hann til þess að smíða stærri vél, sem sprautaði út lakkrísrörum, reimum og öðru. Freyja hafi síðan flutt verksmiðjuna á Höfn í Hornafirði og fyrir um þremur árum í Kópavog. „Þá smíðaði ég risastóran suðupott fyrir fyrirtækið og í honum má sjóða eitt og hálft tonn í einu.“

Karl hefur síðan smíðað aðra útsprautuvél fyrir Freyju og sprautar hún út fylltum lakkrís. „Ég veit ekki til þess að slík vél hafi verið smíðuð hérlendis áður,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg
25.4.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 209 kg
Samtals 209 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg
25.4.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 209 kg
Samtals 209 kg

Skoða allar landanir »