Rangfærslur í kjaraumræðu

Heiðrún Lind er ósátt við málflutning Guðmundar Ragnarssonar.
Heiðrún Lind er ósátt við málflutning Guðmundar Ragnarssonar. Mynd úr safni.

„Það er alvarlegt mál að gefa mönnum að sök að svindla á kjarasamningum og hlunnfara þannig starfsfólk sitt,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), í grein í Morgunblaðinu í dag.

Heiðrún gagnrýnir harðlega ummæli Guðmundar Ragnarssonar, formanns Félags vélstjóra og málmtæknimanna, sem birtust á heimasíðu félagsins.

Heiðrún er afar ósátt við að félagsmönnum SFS sé gefið að sök að rétt afurðaverð skili sér ekki til landsins og að gildandi kjarasamningar séu ekki virtir. Telur hún ótækt að taka því þegjandi þegar fjöldi fólks og fyrirtækja er borinn þungum sökum án skýringa eða rökstuðnings.

Heiðrún skorar á hvern þann sem hefur sannanir fyrir þessum ásökunum að koma slíkum ábendingum áleiðis en að öðrum kosti láta það vera að ásaka heila starfsgrein um óheilindi.

Grein Heiðrúnar Lindar fer hér eftir:

„Í kjölfar þess að félagsmenn í VM – Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, samþykktu boðun verkfalls sem að óbreyttu hefst 10. nóvember næstkomandi, skrifar Guðmundur Ragnarsson, formaður félagsins, eftirfarandi á heimasíðu þess:

„Síðan held ég að pólitíkin ætti að hysja upp um sig buxurnar og gefa gaum að kröfum sjómanna um verðmyndun á fiski og að rétt afurðaverð sé að skila sér til landsins. Við þurfum að fá að sjá það svo hægt sé að uppfylla núgildandi kjarasamninga.“

Með þessum orðum er félagsmönnum í SFS gefið að sök að rétt afurðaverð skili sér ekki til landsins og að gildandi kjarasamningar séu því ekki virtir.

Það er alvarlegt mál að gefa mönnum að sök að svindla á kjarasamningum og hlunnfara þannig starfsfólk sitt. Það er ekki hægt að taka því þegjandi þegar mikill fjöldi fólks og fyrirtækja er borinn þungum sökum án frekari skýringa eða rökstuðnings. Ef einstök dæmi eru til um sannanir fyrir slíkum ásökunum þá eru menn hvattir til að koma slíkum ábendingum áleiðis en láta það vera að ásaka heila starfsgrein um óheilindi.

Verðlagsstofa skiptaverðs starfar samkvæmt lögum nr. 13/1998 og hefur opinbert eftirlit með því að útgerðir geri rétt upp við sjómenn. Í 5. gr. fyrrnefndra laga segir:

„Við athugun einstakra mála getur Verðlagsstofa krafið sjómenn, útgerðir, kaupendur afla, flutningsaðila, fiskmarkaði, umboðsmenn og aðra þá sem milligöngu hafa um sölu á afla um allar nauðsynlegar upplýsingar.“

Þó að gildistími kjarasamnings á milli VM og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafi runnið út hinn 1. janúar 2011 þá hefur verið við hann miðað til þessa dags. Þeim sem telur að unnið sé í andstöðu við gerðan samning er því hægt um vik að koma ábendingum á framfæri til viðeigandi aðila.

Höfundur er framkvæmdastjóri SFS.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg
25.4.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 209 kg
Samtals 209 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg
25.4.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 209 kg
Samtals 209 kg

Skoða allar landanir »