Brotið blað í sögu Fisktækniskólans

Fisktækniskólinn fagnar mikilvægum áfanga þessa dagana. Lengst til hægri er …
Fisktækniskólinn fagnar mikilvægum áfanga þessa dagana. Lengst til hægri er Ólafur Jón Arnbjörnsson skólameistari. Myndin er aðsend.

Samningar sem tryggja rekstur Fisktækniskólans til ársins 2020 voru undirritaðir í vikunni. Skólameistari fagnar þessum áfanga og segir blað brotið í sögu skólans.

Síðastliðinn mánudag undirrituðu ráðherrarnir Illugi Gunnarsson og Bjarni Benendiktsson ásamt skólameistaranum Ólafi Jóni Arnbjörnssyni og Ólafi Þór Jóhannssyni, formanni stjórnar, þjónustusamning ríkisins við Fisktækniskóla Íslands í Grindavík.    

Samningurinn tekur til kennslu tveggja ára grunnnáms í fisktækni og gildir til fimm ára, eða til ársins 2020.

Ólafur segir að brotið hafi verið blað í sögu skólans við undirritun þessa samnings. Fisktækniskólinn hafi allt frá stofnun hans árið 2010 mátt sæta því að búa við skammtímasamninga með því óöryggi sem því fylgir, bæði hvað varðar rekstur og uppbyggingu. 

Sívaxandi vinsældir

Þrátt fyrir þessa óvissu hafi námið notið sívaxandi vinsælda undanfarið. Tæplega sextíu nemendur hafa lokið námi í fisktækni frá 2012 og vel á þriðja hundrað manns þegar starfandi í greininni hafa farið í raunfærnimat á grundvelli námskrár skólans. 

Nú stunda um 120 nemendur nám í fisktækni á fjórum stöðum á landinu. Um helmingur þeirra  stundar námið í Grindavík, en auk þess eru 12 nemendur á Sauðárkróki, 30 á Dalvík og 12 nemendur á Höfn.  

Að sögn Ólafs skólameistara hefur stefna skólans frá upphafi verið sú að auk Grindavíkur verði náminu komið á á sem flestum stærri útgerðarstöðum á landinu. Í undirbúningi sé nú að náminu verði komið á í Vestmannaeyjum í nánu samstarfi við heimamenn.     

Við undirritun þessa samnings eru nú 142 nemendur sem stunda nám á þeim námsbrautum sem Fisktækniskólinn hefur þróað.

Sérnám í fiskeldi

Auk grunnnáms í fisktækni, Marel-vinnslutækni og gæðastjórnun verður nú í fyrsta skipti boðið upp á sérnám í fiskeldi. Námið er skipulagt í samstarfi við Háskólann á Hólum og hefst kennsla í byrjun janúar 2017. Innritun á vorönn 2017 er nú hafin.

„Með þessum samningi sem nú hefur verið undirritaður má segja að skólanum sé endanlega skipað á bekk með öðrum starfsmenntaskólum á landinu. Samningurinn skapar grundvöll til enn frekari sóknar á þessu sviði og vænta má að um 200 nemendur stundi nám á þessum brautum á næstu árum,“ segir Ólafur Jón Arnbjörnsson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »