Unnið að endurvinnslu á veiðarfærum

Pure North Recycling stefnir á endurvinnslu á veiðarfærum. Hér er …
Pure North Recycling stefnir á endurvinnslu á veiðarfærum. Hér er Sigurður Halldórsson með blómapott sem endurunninn var úr gömlu trolli. Myndin er aðsend.

Mengun hafsins er óhjákvæmilegur fylgisfiskur veiða og útgerðar og því brýnt að óæskileg umhverfisáhrif séu lágmörkuð sem framast er unnt.

Fyrirtækið Pure North Recycling vinnur þessa dagana að samningagerð um endurvinnslu á þeim veiðarfærum sem til falla á landinu. Sigurður Halldórsson er forstjóri Pure North og segir félagið hingað til hafa mestmegnis endurunnið heyrúlluplast frá bænum. Meira sé þó í farvatninu.

„Við stefnum að endurvinnslu á veiðarfærum. Við eigum allan vélbúnað í verkefnið og erum að skoða baklandið í greininni þessa dagana,“ segir Sigurður.

Hann segir gífurlegt magn af veiðarfærum falla til í sjávarútvegi: „Þessi mál, varðandi endurvinnslu á veiðarfærum, hafa verið aðeins útundan hingað til. Við höfum verið í viðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjávarklasann í þessum efnum.“

Tonn af plasti fyrir hver þrjú af fiski

Sigurður vísar til þess að samkvæmt skýrslu sem gefin var út af ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey er gert ráð fyrir að til falli heilt tonn af plasti á móti hverjum þremur tonnum af fiski sem veiddur er eftir 10 ár – ef ekkert er að gert. „Það er náttúrulega svolítið scary,“ segir hann.

„Við erum að horfa bæði til endurvinnslu á veiðarfærum og því sem snýr að hreinsun stranda og þessu öllu í víðu samhengi. Enda ekki vanþörf á,“ bætir hann við. Markmið félagsins sé að stuðla að verðmætasköpun hér á landi, með því að nýta afgangsefni sem annars væri náttúruspillandi.

„Þetta er allt á frumstigi ennþá. Við erum að skoða hvaða lausnir henta best til fullvinnslu hér heima en við erum bjartsýnir á verkefnið og teljum þetta brýnt,“ segir Sigurður Halldórsson að lokum.

Áhugasamir geta kynnt sér starfsemi félagsins hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 454,87 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 230,61 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 180,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,98 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Jón Pétur RE 411 Grásleppunet
Grásleppa 1.138 kg
Þorskur 89 kg
Samtals 1.227 kg
23.4.24 Brimsvala SH 262 Handfæri
Þorskur 726 kg
Samtals 726 kg
23.4.24 Þytur MB 10 Handfæri
Þorskur 691 kg
Samtals 691 kg
23.4.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 1.756 kg
Þorskur 60 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 6 kg
Skarkoli 1 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 1.836 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 454,87 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 230,61 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 180,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,98 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Jón Pétur RE 411 Grásleppunet
Grásleppa 1.138 kg
Þorskur 89 kg
Samtals 1.227 kg
23.4.24 Brimsvala SH 262 Handfæri
Þorskur 726 kg
Samtals 726 kg
23.4.24 Þytur MB 10 Handfæri
Þorskur 691 kg
Samtals 691 kg
23.4.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 1.756 kg
Þorskur 60 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 6 kg
Skarkoli 1 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 1.836 kg

Skoða allar landanir »