Telja útgerðir hækka verð

Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda telja tölur frá Reiknistofu fiskmarkaða gefa …
Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda telja tölur frá Reiknistofu fiskmarkaða gefa ranga mynd af raunverulegri stöðu á fiskmarkaði. mbl.is/Alfons Finnsson

Útgerðir í landinu eru orðnir svo fyrirferðarmiklir kaupendur á íslenskum fiskmarkaði að framboð af fiski hefur minnkað þrátt fyrir aukið hlutfall af heildarafla á markað. Niðurstaðan er skortmarkaður á fiski í landinu.

Þetta er mat Ólafs Arnarsonar, talsmanns stjórnar Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ).

Heild­ar­sala á fisk­mörkuðum hér­lend­is í kíló­um talið í ág­úst og sept­em­ber 2016 var sú mesta sem um get­ur á þess­um mánuðum frá stofn­un markaðanna, eins og fram kom í nýlegri frétt 200 mílna. Fyrstu 9 mánuði árs­ins voru þannig seld 92.602 tonn, sem er mesta magn á þessu tíma­bili frá upp­hafi markaðanna. Er það 10.160 tonn­um meira en á sama tíma í fyrra. 

Í frétt frá Reiknistofu fiskmarkaða kemur fram að „þorskur er sem fyrr sú tegund sem selt er mest af eða 39.348 tonn fyrstu 9 mánuðina sem er 4.817 tonnum meira en á sama tímabili 2015 og það mesta frá upphafi markaðanna. Þrátt fyrir þetta eru verðmæti sölunnar lægri en á sama tíma 2015 vegna lækkunar á verði“.

Það er þó mat SFÚ að með tilliti til gengislækkunar á erlendum myntum á sama tímabili hafi verðið hækkað en ekki lækkað. 

Að mati SFÚ má ástæður þessa rekja til þess að útgerðirnar séu orðnar fyrirferðarmeiri á kauphliðinni. „Þó svo að framboð sem hlutfall af heildarafla hafi aukist, samkvæmt upplýsingum frá Reiknistofu fiskmarkaða, hefur framboðið í raun minnkað vegna þess að stórir útgerðaraðilar kaupa svo mikið á markaðnum,“ segir Ólafur Arnarson, talsmaður stjórnar SFÚ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »