Ala ófrjóan lax við Ísland

Frá fiskeldi á Vestfjörðum.
Frá fiskeldi á Vestfjörðum. Mbl.is/Helgi Bjarnason

Hefja á tilraunir til að ala ófrjóan lax í sjókvíum við Ísland. Ófrjói laxinn verður alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og á sama tímabili. Mikilvægt er að tilraun af þessu tagi fari fram hér á landi til að afla reynslu en erfitt er að segja til um hvort eldið sé framkvæmanlegt þar sem mörgum siðferðis- og markaðsfræðilegum spurningum er enn ósvarað.

Í tilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva (LF) kemur fram að tilraunin er samstarfsverkefni LF, Hafrannsóknarstofnunar, Háskólans á Hólum, Stofnfiskur og Arctic Fish. Stofnfiskur mun framleiða ófrjó hrogn fyrir verkefnið og mun Arctic Fish ala seiðin í samvinnu við Hólaskóla. Norway Royal Salmon (NRS) er nýr eignaraðili Arctic Fish en fyrirtækið hefur stundað álíkar rannsóknir í Noregi. Mun tilraunin hér á landi byggja á þeirri reynslu.

Undirbúningur er þegar hafinn og er nú verið að undirbúa hrogn sem klakin verða í byrjun næsta árs. Ef allt gengur eftir ættu fyrstu ófrjóu seiðin að vera tilbúin til sjósetningar sumarið 2018. Margar áskoranir eru þó við eldi ófrjórra laxfiska, m.a. vegna mikilla affalla á eldistímanum. Vansköpun er einnig nokkuð algeng á ófrjóum laxi og sýnir reynslan að hann er bæði viðkvæmari fyrir súrefnisskorti og hærri sjávarhita en frjór laxfiskur.

Seiðin verða alin í seiðastöð Arctic Fish í Tálknafirði og síðar í sjókvíum í Dýrafirði. Sjór á Vestfjörðum er almennt kaldari en víðast hvar annars staðar þar sem sjókvíeldi er stundað og því eru vonir bundnar við að hár sjávarhiti muni ekki hafa áhrif á eldið. Það er þó einn meginrannsóknarþáttur tilraunarinnar, ásamt mati á eldi ófrjórra laxa við íslenskar aðstæður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,91 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,14 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 120,61 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,35 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 1.264 kg
Þorskur 164 kg
Skarkoli 115 kg
Rauðmagi 20 kg
Samtals 1.563 kg
25.4.24 Loftur HU 717 Handfæri
Þorskur 408 kg
Karfi 74 kg
Ufsi 35 kg
Samtals 517 kg
25.4.24 Von HU 170 Grásleppunet
Grásleppa 1.092 kg
Skarkoli 590 kg
Þorskur 502 kg
Ýsa 97 kg
Steinbítur 6 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.290 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,91 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,14 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 120,61 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,35 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 1.264 kg
Þorskur 164 kg
Skarkoli 115 kg
Rauðmagi 20 kg
Samtals 1.563 kg
25.4.24 Loftur HU 717 Handfæri
Þorskur 408 kg
Karfi 74 kg
Ufsi 35 kg
Samtals 517 kg
25.4.24 Von HU 170 Grásleppunet
Grásleppa 1.092 kg
Skarkoli 590 kg
Þorskur 502 kg
Ýsa 97 kg
Steinbítur 6 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.290 kg

Skoða allar landanir »