Óábyrg ákvörðun að auka kvótann

Norðmenn auka hlutdeild sína í norsk-íslensku síldinni úr61 prósenti í …
Norðmenn auka hlutdeild sína í norsk-íslensku síldinni úr61 prósenti í 67 prósent eða um rúm 40 þúsund tonn fyrir árið 2017. mbl.is/Gunnar Kristjáns

Þetta er afskaplega óábyrgt af Norðmönnum og kemur okkur verulega á óvart,“ segir Sigurgeir Þorgeirsson hjá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu og samningamaður fyrir Íslands hönd um uppsjávarstofna.

„Noregur er einhliða að auka hlutdeild sína í norsk-íslenska síldarstofninum. Þeir voru þegar stærsti hluthafinn í honum með 61 prósents hlutdeild en færa sig nú upp í 67 prósent. Þeir báru því og bera enn mesta ábyrgð á að viðhalda stofninum og því finnst okkur það sérstaklega óábyrgt af þeim að auka veiðarnar með þessum hætti.“

Sigurgeir segir að samningur um stofninn hafi verið í gildi frá árinu 2007 en Færeyingar kosið að kljúfa sig frá honum 2013.

„Færeyingar settu sér sjálfir kvóta sem er tvöfalt til þrefalt stærri en þeim var úthlutað samkvæmt samningnum. Allir aðrir aðilar þessa samnings, þ.e. Ísland, Evrópusambandið, Noregur og Rússland hafa hins vegar hingað til haldið sig við sínar prósentur samkvæmt gamla samningnum þrátt fyrir einleik Færeyja, sem höfðu tiltölulega litla hlutdeild í stofninum, 5,16 prósent.“

Slæmt ástand á stofninum

Enn mikilvægara en áður er að gæta veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum að sögn Sigurgeirs en stofninn hefur átt undir högg að sækja á undanförnum árum.

„Norsk-íslenski síldarstofninn er í mjög krítískri stöðu og hefur skroppið mikið saman. Þess vegna héldu aðrir en Færeyjar sig við gömlu prósenturnar til að koma í veg fyrir ofveiði.“

Ekki liggur fyrir hvernig brugðist verður við ákvörðun Norðmanna en Sigurgeir segir að málið verði rætt í ráðuneytinu á næstu dögum og skoðað hvernig brugðist verði við nýrri stöðu.

„Norðmenn hljóta að hafa gert sér grein fyrir því að ekki er líklegt að aðrir sitji hjá þegar þeir taka þetta skref.“

Í yfirlýsingu sem Per Sandberg, sjávarútvegsráðherra Noregs, sendi frá sér í gær kemur fram að Norðmenn muni auka veiðar sínar á norsk-íslensku síldinni um 40 þúsund tonn.

„Noregur hefur ríka hagsmuni af veiðum úr norska vorgotssíldarstofninum. Ég hef þess vegna tekið ákvörðun um að auka hlutdeild okkar í heildarafla úr stofninum úr 61 prósenti í 67 prósent fyrir árið 2017. Kvóti Noregs úr stofninum verður því 432.870 tonn,“ segir í yfirlýsingunni frá Sandberg.

Mikilvægt að semja

Johan Williams, fráfarandi forseti NEAFC, Fiskveiðiráðs Norðaustur-Atlantshafsins, sagði í viðtalið við norska sjávarútvegsblaðið Fiskaren í vikunni að mikilvægt væri fyrir stóra hagsmunaaðila eins og Noreg að semja um stofna á borð við makríl, kolmuna og síld. Ákvörðun Norðmanna að auka einhliða hlutdeild sína í norsk-íslenska síldarstofninum gengur þvert á ráðleggingar Williams, sem benti m.a. á að ríki sem ættu mesta hagsmuni af því að semja væru þau sem ættu stærstu hlutdeild í hverjum stofni.

Sigurgeir tekur undir orð Williams og vísar m.a. til samnings Íslands um veiðar á karfa á Reykjaneshrygg.

„Ísland gaf mest eftir enda áttum við mestu hagsmunina líkt og Norðmenn eiga í norsk-íslensku síldinni og Evrópusambandið þegar kemur að makrílnum,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »