Eru Íslendingar með gott fiskveiðistjórnunarkerfi?

Sigurður Steinn segir mikla fjármuni fólgna í skerðingu aflahlutdeildar.
Sigurður Steinn segir mikla fjármuni fólgna í skerðingu aflahlutdeildar. Myndin er aðsend.

Breyttir tímar kalla á breyttar aðgerðir. Með markvissari byggðastefnu og betri nýtingu á þeim kvóta sem tekinn er til samfélagslegra aðgerða má tryggja mun meiri sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið, segir sjávarútvegsfræðingur í aðsendri grein:

„Segja má að umræða um sjávarútvegsmál fyrir síðustu alþingiskosningar hafi einskorðast við fiskveiðistjórnunarkerfið. Eðlilegt er að mikil umræða eigi sér stað um jafnmikilvæga atvinnugrein og sjávarútveginn. Hins vegar er umræðan oft á tíðum með þeim hætti að lítið sem ekkert þokast áfram og upphrópanir milli aðila verða mest áberandi. Það er hollt fyrir alla sem taka þátt í slíkri umræðu að velta fyrir sér hvað einkennir gott fiskveiðistjórnunarkerfi.

Flestir eru sammála um að gott fiskveiðistjórnunarkerfi taki tillit til þriggja meginstoða þ.e. umhverfis, hagkvæmni og samfélags. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið hefur verið í mótun í rúmlega 30 ár með það markmið að tryggja jafnvægi milli þessara þriggja meginstoða góðs fiskveiðistjórnunarkerfis.

Til að byrja með voru umhverfissjónarmið ríkjandi þ.e. áhersla var lögð á að tryggja eðlilega sókn í fiskistofna og gera þannig nýtingu auðlindarinnar sjálfbæra. Við það hallaði töluvert á hagkvæmnihliðina í  greininni og breytingar voru t.d. gerðar 1991 þegar frjálst framsal var heimilað og hagkvæmni í greininni fór vaxandi. Það má því segja að á þessu stigi hafi áherslur á tvær af þremur meginstoðum verið ráðandi en þá fór að halla á samfélagsþátt kerfisins.

Aukið vægi samfélagsstoðar í fiskveiðistjórnunarkerfinu

Á síðustu 20 árum hafa verið gerðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu í þeim tilgangi að auka vægi samfélagshringsins. Árið 2004 var komið á veiðigjöldum ásamt því að auka kvótamagn í byggðarlegar ívilnanir. Í dag er aflahlutdeild skert um 5,3% í nafni byggðarlegra málefna. Þessum aflaheimildum er oft á tíðum úthlutað á pólítiskum vettvangi og virðast dreifast á aðila af handahófi en ekki eftir fyrirframákveðnum reglum. Auk þessarar óbeinu gjaldtöku greiða útgerðir til viðbótar við almenna skatta sem tíðkast í öðrum atvinnugreinum; hafnargjöld (að meðaltali 1% af aflaverðmæti), auka tryggingagjald (0,65% hærra en aðrar atvinnugreinar) og veiðigjöld sem nema svipaðri upphæð og almenni tekjuskatturinn í greininni. Til einföldunar má segja að sjávarútvegurinn búi við tvöfaldan tekjuskatt.

Umræða um veiðigjaldið er mest áberandi og margir virðast hafa skoðanir á hvernig það eigi að vera og hversu hátt það skuli vera. Hins vegar er lítið talað um hitt stóra framlag sjávarútvegsins til samfélagsmála, þ.e. 5,3% skerðingu á aflamarki. Það er nefnilega erfiðara að átta sig á óbeinni gjaldtöku en beinni eins og veiðigjaldið er.

Miklir fjármunir fólgnir í skerðingu aflahlutdeildar

Auðvelt er að færa rök fyrir því að verðmæti þessarar tilfærslu á aflamarki er um 7,5 milljarðar kr. á ári eða 500 milljónum kr. hærra en veiðigjaldið var á síðasta fiskveiðiári. Þá má færa rök fyrir því að ef aðilar koma sér í þá stöðu að fá slíkar úthlutanir ár eftir og ár og verið þannig nánast í áskrift aå slíkum úthlutunum, þá geta verðmæti þessa framlags numið um 45 milljörðum kr. Hér er því um gríðarlega mikla fjármuni að ræða.

Byggðakvóti – Misheppnuð tilraun?

Þekktasti hluti samfélagsstoðarinnar í fiskveiðistjórnunarkerfinu er byggðakvóti. Árlega er úthlutað kvóta til byggðarlaga sem hafa búið við skerðingu í sjávarútvegi. Frá árinu 2003 hefur úthlutun byggðakvóta verið 64 þúsund tonn, fyrst og fremst þorskur. Ef miðað er við leiguverð á þorski nemur þetta framlag um 14 milljörðum kr. eða 1,1 milljarði kr. á hverju ári. Dæmi eru um að einn bátur hafi fengið úthlutað byggðakvóta öll árin og í sumum tilfellum hafa bátar flutt sig á milli nokkurra byggðarlaga. Sá bátur sem mestan kvóta hefur fengið á umræddu tímabili er 1.200 tonn í nafni byggðakvóta.

Erfitt er að meta ávinning þessarar framkvæmdar en það er umhugsunarefni að öll byggðarlög sem hafa fengið yfir 2.000 tonn af byggðakvóta á umræddu tímabili hafa búið við fólksfækkun á sama tíma.

Er úthlutun byggðakvóta líkleg til að efla atvinnu í brothættum byggðum?

Árið 1995 var afli Íslendinga án loðnu 900 þúsund tonn. Í fiskveiðum og fiskvinnlu störfuðu þá um 16 þúsund manns. Afli án loðnu á hvern starfsmann árið 1995 nam 56 tonnum, 10 árum síðar var afli án loðnu á hvern starfsmann 109 tonn og árið 2015 var afli án loðnu á hvern starfsmann 126 tonn. Með öðrum orðum þurfti 18 starfsmenn árið 1995 til að vinna 1.000 tonn, 10 árum síðar þurfti 9 starfsmenn og í fyrra þurfti 8 starfsmenn. Þetta er auðvitað mikil einföldun enda mikill munur á mannaflsþörf eftir tegundum en segir margt um þær tækniframfarir sem átt hafa sér stað og að hefðbundin fiskvinnslustörf eru að þróast í hátækniframleiðslustörf.

Þeir sem þekkja til í sjávarútvegi vita að margfalt færri hendur þarf til að vinna afla í dag en var fyrir 20 árum og að sú þróun kemur til með að halda áfram.

Það er skoðun höfundar að náðst hefur mikill árangur þegar litið er til hagkvæmni- og umhverfisstoða fiskveiðistjórnunarkerfisins og að á síðasta áratug hafi framlag til samfélagsstoðarinnar aukist. Það er hins vegar mikið umhugsunarefni hvernig hið opinbera hefur úthlutað verðmætum samfélagsstoðarinnar.

Byggðastefna þarf að vera skýr og spurning hvort úthlutun byggðakvóta sé ekki barn síns tíma í framkvæmd byggðarstefnu. Breyttir tímar kalla á breyttar aðferðir. Með markvissari byggðastefnu og betri nýtingu á þeim kvóta sem tekinn er til samfélagslegra aðgerða má tryggja mun meiri sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið.“

Sigurður Steinn Einarsson, sjávarútvegsfræðingur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.4.24 399,61 kr/kg
Þorskur, slægður 15.4.24 544,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.4.24 468,58 kr/kg
Ýsa, slægð 15.4.24 259,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.4.24 102,15 kr/kg
Ufsi, slægður 15.4.24 252,99 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 15.4.24 243,14 kr/kg
Litli karfi 11.4.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.836 kg
Sandkoli 81 kg
Þorskur 64 kg
Grásleppa 32 kg
Samtals 2.013 kg
15.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 879 kg
Sandkoli 90 kg
Skrápflúra 59 kg
Grásleppa 38 kg
Þorskur 30 kg
Samtals 1.096 kg
15.4.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 2.130 kg
Þorskur 327 kg
Ýsa 33 kg
Samtals 2.490 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.4.24 399,61 kr/kg
Þorskur, slægður 15.4.24 544,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.4.24 468,58 kr/kg
Ýsa, slægð 15.4.24 259,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.4.24 102,15 kr/kg
Ufsi, slægður 15.4.24 252,99 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 15.4.24 243,14 kr/kg
Litli karfi 11.4.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.836 kg
Sandkoli 81 kg
Þorskur 64 kg
Grásleppa 32 kg
Samtals 2.013 kg
15.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 879 kg
Sandkoli 90 kg
Skrápflúra 59 kg
Grásleppa 38 kg
Þorskur 30 kg
Samtals 1.096 kg
15.4.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 2.130 kg
Þorskur 327 kg
Ýsa 33 kg
Samtals 2.490 kg

Skoða allar landanir »