Íslenska ríkið í fjórða sæti yfir úthlutaðar aflaheimildir

Ný skýrsla sem unnin var af nefnd skipuð af sjávarútvegsráðherra …
Ný skýrsla sem unnin var af nefnd skipuð af sjávarútvegsráðherra Færeyja kom út á dögunum. mbl.is/Árni Sæberg

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa útbúið samantekt með helstu niðurstöðum skýrslu færeysku ríkisstjórnarinnar um þarlendan sjávarútveg og sett í samhengi við stöðu sjávarútvegsmála á Íslandi. 

Flestar af tillögum Færeyinga þegar komnar til framkvæmdar hér

Fyrir nokkru kom út skýrsla í Færeyjum, sem unnin var af níu manna nefnd skipaðri af sjávarútvegsráðherra færeysku ríkisstjórnarinnar. Skýrslan ber yfirskriftina „Ein Nýggj og varðandi fiskvinnuskipan fyri Føroyar“. Í henni er vikið að ýmsum þáttum í fiskveiðistjórnunarkerfi Færeyinga og vandamálum sem greinin stendur frammi fyrir, auk þess sem tilraunir Færeyinga með uppboð, á afmörkuðum hluta aflaheimilda í uppsjávartegundum og botnfiski í Barentshafi, eru til umræðu.

SFS hefur útbúið samantekt með helstu niðurstöðum skýrslu færeysku ríkisstjórnarinnar og sett í samhengi við stöðuna á íslandi en flestar af þeim tillögum sem lagðar eru til að verði gerðar í Færeyjum hafa þegar komið til framkvæmdar hér á landi. 

Heildartekjur færeyska ríkisins af uppboðunum 746 milljónir

Meðal þess sem fram kemur í skýrslu færeysku nefndarinnar er að heildartekjur færeyska ríkisins af hlutaðeigandi uppboðum voru rúmlega 1 milljarður íslenskra króna. Veiðigjöld eru hins vegar ekki greidd af þeim aflaheimildum sem keyptar voru á uppboðunum, sem leiðir til þess að nettótekjur færeyska ríkisins voru samtals 746 milljónir króna.

Þá sé ástand stofna á færeyskum heimamiðum bágborið og því telji nefndin þörf á að endurskoða fiskveiðistjórnunina.

Nettótekjur Færeyinga af uppboðum á aflaheimildum voru 746 milljónir króna.
Nettótekjur Færeyinga af uppboðum á aflaheimildum voru 746 milljónir króna. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Verðmæti aflahlutdeilar íslenska ríkisins 7,5 milljarðar

Skýrsluhöfundar benda í þessu sambandi til þess að íslensk stjórnvöld hafa til ráðstöfunar 5,3% úthlutaðra aflaheimilda. Aðeins þrjár útgerðir hafa meiri aflaheimildir til umráða og því er íslenska ríkið í fjórða sæti yfir úthlutaðar aflaheimildir.

Fram kemur að áætluð tonn sem íslenska ríkið hefur til ráðstöfunar fyrir fiskveiðiárið 16/17 vegna óbeinnar gjaldtöku í sjávarútvegi hérlendis séu tæplega 53 þúsund tonn, en til samanburðar hafi Færeyingar boðið út samtals 36 þúsund tonn í sumar.

Íslenska ríkið ráðstafi þessum aflaheimildum til strandveiði, línuívilnunar, byggðakvóta og annarra aðgerða, og að áætluð aflaverðmæti þessara 53 þúsund tonna séu því um 7,5 milljarðar íslenskra króna.

Tveir aðilar fengu 95% Barentshafskvótans á uppboðinu

Fram kemur í skýrslunni að umræðan í Færeyjum núna varðandi uppboð á aflaheimildum snúist ekki um hefðbundnar botnfiskveiðar á heimamiðum. Þar sé ekkert til að bjóða upp vegna bágborinnar stöðu fiskistofnanna.

Meðal þess sem þó hafi verið boðið upp hjá Færeyingum sé botnfiskkvóti í Barentshafi. Þrjú fyrirtæki keyptu þær aflaheimildir og af þessum þremur fengu Enniberg og JFK Trol 95% af heimildunum.

Enn fremur kemur fram að í Færeyjum sé lagt veiðigjald á þrjár tegundir og að engin sérstök gjaldtaka sé lögð á fiskveiðar í Noregi.

Þegar allt sé virt í samhengi er niðurstaða skýrsluhöfunda sú að þegar litið sér til Íslands sé ljóst að umgjörð í kringum sjávarútveg hafi tryggt hér meiri virðisauka en færeyskur sjávarútvegur og leitt af sér margháttaða starfsemi í tengdum greinum, þar sem Ísland er orðið leiðandi á alþjóðavísu.

"Með skilvirku kerfi og framtakssemi fyrirtækja hefur íslenskur sjávarútvegur skilað árangri sem eftir er tekið á meðal annarra ríkja. Af þeim árangri getum við verið stolt,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er er von okkar að þessar upplýsingar geti nýst þeim sem vilja glöggva sig betur á þeirri vinnu sem á sér stað í Færeyjum og um leið fengið skýrari mynd af íslenskum sjávarútvegi í samanburði. Með skilvirku kerfi og framtakssemi fyrirtækja hefur íslenskur sjávarútvegur skilað árangri sem eftir er tekið á meðal annarra ríkja. Af þeim árangri getum við verið stolt,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.

Skýrsluna má nálgast í heild sinni hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,91 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,13 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 120,61 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,35 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 1.264 kg
Þorskur 164 kg
Skarkoli 115 kg
Rauðmagi 20 kg
Samtals 1.563 kg
25.4.24 Loftur HU 717 Handfæri
Þorskur 408 kg
Karfi 74 kg
Ufsi 35 kg
Samtals 517 kg
25.4.24 Von HU 170 Grásleppunet
Grásleppa 1.092 kg
Skarkoli 590 kg
Þorskur 502 kg
Ýsa 97 kg
Steinbítur 6 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.290 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,91 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,13 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 120,61 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,35 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 1.264 kg
Þorskur 164 kg
Skarkoli 115 kg
Rauðmagi 20 kg
Samtals 1.563 kg
25.4.24 Loftur HU 717 Handfæri
Þorskur 408 kg
Karfi 74 kg
Ufsi 35 kg
Samtals 517 kg
25.4.24 Von HU 170 Grásleppunet
Grásleppa 1.092 kg
Skarkoli 590 kg
Þorskur 502 kg
Ýsa 97 kg
Steinbítur 6 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.290 kg

Skoða allar landanir »