„Laun okkar miðast við kvikindin sem við veiðum“

„Við sjómenn erum einfaldlega þannig settir að við erum á …
„Við sjómenn erum einfaldlega þannig settir að við erum á hlutaskiptum og launin okkar miðast við það verð sem fæst fyrir kvikindin sem við veiðum. Þannig er það nú bara og hefur alltaf verið,“ segir formaður Sjómannasambandsins. mbl.is/Þröstur Njálsson

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir tvískinnung einkenna málflutning Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda og hvetur sjómenn landsins til að samþykkja nýjan kjarasamning.

Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) hafa gagnrýnt það sem þeir kalla 20% ríkisstyrk til útgerða á kostnað sjómanna undanfarið.

Sjá frétt: „Sérhagsmunir stórútgerða best tryggðir með sovésku kerfi“

Formaður Sjómannasambands Íslands (SSÍ) segir málflutning samtakanna að þessu leyti villandi og fela í sér tvískinnung. Ekki sé langt síðan SFÚ ályktaði um þessi mál og þá hafi kveðið við öndverðan tón, auk þess sem málið sé langt í frá eins einfalt og SFÚ-liðar vilji vera láta.

Markaðsverð ekki endilega réttasta verðið

„Það er ályktun á heimasíðu SFÚ frá aðalfundi samtakanna árið 2014. Þar segja þeir mikilvægt að skiptaverð Verðlagsstofu gildi um uppgjör fyrir sjómenn, hvort sem um er að ræða bein viðskipti eða sölu á markaði,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður SSÍ.

Valmundur segist standa í þeirri trú að fyrirsvarsmenn SFÚ skilji hreinlega ekki að nú séu sjómenn að semja á þá leið að 80% af markaðsverði gildi um verð á slægðum þorski og engu öðru. Núna eru undir 8% af slægðum þorski á markaði. Þar fyrir utan er ekki hægt að segja að markaðsverðið sé endilega rétt. Það er bara ekki hægt að halda slíku fram,“ segir Valmundur.

„Menn eiga ekki að haga sér svona“

Hann segir að ef kjarasamningur sjómanna verði samþykktur verði farið í að markaðstengja óslægða þorskinn, sem dæmi. Verð á honum komi til með að liggja nær 90% af markaðsverði, sökum þess að meira sé af honum á markaði. Hið sama sama gildi um ýsuverð, enda sé mun meira af ýsu á markaði en þorskinum.

„Þannig að ég held að þeir hafi bara ekki kynnt sér málin nægilega vel. En það liggur alveg fyrir að menn segja eitt í dag og annað á morgun – og vilja svo láta taka mark á sér. Ég bara skil þetta ekki alveg,“ segir Valmundur.

Þessu til viðbótar sé tímasetning þessarar framsetningar SFÚ merkileg fyrir þær sakir að nú séu viðkvæmir tímar í greininni, þar sem kosning stendur yfir vegna nýgerðra kjarasamninga sjómanna við útgerðir. „Þeir eru nánast að hafa afskipti af atkvæðagreiðslunni okkar. Menn eiga ekki að haga sér svona. Það er bara þannig,“ bætir Valmundur við.

Klofin afstaða en góð kjörsókn

Hann segir ekki auðsótt að setja fingurinn á það hvernig landið liggi meðal sjómanna landsins í afstöðu sinni til þess kjarasamnings sem nú liggur undir atkvæðagreiðslu hjá sjómönnum.

„Maður eiginlega veit það ekki. Það heyrist gjarnan mest í þeim sem hafa hæst, og það eru jafnan þeir sem eru óánægðir, en við heyrum líka í hinum. Nú er komin 40% þátttaka meðal félaga innan SSÍ, en ég hef ekki heyrt af því hvernig það stendur hjá öðrum félögum. Þetta er því ágætisþátttaka þar sem það er rúm vika eftir af atkvæðagreiðslunni,“ segir Valmundur.

Valmundur Valmundsson segir tímabært að einfalda samningsmál sjómanna því tímarnir …
Valmundur Valmundsson segir tímabært að einfalda samningsmál sjómanna því tímarnir hafi breyst og útgerðarhættir með. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Sífellt  verið að prjóna við gamlan samning sem enginn skilur“

Valmundur telur að menn séu farnir að fá betri skilning á því sem forystumenn SSÍ hafi verið að reyna að koma til leiðar með nýjum samningum eftir að rykið fór að setjast.

 „Við erum að gera stuttan samning með þeim málum sem eru undir núna. Samningurinn er stuttur, til tveggja ára, og vinnan á því tímabili á að ganga að mestu leyti út á að reyna að ná utan um mönnunarmálin með ákveðnum könnunum. Þar að auki ætlum við að reyna að einfalda þennan samning, því hann er í grunninn orðinn áratuga gamall,“ segir Valmundur.

„Útgerðarhættir á Íslandi hafa breyst alveg svakalega mikið á stuttum tíma og við verðum að fara að fylgja samtímanum. Það gengur ekki að vera með ævagamlan samning sem sífellt er verið að prjóna við og enginn skilur orðið lengur,“ segir hann.

Valmundur segir eðlilegt að það brenni á mönnum þegar laun þeirra lækki, en það sé fyrst og fremst vegna gengisins og lækkandi afurðaverðs. „Við sjómenn erum einfaldlega þannig settir að við erum á hlutaskiptum og launin okkar miðast við það verð sem fæst fyrir kvikindin sem við veiðum. Þannig er það nú bara og hefur alltaf verið,“ segir Valmundur.

„Fengum flott mál í gegn“

Hann segist hvetja sjómenn til að samþykkja samninginn: „Við teljum þetta vera góðan samning. Hann er til skamms tíma, eða tveggja ára, og þessi mál sem við náðum í gegn eru flott. Menn hafa verið að benda á að þeim finnist nýsmíðaálagið fara seint af en hjálpi mér allar vættir – ef einhver hefði spurt mig hvort við gætum náð þessu af fyrir ári síðan þá hefði ég talið þann mann óðan. Okkur var einfaldlega sagt þá að við fengjum þetta aldrei af. En þetta hafðist í gegn. Það sem við fengum þó samþykkt með þessum samningum er mikils virði fyrir sjómenn, og það án þess að útgerðarmenn fengju nánast nokkra af sínum kröfum samþykktar,“ segir formaður Sjómannasambands Íslands að endingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,30 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 311,54 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,77 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,77 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Magnús Jón ÓF 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.717 kg
Þorskur 47 kg
Samtals 1.764 kg
19.4.24 Elfa HU 191 Grásleppunet
Grásleppa 2.223 kg
Þorskur 119 kg
Skarkoli 50 kg
Rauðmagi 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.401 kg
19.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 463 kg
Keila 185 kg
Steinbítur 48 kg
Ýsa 37 kg
Karfi 9 kg
Samtals 742 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,30 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 311,54 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,77 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,77 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Magnús Jón ÓF 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.717 kg
Þorskur 47 kg
Samtals 1.764 kg
19.4.24 Elfa HU 191 Grásleppunet
Grásleppa 2.223 kg
Þorskur 119 kg
Skarkoli 50 kg
Rauðmagi 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.401 kg
19.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 463 kg
Keila 185 kg
Steinbítur 48 kg
Ýsa 37 kg
Karfi 9 kg
Samtals 742 kg

Skoða allar landanir »