Áherslan á sjálfbærni og rekjanleika afurða

Hermann Wisse, framkvæmdastjóri GSSI, var aðalfyrirlesari fundarins og kynnti starfsemi …
Hermann Wisse, framkvæmdastjóri GSSI, var aðalfyrirlesari fundarins og kynnti starfsemi GSSI fyrir fundargestum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Síðastliðinn miðvikudag buðu Ábyrgar fiskveiðar (ÁF) í samstarfi við Íslandsstofu til kynningarfundar á GSSI-verkefninu.

GSSI stendur fyrir Global Sustainable Seafood Initiative. Mark­miðið með starf­semi þess er að auka gagn­sæi vott­un­ar og auðvelda sam­an­b­urð, og efla þannig traust og stuðla að upp­lýstu vali í viðskipt­um með vottaðar sjáv­ar­af­urðir.

Sjá nánar um GSSI hér.

Stóðust allar lykilkröfur

Fyrr á árinu sóttu ÁF um úttekt frá GSSI á vottunarverkefni ÁF og í nýliðnum nóvembermánuði tilkynnti stjórn GSSI að vottunarverkefni ÁF hefði staðist allar lykilkröfur til að hljóta viðurkenningu af hálfu GSSI.

Vottun ÁF undir merkjum Iceland Responsible Fisheries (IRF) felur í sér faglega og óháða vottun þriðja aðila, GSSI, á fiskveiðum Íslendinga. Tilgangur slíkrar vottunar er að sýna fram á með gagnsæjum hætti að staðið er að fiskveiðum og fiskveiðistjórnun á Íslandi á ábyrgan og viðurkenndan hátt í samræmi við kröfur Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO).

Vottunarferlið er unnið samkvæmt ströngum alþjóðlega viðurkenndum kröfum og í stuttu máli má segja að vottun GSSI staðfesti góða umgengni um auðlindir sjávar og ábyrga fiskveiðistjórnun.

Guðný Káradóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, og Brynjólfur Eyjólfsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs …
Guðný Káradóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, og Brynjólfur Eyjólfsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá HB Granda. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Gagnsærra, traustara og einfaldara kerfi

Aðalfyrirlesari fundarins var Herman Wisse, framkvæmdastjóri GSSI. Hann segir hugmyndina um stofnun GSSI hafa komið upp í kjölfar fundar OECD-ríkjanna í Haag árið 2009. Þar hafi ýmsir sjávarútvegsaðilar frá mörgum löndum talað sig saman og komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að betur þyrfti að gera varðandi vottun á sjávarútvegsafurðum víðs vegar að úr heiminum og koma upp gagnsærra, einfaldara og traustara kerfi en tíðkast hafði fram til þess tíma.

„Segja má að undirbúningur að stofnun GSSI hafi farið af stað eftir þennan fund og árið 2013 var GSSI formlega hleypt af stokkunum sem samvinnuverkefni milli opinberra aðila og einkaaðila,“ sagði Herman Wisse í samtali við mbl.is. „Þarna tóku sautján mismunandi aðilar sig saman, ásamt Þróunarstofnun Þýskalands (GIZ), og úr varð alþjóðlegur staðall undir merkjum GSSI.“

Hann segir markmiðið með starfseminni vera að auka gagnsæi vottunar og auðvelda samanburð, og efla þannig traust ásamt því að stuðla að upplýstu vali í viðskiptum með sjávarafurðir.

„Við getum sagt að okkar höfuðmarkmið sé að vinna að sjálfbærni í sjávarútvegi og sjá til þess að allir geti gengið að sjálfbærnisvottuðum sjávarútvegsafurðum vísum. Þetta var of flókið og merkingar og vottanir fjölmargar og misvísandi, og menn voru farnir að missa sjónar á því hvað stóð fyrir hvað. Við innleiddum hæstu gæðastaðla og undir merkjum GSSI eiga allir að geta gengið að því vísu að vörurnar sem um ræðir standist allar hæstu gæðakröfur,“ segir Herman Wisse.

Ábyrg stjórnun fiskveiða og rekjanleiki

Ábyrgar fiskveiðar eiga tvo staðla sem notaðir eru til úttektar af vottunaraðila; staðal fyrir ábyrga fiskveiðistjórnun og staðal fyrir vottun á rekjanleika.

Skilyrðin fyrir vottun á sjálfbærum veiðum eru:

  1. Formlegt og skipulagt fiskveiðistjórnunarkerfi
  2. Aflaregla og áætlanir um langtímanýtingu stofnsins
  3. Fiskistofnar ekki ofveiddir og það staðfest með vísindalegum rannsóknum og metið af óháðum aðila
  4. Virkt eftirlit og stjórnkerfi til að stjórna veiðum og skrá afla og
  5. Áhrif veiða á vistkerfið skulu vera takmörkuð með skilgreindri aðferðafræði.

Strangar kröfur eru einnig gerðar um vottun á rekjanleika hjá IRF. Með slíkri vottun er tryggt að afurðin komi úr IRF-vottuðum veiðistofni, þar sem veiðum er stjórnað með ábyrgum hætti.

Hér að neðan má sjá myndband frá IRF um verkefnið:

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »