Hanna línubát með tvinnvél

Navis vinnur að hönnun nýrrar tvinnvélar í línubáta. Hjörtur Emilsson …
Navis vinnur að hönnun nýrrar tvinnvélar í línubáta. Hjörtur Emilsson framkvæmdastjóri segir til mikils að vinna, ekki síst þegar horft er til umhverfislegra sjónarmiða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækið Navis er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur aðsetur í Íslenska sjávarklasanum. Þar er nú unnið að hönnun fyrsta línubátsins sem gengur fyrir tvinnvél, sem framkvæmdastjóri Navis segir munu spara eldsneytiskostnað til mikilla muna.

Fiskiskip eru sérgreinin

Hjá Navis starfa ellefu manns við skipahönnun, breytingar og nýsmíði auk þess að bjóða skoðun, ráðgjöf, úttektir og í raun allt sem tengist hönnun skipa og ráðgjöf í geiranum.

„Við fluttum okkar starfsemi hingað í Sjávarklasann árið 2013,“ segir Hjörtur Emilsson, framkvæmdastjóri Navis í samtali við mbl.is. „Áður vorum við með okkar starfsstöðvar í Hafnarfirði. Navis var stofnað árið 2003, svo við erum óðum að nálgast fermingaraldurinn,“ segir Hjörtur og brosir við.

Hann segir stóran hluta af starfsemi Navis vera þjónustu við erlend félög um allan heim, en að liðlega þriðjungur verkefna fyrirtækisins séu fyrir íslenska aðila. Félagið vinnur við hönnun og ráðgjöf hvers konar skipa, en fiskiskip eru þeirra sérgrein.

Línubátur með tvinnvél

„Við höfum verið að hanna tæplega 15 metra línubát sem útbúinn verður  tvinnvél, eða svokallaðri hybrid-tækni, sem gerir mögulegt að notast við rafmagn sem aflgjafa,“ segir hann.

Hjörtur bendir á að með þessari tækni sé hægt að slökkva á dieselmótornum þegar komið er á miðin og nota hljóðlausan og mengunarlausan rafmótor á meðan veiðar fara fram.

„Það voru hjá okkur tveir skipaverkfræðingar fyrir tveimur árum síðan sem unnu að sínu lokaverkefni hjá okkur. Þeirra verkefni snerist um að kanna hagkvæmni tvinnvéla til brúks á línubátum. Þeir tóku einn bátinn hjá Vísi sem grunn að sínu verkefni, og niðurstaða þeirra varð sú að þetta fyrirkomulag myndi spara þriðjung af olíukostnaði, að minnsta kosti. Í framhaldi af þessu hófumst við handa við að hanna 15 metra línubát frá grunni og nýta þar rafgeyma eins og kostur er. Þetta verkefni höfum við verið að vinna síðan og höfum mikinn áhuga á því að klára þessa hönnun,“ segir Hjörtur.

„Þar að auki erum við að kanna möguleikann á því að vera með metanól-brennslu á aðalvél í stað díselolíu. Tækist það værum við með innlenda aflgjafa eingöngu,“ bætir hann við.

Hjá Navis starfa ellefu manns við skipahönnun og ráðgjöf.
Hjá Navis starfa ellefu manns við skipahönnun og ráðgjöf. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hljóðlausar og útblásturslausar veiðar

Hjörtur bendir á að þrátt fyrir að bátar af þessari stærð séu jafnan framleiddir til að ná 25-30 mílna siglingahraða, fari þeir nær aldrei yfir 10 mílna ganghraða í veiðiferðum.

„Svo í stað þess að byggja á hraðfiskibát sem planar erum við með hefðbundinn særýmisbát, sem er meira neðansjávar en ofansjávar. Þá væri ganghraði bátsins takmarkaður við 10-12 mílur, sem er feykinóg því bátarnir ganga ekki hraðar með 700-800 hestafla vélarnar sem þeir notast við nú þegar.“

Línubátar sigla gjarnan í 1-3 klukkustundir út á miðin. Þar síðan dólar báturinn í 6-8 tíma og hugsunin að baki hönnun Navis er að geta keyrt bátinn á rafmagni þann tíma sem báturinn dólar og veiðarnar standa yfir. „Það yrði þá hljóðlaust, hávaðalaust og útblásturlaust megnið af tímanum sem verið er að leggja, bíða og svo draga línuna,“ segir Hjörtur.

Umhverfissjónarmiðin vega þungt

Að sögn Hjartar er mikið horft til umhverfissjónarmiða við hönnun nýju tvinnvélarinnar. „Það er vaxandi áhugi á umhverfislega hagkvæmari lausnum í þessum efnum á heimsvísu. Það þarf að skera niður í mengun og útblæstri, og bæði lög og reglugerðir eru farnar að taka mið að því. Það er sífellt verið að reyna að ýta mönnum nær umhverfisvænum rekstri og þetta er hluti af því,“ segir Hjörtur Emilsson, framkvæmdastjóri Navis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »