Fagnar því að kona taki við embættinu

Axel Helgason, fyrir miðju, tekur við verðlaununum Trillukarl ársins 2016 …
Axel Helgason, fyrir miðju, tekur við verðlaununum Trillukarl ársins 2016 úr hendi þáverandi formanns og framkvæmdastjóra LS. Mynd af vefsvæði Landssambands smábátaeigenda.

Axel Helgason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segist vongóður um að nýr sjávarútvegsráðherra sjái rök smábátaeigenda fyrir kerfisbreytingum á strandveiðum og makrílveiðum.

Í síðustu viku funduðu formaður og framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, nýjum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.  Eins og tilheyrir fyrsta fundi með ráðherra var félagið kynnt og farið yfir helstu áherslur í framtíðarplönum þess. 

Konur eru skynsamar

„Mér líst vel á að það sé komin kona í embættið. Konur eru svo skynsamar að þær eru fljótar að sjá skynsemina í rökum okkar smábátakarla,“ sagði Axel Helgason formaður Landssambands smábátaeigenda (LS) í samtali við 200 mílur.

Axel segir að fundurinn hafi ekki verið langur og að mestu leyti snúist um að gera sjávarútvegsráðherra grein fyrir stöðu mála og sýn LS á þau verkefni sem þarf að takast á við í nánustu framtíð.

„Við fórum yfir samþykktir aðalfundar og hver helstu áherslumál okkar eru. Þau mál sem við leggjum mesta áherslu á eru makrílveiðar og strandveiðar,“ sagði Axel. Hann segir fyrirsvarsmenn LS hafa útskýrt fyrir Þorgerði Katrínu hvaða aflaaukningu mætti vænta ef fallist yrði á kröfur smábátaeigenda um auknar strandveiðar.

„Það hefur verið undirliggjandi að mun meiri afli þyrfti að fara inn í kerfið en raunin raunverulega er, og það hefur verið notað svolítið gegn okkur í okkar málflutningi,“ sagði hann.

Vilja sjá breytingar á kerfinu

Inntur eftir því hvaða breytingar LS vildi helst sjá á strandveiðikerfinu segir Axel að menn vilji helst sjá að í fjóra mánuði á ári geti þeir sótt sjóinn fjóra daga vikunnar og með fjórar vindur, með 650 þorskígildistonn sem hámarksafla á dag.

Hann segir sjávarútvegsráðherra hafa spurt að því hvaða aflaaukningu þessar breytingar kynnu að hafa í för með sér og þeir hafi fært sterk rök fyrir því að hún yrði ekki línuleg miðað við fjölda daga, frjálsræðið mundi gera sóknina afslappaðri.

„Okkur reiknast til að þörfin verði um 15 - 18.000 tonn miðað aflabrögð sl. ára, en potturinn fyrir strandveiðar var á síðustu vertíð 9.000 tonn,“ segir Axel.

Burt með makrílreglugerðina

Varðandi makrílveiðar segir hann vilja LS standa til að afnema þá reglugerð sem í gildi er og skapa þannig grundvöll fyrir fleiri að róa á makríl.  Við höfum sett okkur það markmið að aflahlutdeild smábáta verði aukin úr 5% í 16% og verði þannig sú sama og er hjá smábátum í Noregi. 

„Við færðum okkar rök að með því yrði álaginu á strandveiðarnar létt, makríllinn yrði álitlegri kostur fyrir fleiri. Menn stunda ekki bæði makríl og strandveiðar því þeir læsast fram að fiskveiðiáramótum, eða þann 1. september ár hvert. Það er því þannig að ef menn fara á strandveiðar geta þeir ekki stundað aðrar veiðar fram í septemberbyrjun, og þessu viljum við ekki breyta eins og staðan er nú.“ segir hann.

Öll rök hníga til smábátakarlanna

„Það verður mjög spennandi að sjá hvernig nýr sjávarútvegsráðherra bregst við okkar tillögum. Það verður að huga að stóra samhenginu. Umhverfissjónarmiðin eru til dæmis þau að á mínum makrílveiðum veiddi ég 310 tonn og fór með 2.600 lítra af olíu eða 8,4 ltr. á hvert tonn. Á togara er ekki óalgengt að olíunotkunin sé sextánföld miðað sama magn af fiski.

Það er nánast sama hvaða sjónarmið eru lögð til grundvallar, það er glórulaust að hafa ekki leyft okkur smábátakörlunum að mynda aflareynslu af sanngirni,“ sagði Axel Helgason formaður LS að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,66 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,78 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,83 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 2.714 kg
Þorskur 637 kg
Steinbítur 25 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 3.392 kg
24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,66 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,78 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,83 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 2.714 kg
Þorskur 637 kg
Steinbítur 25 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 3.392 kg
24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »