„Hörmungarstaða í greininni“

Lítið er að gera á Fiskmarkaði Suðurnesja þessi dægrin vegna …
Lítið er að gera á Fiskmarkaði Suðurnesja þessi dægrin vegna verkfalls sjómanna. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Verkfall sjómanna hefur valdið gríðarlegum samdrætti hjá Fiskmarkaði Suðurnesja. Framkvæmdastjóri segir stöðuna algera hörmung.

„Það er hörmungarstaða í greininni,“ segir Ragnar Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja. Þar voru einungis seld 812 tonn af sjávarfangi í janúar á móti 1.800 tonnum á sama tíma í fyrra. Hefur sala því dregist saman um 1.000 tonn.

Þetta má rekja til sjómannaverkfallsins, sem er farið að hafa mikil áhrif víða í greininni og kemur við marga, að því er fram kemur í Víkurfréttum.

Ragnar segir verkfall sjómanna víða hafa áhrif. Auk fiskverkafólks hafi verkfallið meðal annars áhrif á löndunarþjónustur og flutningafyrirtæki. Þó svo starfsfólki í fiskvinnsluhúsum hafi verið sagt upp og það sett á atvinnuleysisbætur geti til að mynda fiskmarkaðirnir ekki gert slíkt. Smábátar hafa verið að landa í Sandgerði og þá þurfi að þjónusta frá markaðnum.

Ragnar Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja, segir erfiða stöðu uppi …
Ragnar Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja, segir erfiða stöðu uppi á fiskmarkaði. Mynd: Víkurfréttir

„Við tökum þá ákvörðun að halda okkar fólki áfram í vinnu þó að það sé ekki mikið fyrir mannskapinn að gera,“ segir Ragnar. Hann segir mikla hættu á að missa menn með meiraprófið í önnur störf verði þeim sagt upp og nefnir Keflavíkurflugvöll sem dæmi, en þar er kallað eftir starfsfólki með aukin ökuréttindi.

Þar sem framboð á fiski er mun minna nú vegna verkfalls sjómanna þá hefur verðið farið hækkandi. Ragnar segir að þau 812 tonn sem Fiskmarkaður Suðurnesja seldi í janúar hafa að mestu farið til fiskvinnslustöðva sem eru að finna ferskan fisk fyrir erlenda viðskiptavini. Það vekur athygli þegar farið er um hafnarsvæðið í Sandgerði að þar er mikið magn fiskikara.

Nú standa um 3.000 kör við hafnarhúsið og ísverksmiðjuna við höfnina. Það er þó eingöngu 3% þeirra fiskikara sem Umbúðamiðlun er með í umferð á landinu öllu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »