Sex þúsund tonnum af loðnu landað

Það er nóg að gera við höfnina á Fáskrúðsfirði þessa ...
Það er nóg að gera við höfnina á Fáskrúðsfirði þessa dagana. Ljósmynd/Albert Kemp

Landað hefur verið um 6.000 tonnum af loðnu til frystingar hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði síðustu þrettán daga.

Að sögn Friðriks Mars Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Loðnuvinnslunnar, kemur aflinn sem hefur verið landað frá sautján norskum skipum.

Auk þess hefur verið landað um 4.000 tonnum af kolmunna til bræðslu.

„Þetta er búið að vera reglulega fínt. Hér er unnið dag og nótt og allt á fullu í 700 manna byggðarlagi,“ segir Friðrik Mar.

Í dag er unnið bæði við upp- og útskipun afurða og er mikið líf við höfnina.

Meðal annars er unnið við að skipa út 700 tonnum af markílflökum.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.2.17 213,32 kr/kg
Þorskur, slægður 21.2.17 237,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.2.17 207,83 kr/kg
Ýsa, slægð 21.2.17 209,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.2.17 135,12 kr/kg
Ufsi, slægður 21.2.17 124,28 kr/kg
Djúpkarfi 14.12.16 146,94 kr/kg
Gullkarfi 21.2.17 218,18 kr/kg
Litli karfi 2.2.17 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.2.17 346,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.2.17 Steinunn ÍS-046 Landbeitt lína
Þorskur 1.157 kg
Samtals 1.157 kg
21.2.17 Þröstur ÓF-024 Handfæri
Þorskur 78 kg
Samtals 78 kg
21.2.17 Hafdís SU-220 Lína
Ýsa 3.632 kg
Steinbítur 108 kg
Þorskur 54 kg
Keila 8 kg
Karfi / Gullkarfi 7 kg
Langa 4 kg
Samtals 3.813 kg
21.2.17 Kristín ÓF-049 Rauðmaganet
Rauðmagi 346 kg
Þorskur 41 kg
Skarkoli 9 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 400 kg

Skoða allar landanir »