Skilar sjómönnum miklum ávinningi

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Skýrari verður hótun í garð forystumanna sjómanna ekki,“ segir á vefsíðu Verkalýðsfélags Akraness þar sem fjallað er um nýjan kjarasamning sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Er þar vísað til framgöngu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vegna kjaradeilunnar.

Ráðherrann hafi lagt fram sáttatillögu á föstudagskvöldið skömmu áður en kjaradeilan leystist sem sjómenn hefðu haft til miðnættis til þess að ganga að. Þorgerður hafi sagt að lög á verkfall væru tilbúin í ráðuneyti hennar og ef sáttatillagan yrði ekki samþykkt þyrfti hún í kjölfarið að hafa samband við forseta Alþingis vegna málsins.

Forysta sjómanna hafi hins vegar ekki getað fallist á sáttatillögu ráðherrans þar sem í henni hafi verið kveðið skýrt á um að sjómenn nytu ekki skattahagræðis vegna fæðishlunninda nema þeir væri á sjó lengur en 48 klukkustundir. Það þýddi að 40% allra íslenskra sjómanna hefði ekki fengið neitt úr úr því fyrirkomulagi.

„Með þessu var verið að reka fleyg í raðir sjómanna, því það kom aldrei til greina hjá samninganefnd sjómanna að skilja 40% af félögunum eftir án þess að þeir fengju neitt. Á þessari forsendu hafnaði sjómannaforystan þessu svokallaða sáttatilboði, því þetta sáttatilboð setti samninganefndina í gríðarlega erfiða og ógeðfellda stöðu,“ segir á vefsíðunni.

Þannig hafi aðkoma stjórnvalda að kjaradeilunni ekki verið þeim til sóma. „Það er dapurlegt til þess að vita að forystumönnum sjómanna hafi verið stillt upp við vegg á ögurstundu vegna þeirrar sjálfsögðu kröfu að sjómenn yrðu meðhöndlaðir með sambærilegum hætti og annað launafólk á íslenskum vinnumarkaði þegar kemur að skattameðferð á dagpeningum vegna fæðiskostnaðar.“

Hins vegar væri ljóst að kjarasamningurinn sem samið var um án aðkomu stjórnvalda skilaði íslenskum sjómönnum umtalsverðum ávinningi. Mörg brýn réttindamál hafi náðst í gegn og samningarnir muni skila sjómönnum um eða yfir 2 milljörðum. „En það er alltaf þannig í allri kjarasamningsgerð að menn vilja gera betur. Menn vilja ná meiru og það er eðlilegt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 558,73 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,41 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 208,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 7.380 kg
Samtals 7.380 kg
18.3.24 Quantus PD 379 (MWSH6) GB 999 Flotvarpa
Kolmunni 1.746.888 kg
Samtals 1.746.888 kg
18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 558,73 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,41 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 208,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 7.380 kg
Samtals 7.380 kg
18.3.24 Quantus PD 379 (MWSH6) GB 999 Flotvarpa
Kolmunni 1.746.888 kg
Samtals 1.746.888 kg
18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg

Skoða allar landanir »