Próteinframleiðslan hefur farið vel af stað

Hólmfríður á rannsóknarstofunni. Meltingarensím eru notuð til að skilja próteinið …
Hólmfríður á rannsóknarstofunni. Meltingarensím eru notuð til að skilja próteinið frá afskurðinum og er útkoman vara með mjög eftirsótta eiginleika. Samtals starfa níu manns hjá Iceprotein og Protis, öll með raunvísindagráður.

Á Sauðárkróki hefur orðið til efnilegt fyrirtæki í kringum hóp vísindamanna sem nýta nýjustu tækni og vísindi til framleiðslu á hágæða próteini sem fengið er úr þorskafskurði. Starfsemin hefur vakið verðskuldaða athygli og á dögunum fékk Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Iceprotein og Protis, viðurkenningu Félags kvenna í atvinnurekstri fyrir frumkvöðlastarf við nýtingu sjávarafurða.

Protis er núna með þrjár vörur á markaði og hafa þær fallið í kramið hjá íslenskum neytendum. Framundan er frekari vöruþróun og sala erlendis. Með því að nýta afskurðinn til próteingerðar er verið að breyta aukaafurð í hágæða fæðubótarefni sem má fá gott verð fyrir.

Aukin landvinnsla skapaði tækifæri

Saga systurfyrirtækjanna Iceprotein og Protis hefst árið 2005. Starfsmenn Rannsóknarstofu fiskiðnaðarins, sem síðar rann inn í Matís, stofnuðu þá Iceprotein í kringum rannsóknir og vinnslu á fiskpróteini. „Er Iceprotein í raun stofnað sem framleiðslufyrirtæki. Var framleiðslan sett upp í húsnæði Fisk Seafood á Sauðárkróki og notast við afskurðinn sem féll þar til við vinnslu á fiski. Fisk Seafood kaupir sig síðan inn í fyrirtækið árið 2009 og eignast 64% hlut,“ útskýrir Hólmfríður. „Lagst var í umfangsmikla stefnumótunarvinnu hjá Fisk árið 2012 sem leiðir til þess að ákveðið er að fækka frystitogurum félagsins og vinna meira af fiski í landi. Ég kem þá til starfa hjá Iceprotein og Fisk eignast þann rekstur að fullu. Um leið er Iceprotein breytt í rannsóknar- og þróunarfyrirtæki sem hefur einkum haft það hlutverk að styðja við vinnslu og þróun hjá Fisk Seafood, s.s. með mælingum og rannsóknum. Með aukinni landvinnslu skapaðist meira af afskurði til að vinna og þróuðu starfsmenn Iceprotein framleiðsluferil til að framleiða þurrkað fiskprótein. Í framhaldinu var Protis stofnað utan um framleiðslu og sölu á fæðubótarefnum úr fiskpróteini, undir merkjum Amínó Fiskprótín.“

Prótein sem berst hratt inn í blóðrásina

Í dag starfa sex manns hjá Iceprotein en þrír hjá Protis, allt fólk með háskólagráður á sviði raunvísinda. Fer próteinframleiðslan þannig fram að afskurðurinn er fyrst hakkaður og þá vatni og meltingarensímum bætt út í. Meltingarensímin brjóta niður próteinin rétt eins og gerist við meltingu próteina í líkamanum. Í framhaldinu eru niðurbrotin próteinin síuð frá og þurrkuð. Vörur Amínó Fiskprótín innihalda því einungis lítil prótein sem berast hratt inn í blóðrásina og eiga því að geta nýst líkamanum betur en flestir aðrir próteingjafar.

Eins og fyrr var nefnt eru þrjár vörur komnar á markað: „Amínó Fiskprótín 100% inniheldur eingöngu prótein og þykir gott fæðubótarefni fyrir fólk sem stundar líkamsrækt og íþróttir. Þar sem meltingarensím eru notuð við próteinvinnsluna má segja að próteinið sé formelt og hefst próteinupptakan strax í maganum. Þessi hraða upptaka kemur sér vel skömmu fyrir eða strax eftir æfingar enda berst próteinið hratt til vöðvanna,“ segir Hólmfríður og nefnir til samanburðar að alla jafna taki það líkamann um 40 mínútur að hefja upptöku hefðbundins próteins.

Vinsælasta vara Protis er Amínó Fiskprótín Liðir. Þar er um að ræða hylki sem innihalda blöndu próteins og efna sem vernda liði og styrkja brjósk. „Við próteinið blöndum við D- og C- vítamíni, mangani og dufti úr þurrkuðum sæbjúgum,“ útskýrir Hólmfríður.

Þriðja varan er Amínó Fiskprótín Létt og er í hylkjunum að finna blöndu sem hjálpar til við þyngdarstjórnun. „Auk þorskpróteins innihalda hylkin króm-pikkólínat og náttúrulegar trefjar sem skapa seddutilfinningu og seinka tæmingu magans.“

Samkeppni og sóknarfæri

Eru þreifingar á Noregsmarkaði hafnar og segir Hólmfríður að það þurfi stærri markað en þann íslenska ef reksturinn á að ná settum markmiðum. Eins og er dugar Protis sá afskurður sem kemur frá framleiðslu Fisk Seafood og er ekki fyrirhugað í bráð að kaupa afskurð annars staðar frá. Nefnir Hólmfríður að veiðar Fisk Seafood séu líka allar rekjanlegar og felist ákveðin tækifæri og sérstaða í því að vita nákvæmlega hvar og hvenær fiskurinn sem nýttur er til próteingerðarinnar var veiddur.

„Sérstaða vörunnar okkar liggur líka í því að hvergi annars staðar í heiminum er fiskprótein framleitt með þessum hætti og selt í þessu formi. Hráefnið er hreint og náttúrulegt, og hafa okkar aðferðir það fram yfir t.d. prótein sem gert er úr mysu eða úr plöntum að dýralyf, áburður og skordýraeitur kemur hvergi við sögu,“ segir Hólmfríður en viðurkennir að samkeppni á fæðubótarefnamarkaði er mjög hörð og Protis verði að keppa við fjölda framleiðenda um hylli neytenda.

Næstu skref munu felast bæði í markaðssetningu og frekari vöruþróun. Segir Hólmfríður að eftir að búið er að fjarlægja próteinið úr afskurðinum sitji eftir bein og roð sem í dag er nýtt til fóðurgerðar. Úr roðinu megi vinna kollagen og fá steinefni úr beinunum. „Þar sem stór kollagenverksmiðja mun senn taka til starfa á Suðurnesjum munum við ekki leggja ríka áherslu á þann þátt, en stefnum á að vera búin á þessu ári að klára rannsóknir á vinnslu steinefna, með áherslu á kalk úr fiskbeinum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,51 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,24 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 142,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 179,30 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,65 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 178,11 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Byr GK 59 Þorskfisknet
Þorskur 424 kg
Samtals 424 kg
23.4.24 Sigrún GK 97 Grásleppunet
Grásleppa 890 kg
Þorskur 56 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 950 kg
23.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.321 kg
Þorskur 285 kg
Skarkoli 89 kg
Steinbítur 16 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 1.715 kg
23.4.24 Anna ÓF 83 Grásleppunet
Grásleppa 674 kg
Þorskur 109 kg
Samtals 783 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,51 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,24 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 142,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 179,30 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,65 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 178,11 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Byr GK 59 Þorskfisknet
Þorskur 424 kg
Samtals 424 kg
23.4.24 Sigrún GK 97 Grásleppunet
Grásleppa 890 kg
Þorskur 56 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 950 kg
23.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.321 kg
Þorskur 285 kg
Skarkoli 89 kg
Steinbítur 16 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 1.715 kg
23.4.24 Anna ÓF 83 Grásleppunet
Grásleppa 674 kg
Þorskur 109 kg
Samtals 783 kg

Skoða allar landanir »