„Þetta eru erfiðar aðstæður“

Álsey VE 2 frá Vestmannaeyjum.
Álsey VE 2 frá Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson

„Þetta eru erfiðar aðstæður sem menn eru að vinna við. Á grunnu vatni, álandsvindur og stutt upp í fjöruna þarna,“ segir Jón Axelsson, skipstjóri á Álsey VE 2, í samtali við mbl.is. Áhöfnin á Álsey kom Vík­ing­i AK 100 til aðstoðar í gærkvöld þegar nót­in fór í skrúf­una og skipið rak að landi.

Bæði skipin voru við loðnu­veiðar við Vest­manna­eyj­ar og var Álsey nýkomin út á miðin og því heppilega staðsett til að koma Víkingi til hjálpar að sögn Jóns, enda fá skip úti á miðunum.

Nótin á Víkingi KA fór fyrst í hliðar­skrúf­una með þeim af­leiðing­um að drapst á henni. Þá rak skipið að nót­inni sem fór þá einnig í aft­ur­skrúf­una og Vík­ing­ur stefndi stjórn­laust að landi enda hvasst í veðri.

„Við komum bara út í gærkvöldi, við vorum að dæla úr nótinni úr Heimaey sem hafði fengið risakast og átti afgang,“ útskýrir Jón. Þá hafi Al­bert Sveins­son, skip­stjóri Vík­ings, kallað eftir aðstoð Jóns og áhafnar hans á Álsey og beðið þá að gefa sér tog. „Og við brugðumst skjótt við bara og komum þeim til aðstoðar og vorum þarna hjá þeim á meðan þeir voru að tryggja að nótin væri komin inn.

Taug var strengd á milli skipanna til að koma í veg fyrir að Víking ræki stjórnlaust í land og segir Jón það sem betur fer hafa gengið vel. „Það er meira bara svona til að tryggja öryggi skipsins að tengja á milli,“ segir Jón.

Mokveiði að loknu verkfalli

„Við erum oft að lenda í svona að aðstoða menn. Þetta er sem betur fer ekki mjög oft en á löngum skipstjóraferli þá hefur þetta komið fyrir. Það var sérstaklega algengt hérna á árum áður, í gamla daga, þegar menn voru kannski ekki með hliðarskrúfur og svona,“ svarar Jón, spurður hvort hann hafi áður tekist á við uppákomu sem þessa. „Þetta bara fór sem betur fer mjög vel.“

Frá því að samið var í kjaradeilunni og verkfalli sjómanna lauk segir Jón veiðar hafa gengið ákaflega vel. „Það er búin að vera mokveiði, mikið af loðnu á ferðinni, gríðarlega mikið. Og núna er bara bræla, suðvestan bræla og við bara höldum sjó hérna og bíðum eftir að það lygni. Vonandi lygnir með kvöldinu þá getum við farið að kasta aftur,“ segir Jón, sem líkt og aðrir skipverjar er feginn að vera aftur kominn út á miðin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »