Aldrei auðveldara að hafa fisk í matinn

Pétur Þorleifsson segir einfalt að elda fisk.
Pétur Þorleifsson segir einfalt að elda fisk. mbl.is/Golli

Norðanfiskur hleypti nýlega af stokkunum markaðsátaki í samstarfi við HB Granda. Er tilgangurinn að vekja athygli á ferskum fiski í bitum, sem Norðanfiskur selur núna í handhægum Skin Pack-umbúðum, og um leið að reyna að stuðla að aukinni neyslu á gullkarfa en sú fisktegund hefur til þessa verið sjaldséð á diskum landsmanna.

Pétur Þorleifsson er framkvæmdastjóri Norðanfisks og segir hann að fyrirtækið hafi tekið nýja pökkunarvél í notkun strax og sjómannaverkfalli lauk. „Fram að því höfðum við einbeitt okkur að sölu á frosnum fiski í verslanir, og eini ferski fiskurinn sem var fáanlegur frá okkur var grafinn og reyktur lax, og reyktur silungur.“

Skin Pack er ný tegund vakúmpakninga sem hefur verið að ryðja sér til rúms. Fiskbitunum er komið fyrir á plastspjaldi og örþunn filma lögð yfir um leið og pakkningin er lofttæmd. Filman leggst fullkomlega að bitanum og er svo fíngerð að má nánast finna áferð fisksins með því að þreifa á pakkningunni. „Þetta er mjög hentug pakkning, eykur líftímann og er falleg fyrir augað,“ segir Pétur.

Kjarninn í markaðsátakinu er vefsíðan Fiskurimatinn.is þar sem safnað hefur verið saman uppskriftum og matreiðslumyndböndum sem sniðin eru að þeim vörum sem Norðanfiskur framleiðir. „Við byrjum með fimm vörur: ferskan og maríneraðan gullkarfa, fersk þorskflök og svo lax, bæði ferskan og í kryddhjúp,“ útskýrir Pétur.

Ráðvillt í fiskbúðinni

Markmiðið með nýju pakkningunum og vefsíðunni er að reyna að gera fiskinn aðgengilegri, ekki síst fyrir unga fólkið. Pétur segir þekkt hvernig Saucy Fish náði miklum árangri á Bretlandsmarkaði með því að selja fisk í fallegum og handhægum umbúðum, í litlum skömmtum, en þar höfðu rannsóknir sýnt að þó að yngri kynslóðir vilji gjarnan borða meiri fisk þá veit unga fólkið ekki endilega hvernig það á að bera sig að við matreiðsluna eða hvað á að panta í fiskborðinu. „Má segja að með því að færa fiskinn í þennan búning sé hann hér um bil orðinn að skyndibita enda tekur t.d. ekki meira en 8 mínútur að gera maríneraða karfann tilbúinn á diskinn. Uppskriftirnar á Fiskurimatinn.is leiðbeina skref fyrir skref, og hjálpa fólki líka með meðlætið.“

Pétur segir ljóst að neytendur séu mjög vel meðvitaðir um að fiskur er hollur matur og gefi líkamanum bæði prótein, heilnæmar fitusýrur og D-vítamín. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á fiskneyslu á Íslandi benda þó til þess að hinn dæmigerði Íslendingur borði fisk í aðalrétt sjaldnar en tvisvar í viku. Bætir Pétur við að vísbendingar séu líka um að fólk borði fiskinn á veitingastöðum eða í mötuneytum, frekar en að elda fiskinn heima, og geti einmitt skýrst af því að því þyki eldamennskan ekki nógu viðráðanleg.

Verða framleiðendur líka að koma til móts við breyttar matarvenjur. „Fólk er ekki lengur að þverskera ýsu, eða lax, og sjóða eins og gert var hér áður fyrr. Neytendur vilja flök, helst í bitum, ýmist roðlaus eða með roði, og elda fiskinn í ofni eða á pönnu. Við seljum fiskinn í skömmtum sem duga fyrir tvo, en víða erlendis hefur þróunin verið á þann veg að fiskur er jafnvel seldur í einstaklingsskömmtum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,72 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 2.714 kg
Þorskur 637 kg
Steinbítur 25 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 3.392 kg
24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,72 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 2.714 kg
Þorskur 637 kg
Steinbítur 25 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 3.392 kg
24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »