Er ekki um að gera að sjá veisluna?

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, spurði fjármálaráðherra um gengisþróun og afkomu útflutningsgreina á Alþingi í dag. Eins og kom fram í gær hefur HB Grandi boðað endalok botnfiskvinnslu fyrirtækisins á Akranesi og 93 starfsmönnum verður sagt upp.

„Þróunin hefur verið okkur Íslendingum hagfelld um flest undanfarin ár. Við erum á sjöunda ári hagvaxtar í röð og tvö undangengin ár hafa farið saman mikill bati á viðskiptakjörum og ævintýralegur vöxtur ferðaþjónustunnar,“ sagði Steingrímur og bætti við að þá kynnu einhverjir að spyrja hvort allt væri ekki í himnalagi.

Eigum að læra af sögunni

„Er nokkur ástæða til að hafa áhyggjur af nokkrum sköpuðum hlut? Er ekki bara um að gera að sjá veisluna eins og einu sinni var sagt hér í þessum sölum?“ spurði Steingrímur og sagði ennfremur að ef sagan hefði kennt okkur eitthvað þá væri það að sjá fyrir tímanlega ef ójafnvægi væri að hlaðast upp í hagkerfinu.

Hann benti á að rekstrarumhverfi útflutningsgreina væri gjörbreytt og með sama áframhaldi muni það hafa mikil ruðningsáhrif. „Alvarlegast er þó auðvitað ef ójafnvægi hleðst upp í hagkerfinu sem á endanum leiðréttist harkalega á kostnað almennings og almennra lífskjara í landinu. Þar liggja skyldur okkar fyrst og fremst, að fljóta ekki sofandi eins og svo oft áður við að einhverju leyti sambærilegar aðstæður þar til almenningur fær að lokum harkalegan skell,“ sagði Steingrímur og spurði fjármálaráðherra nokkurra spurninga:

„Hvernig metur ráðherra stöðuna hvað varðar afkomu útflutningsgreina í ljósi mikillar styrkingar krónunnar á undanförnum misserum? Hafa stjórnvöld lagt mat á hvert sé æskilegt raungengi krónunnar með tilliti til samkeppnisstöðu útflutningsgreina og jafnvægis í hagkerfinu? Ef svo er, hvar liggur það jafnvægisgengi miðað við núverandi gengi krónunnar? Hafa stjórnvöld greint vægi einstakra þátta sem liggja til grundvallar styrkingar krónunnar að undanförnu, svo sem innstreymis vegna aukinna fjárfestinga erlendra aðila í hagkerfinu, hreyfingar sem tengjast afnámi hafta, vaxtar ferðaþjónustu o.s.frv? Hafa stjórnvöld lagt mat á líkleg ruðningsáhrif af núverandi sterku gengi krónunnar, ég tala nú ekki um ef það styrkist enn, á lítil og meðalstór sjávarútvegs- og ferðaþjónustufyrirtæki, tækni- og þekkingarfyrirtæki, sprotafyrirtæki og nýsköpun?“

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fljótandi króna tvíeggjað sverð

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði þetta líklega erfiðasta viðfangsefni í efnahagsmálum sem þjóðin fæst við þessi misserin og sagði fljótandi krónu tvíeggjað sverð. „Sterk króna eykur kaupmátt almennings en veikir samkeppnisstöðu fyrirtækja sem keppa á alþjóðamarkaði. Með sama hætti hjálpar veik króna útflutningsatvinnugreinum en þrengir að kjörum þeirra sem fá laun sín greidd í krónum,“ sagði Benedikt.

Benedikt sagði ljóst að raungengi krónunnar væri mörgum útflutningsaðilum afar erfitt og Áhrifamesta aðgerðin til þess að lækka gengi krónunnar væri án efa lækkun vaxta Seðlabankans. „Með lægri vöxtum innan lands væri hvati fjárfesta, einkum lífeyrissjóða, til að leita út fyrir landsteinana meiri en áður, auk þess sem slíkar fjárfestingar myndu dreifa áhættu af rekstri sjóðanna.“

„Þetta er nú ekki gamanmál“

Benedikt fullyrti að Viðreisn hefði einn flokka talað um peningamál fyrir kosningar síðasta haust. Uppskar hann hlátur úr þingsal. „Þetta er nú ekki gamanmál. Markmiðið er skýrt, miklar sveiflur á gengi og hátt vaxtastig eru skaðleg samfélaginu. Því miður eru engar skyndilausnir til í þessu máli. Peningastefnu þarf að fylgja eftir með aga í ríkisfjármálum. Aðgerðir þurfa að vera ígrundaðar, almennar og til langs tíma. Ríkisstjórnin hefur á sínum tveimur og hálfum mánuði hafið aðgerðir til að styrkja samkeppnisstöðu íslenskra atvinnugreina og mun halda því áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.4.24 395,03 kr/kg
Þorskur, slægður 15.4.24 544,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.4.24 458,86 kr/kg
Ýsa, slægð 15.4.24 259,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.4.24 102,15 kr/kg
Ufsi, slægður 15.4.24 252,99 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 15.4.24 243,14 kr/kg
Litli karfi 11.4.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.836 kg
Sandkoli 81 kg
Þorskur 64 kg
Grásleppa 32 kg
Samtals 2.013 kg
15.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 879 kg
Sandkoli 90 kg
Skrápflúra 59 kg
Grásleppa 38 kg
Þorskur 30 kg
Samtals 1.096 kg
15.4.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 2.130 kg
Þorskur 327 kg
Ýsa 33 kg
Samtals 2.490 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.4.24 395,03 kr/kg
Þorskur, slægður 15.4.24 544,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.4.24 458,86 kr/kg
Ýsa, slægð 15.4.24 259,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.4.24 102,15 kr/kg
Ufsi, slægður 15.4.24 252,99 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 15.4.24 243,14 kr/kg
Litli karfi 11.4.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.836 kg
Sandkoli 81 kg
Þorskur 64 kg
Grásleppa 32 kg
Samtals 2.013 kg
15.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 879 kg
Sandkoli 90 kg
Skrápflúra 59 kg
Grásleppa 38 kg
Þorskur 30 kg
Samtals 1.096 kg
15.4.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 2.130 kg
Þorskur 327 kg
Ýsa 33 kg
Samtals 2.490 kg

Skoða allar landanir »