Reiðarslag og „kerfismartröð“

Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert

Þróun mála á Akranesi, þar sem HB Grandi hefur boðað endalok bolfiskvinnslu fyrirtækisins og uppsögn 93 starfsmanna, var meðal þess sem bar á góma á Alþingi í dag. Þingmönnum þóttu tíðindin augljóslega alvarleg en skiptar skoðanir voru á því hvert rekja mætti vandann.

Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var fyrstur til að vekja máls á fregnunum og sagði ekki ofsögum sagt að um reiðarslag væri að ræða. Sagði hann þó að á fundi þingmanna norðvesturkjördæmis með bæjarfulltrúum og fulltrúum launþega hefði verið einhugur um að halda viðræðum við HB Granda áfram, sem væru haldbær rök fyrir fyrirtækið til að hinkra með ákvörðun sína um sinn.

Þingmaðurinn sagði að í stærra samhengi væri þetta ekki einangrað tilvik en mikil hækkun launa, styrking krónunnar og háir vextir settu fiskvinnslur um allt land í vanda. Þá væru gjöld á greinina, sem væru meiri en á aðrar útflutningsgreinar, verulega íþyngjandi. Ef raunverulegur vilji væri fyrir hendi til að treysta atvinnuskilyrði ætti lækkun viðkomandi gjalda að vera einn valkosta í stöðunni.

Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert

Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var á allt öðru máli. „Þetta er gömul saga og ný“ sagði hann um áhrif þess á byggðarlög þegar atvinnuskapandi fyrirtæki hyrfu á braut. Þannig opinberaðist sú „kerfismartröð“ sem menn vildu breyta en íhaldsöflin reyndu að verja með kjafti og klóm.

Talaði þingmanninn um nöturlegar kveðjur HB Granda til starfsmanna sem hefðu komið að uppbyggingu starfseminnar um árabil og sagði ákvörðun fyrirtæksins vott um samfélagslegt ábyrgðarleysi. Sagði hann að málið ætti að ýta við landsmönnum, þar sem verið væri að véla með sameiginlega auðlind. Þeir vilja meira og skeyta hvorki um skömm né heiður, sagði Guðjón og hvatti ríkisstjórnina til að ráðast í endurskoðun kvótakerfisins.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. mbl.is/Eggert

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokks, tjáðu sig einnig um málið í pontu.

Lilja sagði ákvörðun HB Granda óboðleg gagnvart því fólki sem hefði skapað þann arð sem fyrirtæki á borð við það hefðu rakað inn. Sagði hún ótækt að halda því fram að kvótakerfið væri ekki vandinn. Líkti hún þróuninni við blóðtappa sem hefði greinst víðar og sagði brandara að tala um það að lækka veiðigjöld á fyrirtæki sem greiddu milljarða í arð. Sagði hún kvótakerfið hafa skapað atvinnuóöryggi meðal þeirra sem ynnu við sjávarútveg.

Eygló óskaði eftir því að fundað yrði um málið innan þingsins og beinti orðum sínum til Páls Magnússonar, formanns atvinnuveganefndar. Sagði hún brýnt að fjalla um það þegar kallað væri eftir því að lækka veiðigjöld og sagði mikilvægt að ræða það ef menn teldu að vandann mætti fyrst og fremst rekja til kvótakerfisins.

Þingmaðurinn sagði málið hins vegar enn meira aðkallandi ef vandinn væri stærri; þ.e. ef hann mætti rekja til þróunar gengisins og erfiðari stöðu útflutningsgreinanna.

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »