HB Grandi taki áfram þátt í samfélaginu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Eggert

Eðlilegt er að tala um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja þegar við blasa mögulegar hópuppsagnir HB Granda á Akranesi. Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, í samtali við mbl.is. Ekki kemur til greina að lækka veiðigjöld að hennar mati, jafnvel frekar að hækka þau.

Þorgerður er spurð út í ummæli Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, þar sem hún sagði fyrirtæki hefðu fengið boð um að flytja afurðavinnslu sína til útlanda.

„Heiðrún Lind er örugglega að reyna að draga fram þá mynd sem blasir við mörgum vinnslum, að það er eflaust þungur rekstur. En ég held það hins vegar að þetta sé ekki heppilegt innlegg í þessa umræðu um sjávarútveginn,“ segir Þorgerður.

Ábyrgðin hefur verið meginreglan

Hugtakinu um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja hefur að undanförnu borið fyrir í samfélagsumræðunni um þetta málefni.

„Við horfum á sjávarútveginn þannig að það er búið að byggja öruggt og traust umhverfi í kringum hann með aðkomu margra aðila,“ segir Þorgerður, „útgerðarmanna en ekki síður stjórnmálamanna og alls samfélagsins, lítilla samfélaga sem stórra, í gegnum þessa takmörkuðu auðlind sem fiskurinn okkar er. Það er því ekki að ástæðulausu sem rætt er um samfélagslega ábyrgð.“

Hún segist þó vilja undirstrika það að það sé mun frekar meginreglan heldur en hitt, að fyrirtæki í sjávarútvegi sýni umrædda ábyrgð.

„En það er eðlilegt, í samhengi við þessar mögulegu uppsagnir á Akranesi, að menn tali um þessa samfélagslegu ábyrgð. Ekki síst þegar svona stór fyrirtæki eiga í hlut, sem eru með mestu aflahlutdeildina í þorski.“

HB Grandi hefur sagt rekstrarumhverfi botnfiskvinnslu erfitt vegna gengis krónunnar.
HB Grandi hefur sagt rekstrarumhverfi botnfiskvinnslu erfitt vegna gengis krónunnar. mbl.is/Golli

Kemur ekki til greina að lækka veiðigjöld

Spurð hvort til greina komi að lækka veiðigjöld svarar Þorgerður neitandi.

„Það kemur ekki til greina. Það er miklu frekar að menn horfi til þess að hækka þau, því að mínu mati er það hluti af því að ná sáttinni. En þetta verður nefndarinnar að meta, sem ég mun skipa þegar ég er búin að fá tilnefningar frá öllum flokkunum á þingi.

En það kemur ekki til greina að lækka veiðigjöldin eða framlengja þann afslátt sem veittur hefur verið. Það var ekki heppileg regla í upphafi og að mínu mati er ekki rétt að framlengja hana.“

Hlutverk ofangreindrar nefndar segir Þorgerður verða að ákvarða það gjald sem taka á fyrir nýtingarrétt auðlinda og fyrirkomulag þeirrar gjaldtöku, „með tilliti til þess að leita sátta á meðal þjóðarinnar, áframhaldandi hagræðingar, hagkvæmni og sjálfbærrar nýtingar sjávarútvegsins, sem er okkar helsti styrkleiki á hinu alþjóðlega sviði.“

Bindur vonir við viðræðurnar

Hún viðurkennir að gagnrýna megi viðmiðunarár veiðigjaldanna.

„En sjávarútvegsfyrirtækin eru meðvituð um þessa reglu og þá eiga þau að gera ráð fyrir því í rekstri. Reksturinn gekk mjög vel fyrir tveimur árum og þess vegna hækka veiðigjöldin núna. Það má gagnrýna þetta fyrirkomulag en þetta er reglan núna og við förum eftir henni.“

Spurð að lokum hvort til greina komi einhvers konar inngrip stjórnvalda eða aðgerðir vegna mögulegra uppsagna HB Granda á Akranesi, segist Þorgerður binda vonir við að stjórnarfundurinn, sem lauk nú eftir hádegi, leiði til þess að rætt verði við Akranes um áframhaldandi vinnslu í bæjarfélaginu.

„Og að þeir verði áfram, eftir áratugaraðir, öflugur þátttakandi í því samfélagi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 446,51 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,26 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.4.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 1.464 kg
Þorskur 52 kg
Samtals 1.516 kg
20.4.24 Kristín ÞH 15 Grásleppunet
Grásleppa 2.145 kg
Þorskur 43 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 2.191 kg
20.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 294 kg
Ýsa 283 kg
Steinbítur 229 kg
Keila 38 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 848 kg
20.4.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 1.484 kg
Þorskur 1.163 kg
Samtals 2.647 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 446,51 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,26 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.4.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 1.464 kg
Þorskur 52 kg
Samtals 1.516 kg
20.4.24 Kristín ÞH 15 Grásleppunet
Grásleppa 2.145 kg
Þorskur 43 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 2.191 kg
20.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 294 kg
Ýsa 283 kg
Steinbítur 229 kg
Keila 38 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 848 kg
20.4.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 1.484 kg
Þorskur 1.163 kg
Samtals 2.647 kg

Skoða allar landanir »