Breytingar hjá Eskju og Kambi

Núverandi húsnæði Kambs mun vera orðið of lítið fyrir starfsemina …
Núverandi húsnæði Kambs mun vera orðið of lítið fyrir starfsemina og því hafi verið tekin ákvörðun um þessar breytingar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Um fjórðungur þeirra 20 starfsmanna sem Eskja sagði upp í vikunni í fiskvinnslu sinni í Hafnarfirði fær væntanlega vinnu hjá Kambi, sem keypti fasteign Eskju við Óseyrarbraut ásamt tækjum og búnaði. Enginn kvóti skipti um eigendur samfara þessum viðskiptum.

Kambur stór í krókakerfinu og nýr bátur frá Trefjum

Kambur hefur rekið fiskvinnslu að Fornubúðum í Hafnafirði og unnið þar afla af tveimur minni bátum, Steinunni HF og Kristjáni HF. Grunnur er dótturfélag Kambs og samkvæmt yfirliti Fiskistofu er Grunnur með næstmesta hlutdeild í krókaaflamarkskerfinu, samtals 1.808 þorskígildistonn. Hjálmar á Fáskrúðsfirði er stærsta fyrirtækið í því kerfi með 4,3% hlutdeilda og síðan koma Grunnur í Hafnarfirði og Jakob Valgeir í Bolungarvík með um 4,1% hvor útgerð.

Að sögn Hinriks Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Fiskvinnslunnar Kambs hf., gerði fyrirtækið nýlega samning við Trefjar í Hafnarfirði um smíði á nýjum fullkomnum báti fyrir útgerðina. Gert er ráð fyrir að hann verði afhentur um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Nýi báturinn verður 30 metra langur og 15 tonn, eða eins stór og krókakerfið leyfir. Hinrik segir að nýsmíðin eigi að leysa minni bátana af hólmi, en um borð verði miklu betri aðstaða fyrir mannskap og aðstaða skapist til betri meðferðar á fiski.

Frá Flateyri til Hafnarfjaðar

Hinrik segir að núverandi húsnæði Kambs sé orðið of lítið fyrir starfsemina og því hafi verið tekin ákvörðun um þessar breytingar. Í Eskjuhúsinu sé betri aðstaða til móttöku afla og kælingar og þar séu einnig lausfrystar sem gefi möguleika á að frysta fisk, en hagur sé í því að geta bæði flutt út ferskt og frosið. Fyrirtækið hafi einkum flutt út ferskan fisk til Bandaríkjanna og Kanada en einnig til Evrópu.

Hann segir að starfsemi Kambs sé fullmönnuð en gerir sér vonir um að geta ráðið 4-6 af starfsmönnum Eskju þegar Kambur byrjar starfsemi á nýjum stað í maímánuði.

Kambur er fjölskyldufyrirtæki og hefur verið með starfsemi í Hafnarfirði frá árinu 2009. Áður hafði Hinrik rekið fiskvinnslu og útgerð á Flateyri í 25 ár.

Engin áform eru uppi um að hefja bolfiskvinnslu á ný …
Engin áform eru uppi um að hefja bolfiskvinnslu á ný á Eskifirði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Afli Hafdísar SU verður seldur á mörkuðum

Páll Snorrason, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Eskju, segir að fyrirtækið hyggist áfram gera út línubátinn Hafdísi SU. Hins vegar verði sú breyting á að í stað þess að vinna aflann í Hafnarfirði verði hann seldur á mörkuðum. Þessar breytingar hafi í för með sér uppsagnir 20 starfsmanna Rekstrarfélags Eskju við fiskvinnslu í Hafnarfirði.

Hafdísin hefur veitt um 1.700 tonn af bolfiski síðustu ár, en Eskja á um fjögur þúsund þorskígildistonn af bolfiski í stóra kerfinu. Báturinn hefur stundað veiðar víða í kringum landið og hefur aflanum verið ekið til vinnslu í Hafnarfirði og síðan verið fluttur út ferskur.

Verri rekstrarskilyrði og útlitið er ekki gott

Páll segir að ástæður þess að fyrirtækið hætti landvinnslu séu nokkrar, en reksturinn hafi þyngst síðustu mánuði. „Því er ekki að neita að gengisþróunin, aukinn launakostnaður, áhrif sjómannaverkfallsins og fleiri þættir eiga hlut í þessari ákvörðun. Almennt hafa rekstrarskilyrði versnað og útlitið er ekki gott,“ segir Páll. Hann segir engin áform uppi um að hefja bolfiskvinnslu á ný á Eskifirði, en starfsemi í frystihúsinu á staðnum var hætt haustið 2007.

Páll segir að Eskja muni einbeita sér enn frekar að veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski, en nýtt uppsjávarfrystihús var tekið í notkun á Eskifirði í vetur. Páll segir að loðnuvertíð hafi gengið mjög vel hjá Eskju í vetur og alls hafi verið tekið á móti 28 þúsund tonnum. Í nýja húsinu voru 7.100 tonn af afurðum fryst í vetur og segir Páll að fram að makríl- og síldarvertíð verði unnið að því að ljúka ýmsu sem var ógert þar þegar vertíð hófst.

Skip Eskju náðu einum túr á kolmunnamið vestur af Írlandi áður en kolmunninn gekk af alþjóðahafsvæðinu inn í írska lögsögu. Páll segir að nú sé beðið eftir því að kolmunninn fari að veiðast í færeyskri lögsögu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 1.264 kg
Þorskur 164 kg
Skarkoli 115 kg
Rauðmagi 20 kg
Samtals 1.563 kg
25.4.24 Loftur HU 717 Handfæri
Þorskur 408 kg
Karfi 74 kg
Ufsi 35 kg
Samtals 517 kg
25.4.24 Von HU 170 Grásleppunet
Grásleppa 1.092 kg
Skarkoli 590 kg
Þorskur 502 kg
Ýsa 97 kg
Steinbítur 6 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.290 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 1.264 kg
Þorskur 164 kg
Skarkoli 115 kg
Rauðmagi 20 kg
Samtals 1.563 kg
25.4.24 Loftur HU 717 Handfæri
Þorskur 408 kg
Karfi 74 kg
Ufsi 35 kg
Samtals 517 kg
25.4.24 Von HU 170 Grásleppunet
Grásleppa 1.092 kg
Skarkoli 590 kg
Þorskur 502 kg
Ýsa 97 kg
Steinbítur 6 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.290 kg

Skoða allar landanir »