Hafnarbætur á Akranesi verði undirbúnar

Á mögulegri landfyllingu er reiknað með að HB Grandi byggi …
Á mögulegri landfyllingu er reiknað með að HB Grandi byggi upp aðstöðu.

Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að fela Gísla Gíslasyni hafnarstjóra að halda áfram tæknilegum undirbúningi hafnarbóta á Akranesi og gera ráð fyrir þeim í framkvæmdaáætlun þegar ljóst yrði að af þeim gæti orðið.

Samhliða óskaði stjórnin eftir því að Akraneskaupstaður annaðist nauðsynlega skipulagsvinnu vegna þeirra tillagna sem liggja fyrir í samantekt um starfsemi, skipulag og þróun Akraneshafnar.

Í samþykktinni vísar hafnarstjórn til þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað varðandi starfsemi HB Granda hf. á Akranesi.

Árið 2007 samþykkti stjórnin að fyrirtækið væri reiðubúið til framkvæmda sem myndu tryggja bætta starfsaðstöðu HB Granda á Akranesi, með þeim fyrirvara að skipulag svæðisins heimilaði umræddar framkvæmdir og að samkomulag lægi fyrir milli Faxaflóahafna sf. og HB Granda um verkefnið.

Í október árið 2014 var stjórn Faxaflóahafna sf. kynnt aðstöðuþörf HB Granda hf. á Akranesi og á fundi í nóvember sama ár var hafnarstjóra falið að kynna Akraneskaupstað og HB Granda hugmyndir að útfærslu mögulegra framkvæmda.

Langisandur á Akranesi.
Langisandur á Akranesi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Raunhæft að byggja 40.000 fermetra landfyllingu

„Á fundi stjórnar í apríl 2015 voru frumtillögur lagðar fram og samþykkt að kynna þær HB Granda og Akraneskaupstað. Í viðræðum við Akraneskaupstað og HB Granda var með sama hætti og árið 2007, tekið jákvætt í óskir um landfyllingu og bætta aðstöðu innan hafnar að því tilskildu að fyrir lægi samkomulag aðila og að skipulag heimilaði umræddar framkvæmdir,“ segir í samþykktinni.

Fyrir fund hafnarstjórnar á miðvikudagsmorgun var lögð fram samantekt Gísla Gíslasonar um starfsemi, skipulag og þróun Akraneshafnar. Þar kemur m.a. fram að raunhæft sé að byggja um það bil 40.000 fermetra landfyllingu með tilheyrandi sjóvörn. Kostnaður við landfyllinguna er gróflega metinn án virðisaukaskatts um 1,2-1,3 milljarðar króna en á móti komi að við úthlutun lóðar yrðu greidd af henni lóðagjöld.

Á landfyllingunni verða skipulagðar lóðir fyrir starfsemi HB Granda, m.a. fyrir fiskvinnsluhús, frystigeymslu og uppsjávarvinnsluhús. Þá yrði ráðist í fleiri framkvæmdir til þess að bæta aðstöðuna í Akraneshöfn og auka öryggi í höfninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.4.24 395,03 kr/kg
Þorskur, slægður 15.4.24 544,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.4.24 458,86 kr/kg
Ýsa, slægð 15.4.24 259,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.4.24 102,15 kr/kg
Ufsi, slægður 15.4.24 252,99 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 15.4.24 243,14 kr/kg
Litli karfi 11.4.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.836 kg
Sandkoli 81 kg
Þorskur 64 kg
Grásleppa 32 kg
Samtals 2.013 kg
15.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 222 kg
Sandkoli 90 kg
Skrápflúra 59 kg
Grásleppa 38 kg
Þorskur 30 kg
Samtals 439 kg
15.4.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 2.130 kg
Þorskur 327 kg
Ýsa 33 kg
Samtals 2.490 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.4.24 395,03 kr/kg
Þorskur, slægður 15.4.24 544,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.4.24 458,86 kr/kg
Ýsa, slægð 15.4.24 259,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.4.24 102,15 kr/kg
Ufsi, slægður 15.4.24 252,99 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 15.4.24 243,14 kr/kg
Litli karfi 11.4.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.836 kg
Sandkoli 81 kg
Þorskur 64 kg
Grásleppa 32 kg
Samtals 2.013 kg
15.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 222 kg
Sandkoli 90 kg
Skrápflúra 59 kg
Grásleppa 38 kg
Þorskur 30 kg
Samtals 439 kg
15.4.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 2.130 kg
Þorskur 327 kg
Ýsa 33 kg
Samtals 2.490 kg

Skoða allar landanir »