Segja svigrúm til að bæta við kvóta

Strandveiðitímabilið hefst 2. maí.
Strandveiðitímabilið hefst 2. maí. mbl.isÁrni Sæberg

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um strandveiðarnar í sumar. Strandveiðitímabilið hefst 2. maí og stendur til 31. ágúst 2017. Ráðuneytið reiknar með að útgefin veiðileyfi verði um 700. Í fyrra stunduðu 665 bátar strandveiðar.

Ráðherra ákvað að hækka heildaraflaheimildir úr 9.000 tonnum í 9.200 tonn. Aukningin, 200 tonn, verður öll á svæði D, sem nær frá Hornafirði til Borgarbyggðar. Í fyrra var kvótinn á svæði D minnkaður um 200 tonn og vakti það mikla reiði meðal strandveiðimanna á svæðinu, en þeir voru 122 talsins. Félagar í Smábátafélaginu Hrollaugi á Hornafirði lýstu m.a. yfir vantrausti á Gunnar Braga Sveinsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra.

Önnur ákvæði um veiðisvæði, veiðidaga, hámarksafla á dag og fjölda handfærarúlla verða óbreytt frá fyrri árum. Veitt er með handfærum og eru veiðarnar stundaðar fjóra daga í viku, mánudaga til fimmtudaga.

Við úthlutun aflaheimilda er byggt á svæðaskiptingu; svæði A) nær frá A. Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps, svæði B) nær frá Strandabyggð til Grýtubakkahrepps og svæði C) nær frá Þingeyjarsveit til Djúpavogshrepps. Gefinn er upp hámarksafli á hverju svæði fyrir hvern mánuð og eru veiðarnar stöðvaðar þegar því marki er náð.

Strandveiðar hófust fyrst í júní 2009 og var heildarmagnið þá 4.000 tonn.

Gæðin eru sögð hafa verið í hámarki undanfarin sumur.
Gæðin eru sögð hafa verið í hámarki undanfarin sumur. mbl.is/Eggert

Heimildir verði rýmkaðar

„Við áttum von á mun meiri viðbót en þessum 200 tonnum sem ráðherrann setur í kerfið,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, en fagnar um leið að afli sé aukinn að nýju á svæði D. Smábátasjómenn hafa óskað eftir því að veiðiheimildir verði rýmkaðar þannig að hægt verði að velja um 12 veiðidaga innan hvers mánaðar. Nú liggi fyrir á Alþingi tvö frumvörp sem nálgist það sjónarmið. Örn segist ekki úrkula vonar um að málið verði afgreitt á þinginu.

Segist hann vona að sjávarútvegsráðherra bæti meiri kvóta við kerfið þegar líður á strandveiðivertíðina. Smábátasjómenn telji að það sé mjög mikið svigrúm til að bæta við kvóta strandveiðanna því það hafi veiðst miklu minna af þorski á þessu ári en útgefinn heildarafli segi til um.

„Það er virkileg þörf á því núna, fiskverð er lágt og allur tilkostnaður hefur aukist. Síðan má búast við að töluverð eftirspurn verði eftir fiski yfir sumarmánuðina. Strandveiðiflotinn hefur svarað eftirspurninni mjög vel. Gæðin hafa verið í toppi undanfarin sumur og virkilegur áhugi hjá fiskkaupendum að kaupa fisk af strandveiðiflotanum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »