Gríðarlegt álag á Vaktstöðina

Varðskipið Þór hífði bátinn upp og flutti hann inn til …
Varðskipið Þór hífði bátinn upp og flutti hann inn til Ísafjarðar. mbl.is/Halldór Sveinbjornsson

Vélbáturinn Jón Hákon BA fórst á Vestfjarðamiðum að morgni 7. júlí 2015. Einn maður fórst en þrír skipverjar björguðust í nærstaddan bát.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa gaf út skýrslu um þetta sjóslys í byrjun ársins. Morgunblaðið hefur áður fjallað um þessa skýrslu í tveimur greinum. Þar var sjónum beint að ofhleðslu skipa og ástandi gúmmíbjörgunarbáta. Hér verður fjallað um vöktunarkerfi íslenska skipaflotans.

Fram kemur í skýrslunni að samkvæmt upplýsingum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og Vaktstöðvar siglinga er mikið álag á starfsmenn þegar um mikla sjósókn er að ræða eins og var þann dag sem Jón Hákon fórst. Þá geti viðvaranir um brottfall skipa og báta úr sjálfvirka auðkenningarkerfinu skipt hundruðum.

Á tímabilinu kl. 6.30 til 8.30 þriðjudaginn 7. júlí 2015 voru þegar mest var alls 531 íslensk skip og bátar á sjó. Alls bárust 24 viðvaranir um að tilkynningar frá skipi eða bátum hefðu ekki borist á þessu tímabili. Í slíkum tilfellum er farið í að hafa samband við viðkomandi skip eða báta eftir tímaröð eða forgangsraðað m.t.t. veðurs, sjólags, staðsetningar o.s.fr.v..

Af þeim 24 skipum og bátum sem viðvörun barst frá á þessu tveggja stunda tímabili byrjuðu 15 að senda tilkynningu aftur sjálfkrafa en níu þeirra ekki og þurfti þá að hafa uppi á þeim með öðrum hætti. Þannig myndaðist biðröð á þessum tíma þar sem illa gekk að ná sambandi við bát sem var fyrir austan land og tvo aðra sem voru suðvestur af Reykjanesi.

Jóni Hákoni komið aftur á flot.
Jóni Hákoni komið aftur á flot. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Nokkrir bátar í nágrenninu

Þessir bátar voru einskipa og talsvert langt úti. Jón Hákon var hins vegar í innan við einnar sjómílu fjarlægð frá næstu tveimur bátum og aðrir fjórir bátar í rúmlega einnar sjómílu fjarlægð frá honum. Í heildina voru 25 skip og bátar í innan við fimm sjómílna fjarlægð frá þeim stað þar sem Jón Hákon var staddur þegar tilkynningar frá honum hættu að berast.

Jón Hákon hætti að senda tilkynningar kl. 7.29 en vegna fyrrgreindrar biðraðar var fyrst reynt að ná sambandi við bátinn kl. 7.59 þegar önnur viðvörun barst. Því liðu 30 mínútur frá síðustu tilkynningu þar til reynt var að ná sambandi. Fyrst var reynt að ræsa sendingu frá skipinu handvirkt en þegar það bar ekki árangur var kallað á það á neyðarrás VHF 16. Einnig var kallað á skipið með stafrænu valkalli (DSC).

Það var endurtekið nokkrum sinnum auk þess sem reynt var að hringja um borð. Kl. 8.09 var hringt í nærstaddan bát, þar sem enginn á svæðinu brást við uppköllum á VHF-rás 16 um eftirgrennslan eftir skipinu. Í því símtali kom fljótlega í ljós að skipverjar á Mardísi ÍS sáu eins konar þúst á sjónum og áttuðu sig strax á að eitthvað var ekki í lagi.

Skipstjóri Mardísar setti á fulla ferð á staðinn þar sem Jón Hákon flaut á hvolfi. Stjórnstöð LHG/VSS bað skipverja Mardísar að kalla til nærstaddra báta og biðja þá um að koma til aðstoðar. Í stjórnstöð LHG/VSS var þegar kölluð út þyrla og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þá var sent út „Mayday relay“ á rás 16.

Báturinn fórst á Vestfjarðamiðum að morgni 7. júlí 2015.
Báturinn fórst á Vestfjarðamiðum að morgni 7. júlí 2015. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Hlustun á neyðarrás ábótavant

Samkvæmt mati stjórnstöðvar LHG/VSS er hlustun á neyðarrásina VHF 16 ekki nægjanlega góð hjá íslenskum skipum þótt finna megi marga sem eru til fyrirmyndar í þessum efnum. Ef skipstjórnendur sinntu hlustun betur myndi hvert mál er varðar brottfall skipa og báta úr sjálfvirkri tilkynningaskyldu, taka mun skemmri tíma

Fram kom að skipstjórar viðurkenna þetta og segjast mest hlusta á VHF-rás 9.

Í skýrslu stjórnstöðvar LHG/VSS segir m.a.:

„Það getur tekið mikinn tíma að komast í samband við skip og báta með allskonar krókaleiðum til að fá það staðfest að það sé í lagi með þá.

Eftir að NMT kerfið var lagt niður eru sérstakir símar ekki skráðir á bátana og ef símanúmer er skráð þá er alls óvíst að sá sími sé um borð því að þetta eru í flestum tilfellum lausir GSM símar. Það er því ekki óalgengt að fyrst þurfi að fara inn í lögskráningarkerfið og finna út hverjir séu um borð. Síðan að fara í símaskrána og freista þess að GSM símar séu skráðir á skipverja og þeir uppgefnir í símaskránni.

Ef svo er þá er að vona að þeir séu með þá um borð. Ef ekki þá er brugðið á það ráð að hafa samband við útgerðina eða aðstandendur til að reyna að fá uppgefið númer sem hægt er að ná í. Ef allt þetta bregst þá er að sjálfsögðu reynt að ná í nærliggjandi skip eða báta og beðið um að reynt sé að ná sambandi þá leiðina eða hreinlega fara að svipast um eftir skipinu eða bátnum. Svona var ástandið að morgni 07.07. 2015.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.24 477,85 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.24 568,87 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.24 324,35 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.24 266,28 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.24 217,36 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.24 257,51 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 17.4.24 163,22 kr/kg
Litli karfi 16.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.4.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Ýsa 10.061 kg
Karfi 5.572 kg
Langa 958 kg
Samtals 16.591 kg
17.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 1.544 kg
Steinbítur 551 kg
Þorskur 240 kg
Hlýri 99 kg
Skarkoli 96 kg
Langa 10 kg
Keila 6 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.548 kg
17.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.222 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 36 kg
Samtals 2.066 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.24 477,85 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.24 568,87 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.24 324,35 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.24 266,28 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.24 217,36 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.24 257,51 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 17.4.24 163,22 kr/kg
Litli karfi 16.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.4.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Ýsa 10.061 kg
Karfi 5.572 kg
Langa 958 kg
Samtals 16.591 kg
17.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 1.544 kg
Steinbítur 551 kg
Þorskur 240 kg
Hlýri 99 kg
Skarkoli 96 kg
Langa 10 kg
Keila 6 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.548 kg
17.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.222 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 36 kg
Samtals 2.066 kg

Skoða allar landanir »