Hyggst skipa nefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sjávarútvegsráðherra hyggst skipa nefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi, en lög um stjórn fiskveiða eru til umræðu innan stjórnkerfisins. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu en þar segir ráðherra að nefndin gæti tekið málið upp.

Vísað er til þess að áform HB Granda um að hætta landvinnslu á Akranesi hafi orðið til þess að viss ákvæði laga um stjórn fiskveiða eru til skoðunar innan stjórnkerfisins. Undir sé fyrsta grein fiskveiðistjórnunarlaganna, en þar segi meðal annars að lögin eigi að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið. Málefni HB Granda dragi fram mikilvægi þess að allt fyrsta ákvæði laganna sé virkt, en ekki aðeins hluti þess. Það sé ekki óeðlilegt að menn spyrji sig hvenær jafnvægi milli hagræðingar innan greinarinnar og byggðafestu sé komið í uppnám – og áform HB Granda á Akranesi dragi þetta skýrt fram. Aðspurð hvort málið sé komið svo langt að lagabreyting sé íhuguð segir hún svo ekki vera, að því er fram kemur í Fréttablaðinu.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.6.17 190,21 kr/kg
Þorskur, slægður 22.6.17 238,27 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.6.17 324,41 kr/kg
Ýsa, slægð 22.6.17 279,12 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.6.17 81,15 kr/kg
Ufsi, slægður 22.6.17 114,11 kr/kg
Djúpkarfi 22.6.17 56,00 kr/kg
Gullkarfi 22.6.17 84,05 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.17 193,00 kr/kg
Blálanga, slægð 22.6.17 123,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.6.17 Otur SI-003 Handfæri
Þorskur 235 kg
Samtals 235 kg
21.6.17 Nykur SU-999 Handfæri
Þorskur 622 kg
Ufsi 340 kg
Samtals 962 kg
21.6.17 Magga SU-026 Handfæri
Þorskur 210 kg
Samtals 210 kg
21.6.17 Tara SK-025 Handfæri
Þorskur 688 kg
Samtals 688 kg
21.6.17 Þeyr SU-017 Handfæri
Þorskur 764 kg
Ufsi 23 kg
Samtals 787 kg

Skoða allar landanir »