„Verður ekki mikið íslenskara“

Jarðhiti Reykjanessins er nýttur til að þurrka fiskhausana.
Jarðhiti Reykjanessins er nýttur til að þurrka fiskhausana.

„Okkar markaður hefur verið Nígería í mörg ár, er það ennþá og verður alltaf. En það er gott að eiga aðra möguleika.“

Þetta segir Halldór Smári Ólafsson, framleiðslustjóri Haustaks á Reykjanesi, sem kynna mun afurðir sínar, þurrkaða fiskhausa og -bein, á sjávarútvegssýningunni í Brussel nú í lok aprílmánaðar.

Í samtali við 200 mílur segir Halldór að markaðurinn í Nígeríu hafi reynst erfiður undanfarin ár. Þar sé slæmt efnahagsástand og tollar hafi verið auknir. Verð á skreið til Nígeríu hafi því lækkað um 50% og sé ennþá í lægð.

„En það er engin önnur útgönguleið fyrir allt þetta magn af hausum og beinum. Það verður að koma þessu í þennan farveg, annars þarf bara að grafa þetta. Á meðan við losnum við afurðirnar þá gengur þetta upp, en það gefur hins vegar enga ástæðu til að hætta að leita að nýjum mörkuðum.“

Hluti af matarhefð þjóðflokksins

Nígería er fjölmennt land, í raun það sjöunda fjölmennasta hér á jörðu, en það eru þó aðeins nokkur prósent þjóðarinnar sem leggja sér skreið til munns, að sögn Halldórs.

„Það er í raun bara einn þjóðflokkur inni í landinu sem gerir það. En þó að þetta sé lokaður hópur þá er þetta alltaf gríðarlega stór markaður. Og þeir vilja alltaf vöruna, þeir þurfa þennan mat, þetta er hluti af þeirra matarhefð.“

Halldór segir að í gegnum árin á sýningunni í Brussel hafi Haustaksmenn meðal annars kynnst mörkuðum í Kína og Suður-Kóreu.

„Þar er þetta borðað en þeir þekkja það kannski ekki svona þurrkað eins og Nígeríumenn. Til þess að svo megi verða þarf að finna réttu mennina sem eru reiðubúnir að prófa. En þangað eru fluttir gámar af frosnum hausum, óþurrkuðum.“

Þurrkunarferlið tekur um það bil þrjár vikur að sögn Halldórs.
Þurrkunarferlið tekur um það bil þrjár vikur að sögn Halldórs.

Ferlið tekur þrjár vikur

Mun hagkvæmara sé þó að þurrka afurðina. „Þegar við þurrkum þá komum við fimm sinnum fleiri hausum í gáminn. Það er náttúrlega lykilhluti í þessari aðferð. Og þegar þetta er komið á áfangastað, ef þú þurrkar þetta rétt, þá geymist varan lengi, þú þarft ekki frystikistur undir þetta.“

Þorbjörn hf. og Vísir hf. eiga Haustak til helminga og þaðan kemur hráefnið í framleiðsluna að mestu.

„Fiskurinn er unninn og hausaður í Grindavík, það er náttúrlega það fyrsta sem er gert. Þannig að þetta er komið til okkar samdægurs eða degi seinna. Þá tekur við þessi hefðbundna þurrkvinnsla, við setjum hausana á grindur og beinin í bandaklefa. Allt í allt tekur ferlið um það bil þrjár vikur.“

Haustak stendur við Reykjanesvita og þar er þurrkað allt árið með jarðhita sjálfs Reykjanessins. Fyrirtækið er í raun hluti svonefnds auðlindagarðs HS Orku og nýtir orku virkjunarinnar í vinnsluna.

„Við höfum aðgang að jarðhitanum allt árið og getum þar af leiðandi alltaf verið að. Þarna er verið að nýta jarðhita til að varðveita matvæli og það er þekking sem getur gagnast víða. Það eru margar þjóðir sem eiga nóg af jarðhita en fáar leiðir til að auka geymsluþol matvæla sinna,“ segir Halldór og bætir við að með tækni Haustaks sé hægt að þurrka hvað sem er, ávexti og grænmeti þar á meðal.

Reynt er að nýta allan fiskinn í afurðir nú á …
Reynt er að nýta allan fiskinn í afurðir nú á dögum.

Reyna að koma með allt í land

Hátt í fimmtíu manns starfa í dag hjá fyrirtækinu og ljóst má vera að fjöldinn væri ekki svo mikill ef fiskhausarnir skiluðu sér ekki í land, en þrátt fyrir langa hefð þurrkunar hér á landi var hausum áður fyrr hent frá borði í tonnatali. Sú tíð er liðin að sögn Halldórs.

„Það reyna allir að koma með allt í land núna. Þetta er allt orðið hráefni.“

Blaðamaður hefur á orði að í fyrirtækinu sameinist tvennt sem einna helst einkennir Ísland, jarðhiti og fiskur.

„Já, það verður ekki mikið íslenskara,“ segir Halldór. „Það er náttúrlega líka hluti af þessu, öll tæknin, forritun, tæki og tól, þetta verður til hérna heima. Öll þessi þekking er síðan flutt út. Það eru þurrkanir víða í Noregi og Bretlandi, og það eru nánast allt saman Íslendingar á bak við þau verkefni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »