Báturinn sökk á leiðinni í land

Björgunarsveitarmaður reynir að slökkva eldinn í bátnum.
Björgunarsveitarmaður reynir að slökkva eldinn í bátnum. Ljósmynd/Stefán Grímur

Báturinn sem brann utan við Vopnafjörð í kvöld sökk er hann var á leiðinni í land eftir að Sveinbjörn Sveinsson, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hafði tekið hann í tog.

Landhelgisgæslunni barst neyðarkall frá bátnum klukkan 19.46 en þá var eldur laus um borð.

Kallað var á rás 16 eftir aðstoð nærstaddra báta og björgunarsveitin Vopni kölluð út. Rétt fyrir klukkan átta tilkynnti skipstjórinn að hann væri kominn í flotgalla og ætlaði að fara í björgunarbát sem hann hafði sjósett en þá logaði talsverður eldur í bátnum, að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Um tuttugu mínútum síðar kom Hólmi NS-56 þar að og fór skipstjórinn úr björgunarbátnum yfir í hann. Þaðan fór hann svo um borð í Sveinbjörn Sveinsson. Ekkert amaði að manninum.

Edda NS-113 kom einnig á vettvang til aðstoðar.

Frá björgunaraðgerðunum í kvöld.
Frá björgunaraðgerðunum í kvöld. Ljósmynd/Stefán Grímur

Aðstæður voru góðar á vettvangi, hæg norðnorðvestangola. Ágætlega gekk að slökkva eldinn í bátnum og að því búnu tók Sveinbjörn Sveinsson hann í tog en á leiðinni í land sökk hann.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna atviksins. Áður en hún fór í loftið var beiðni um aðstoð hennar afturkölluð enda hafði hættunni þá verið bægt frá, að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »