Miklar væntingar vegna Sólbergs

Sólberg ÓF 1.
Sólberg ÓF 1. Ljósmynd/Tersan skipasmíðastöðin

„Ef við fáum að vinna í friði þá spjörum við okkur,“ sagði Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. í Fjallabyggð, en á laugardag verður formlega tekið á móti nýjum og fullkomnum frystitogara fyrirtækisins, Sólbergi ÓF 1. Skipið var smíðað í Tyrklandi og nemur fjárfestingin um fimm milljörðum króna. „Það eru viss tímamót fólgin í komu þessa glæsilega skips og við höfum miklar væntingar fyrir fyrirtækið, áhöfnina og samfélagið hérna,“ sagði Ólafur.

Sjálfvirkni, bættur aðbúnaður og aukin verðmætasköpun

Í brú og vélarrúmi er skipið búið fullkomnum tæknibúnaði og í vinnslunni leysir sjálfvirkni mannshöndina af á mörgum sviðum. Bættur aðbúnaður um borð í löngum túrum og aukin verðmætasköpun eru meðal lykilatriða sem nást með nýja skipinu.

„Það er mikil sjálfvirkni um borð,“ segir Ólafur. „Bitaskurðar- eða vatnsskurðarvél frá Völku getur skorið flökin í bita og síðan er fiskurinn blokkfrystur eða lausfrystur eftir þörfum í sjálfvirkum frystum. Róbótar í svokölluðu vöruhóteli taka síðan við vörunni og senda á brettum niður í frystilest. Á þessari leið hefur erfiðum og vondum störfum verið útrýmt með tölvu- og róbótavæðingu. Úrsláttur úr pönnum, allur kassaburður og fleira slíkt heyrir nú fortíðinni til.

Fiskurinn fullnýttur til hagsbóta fyrir alla

Próteinverksmiðja frá Héðni er um borð í Sólberginu og er þetta fyrsta verksmiðjan frá fyrirtækinu sem er sett upp í frystiskip eins og Sólbergið en hún hefur verið í þróun síðustu ár. Það sem ekki fer í frystingu er unnið í prótein eða mjöl og lýsi og markmiðið er að fullnýta fiskinn til aukinna hagsbóta fyrir alla.

Auk þess sem vinnslumöguleikarnir um borð verða mun fjölbreyttari heldur en í gömlu flakafrystitogurunum verður nýja skipið miklu afkastameira. Frystigetan er um 90 tonn af fiski á sólarhring og það er eins og stærstu frystihús fyrir bolfisk.

Nýtir aflaheimildir beggja gömlu frystiskipanna

Við miðum við að aflaheimildir eldri skipanna beggja náist á nýja skipið og reiknum með að þessi nýi búnaður sem í því er gefi okkur möguleika til þess að auka verðmætið um allt að fimmtung, jafnvel fjórðung frá því sem hefðbundið er,“ segir Ólafur.

Sólbergið leysir tvö eldri frystiskip af hólmi, Mánabergið hefur verið selt til Rússlands og Sigurbjörg ÓF verður gerð út fram að sjómannadegi 11. júní, en fer þá í formlegt söluferli. Á síðasta fiskveiðiári veiddi Mánabergið 7.536 tonn og Sigurbjörg veiddi 5.700 tonn eða samtals 13.236 tonn af bolfiski. Langmest af heimildum Ramma er í þorski, en einnig talsverðar heimildir í karfa, grálúðu, ýsu, ufsa og makríl. Rúmlega 20% af þorskaflaheimildum Ramma eru í Barentshafi.

Ólafur segir að gömlu skipin sem nú hverfa úr flotanum hafi „heldur betur skilað sínu“ og verið mjög farsæl. Bæði eru þau komin til ára sinna, Mánabergið er tæplega 45 ára, upphaflega smíðað á Spáni 1972 og bar áður nöfnin Merkúr og Bjarni Benediktsson og Sigurbjörgin er 38 ára og var smíðuð á Akureyri. Óhætt er að segja að mikil þróun hafi orðið í útliti og búnaði skipa á síðustu fjórum áratugum.

Rammi starfrækir fiskiðjuver í Þorlákshöfn og rækjuvinnslu á Siglufirði. Auk Mánabergs og Sigurbjargar gerir fyrirtækið nú út ísfisktogarann Múlaberg SI, sem er ýmist á rækju eða bolfiski, og Jón á Hofi ÁR og Fróða ÁR, sem eru ýmist á humartrolli eða fiskitrolli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »