Misskilningur um fiskveiðilög

Frá ársfundinum.
Frá ársfundinum. mbl.is/Hanna

Misskilnings gætir í umræðunni um fyrstu grein fiskveiðistjórnunarlaga, að sögn Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún sagði á ársfundi samtakanna sem hún er í forsvari fyrir, að sumir túlki greinina á þá leið að það sé sjálfstætt markmið sjávarútvegs að tryggja byggð í landinu.

Fram kemur í umræddri grein að „markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“

Heiðrún Lind sagði að orðalagið væri mikilvægt. Meginmarkmið laganna sé verndun og nýting nytjastofna. Afleiðing þess tryggi trausta atvinnu og byggð í landinu. „Það er ekki sjálfstætt markmið. Það er ekki hægt að gera þá kröfu til sjávarútvegsins að hann einn og óstuddur tryggi og treysti byggð í landinu. Og þykir það sanngjörn krafa til sjávarútvegsins að hann eigi að tryggja nákvæmlega sama fjölda starfsmanna í sama byggðarhlutanum um aldur á ævi? Þá fyrst erum við komin í ógöngur. Það er ekki markmið laganna,“ sagði hún.

mbl.is/Hanna

Viðtekin mýta

Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, sagði á fundinum að það sé viðtekin mýta að það sé ekki annað hægt en að hagnast á sjávarútvegi. Hið rétta sé að íslenskur sjávarútvegur hafi ekki orðið arðbær fyrr en á 21. öldinni. Hagnaðurinn sé algerlega háður núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi, frjálsu framsali aflaheimilda og frjálsri ráðstöfun aflans.

Hann sagði sömuleiðis að það væri mýta að samþjöppun í sjávarútvegi megi alfarið rekja til kvótakerfisins og það hafi komið landsbyggðinni á kaldan klaka.

Ásgeir sagði að betur rekin sjávarútvegsfyrirtæki hafi keypt út hin lakari og fiskvinnsla hafi þjappast saman í iðnaðarkjörnum. „Það er áfall fyrir einstakar byggðir að missa frá sér aflaheimildir en samkeppnishæfur sjávarútvegur er þó forsenda fyrir samkeppnishæfum lífskjörum úti á landi. Einu hálaunastörfin á landsbyggðinni eru einmitt í sjávarútvegi,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.7.17 223,62 kr/kg
Þorskur, slægður 25.7.17 209,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.7.17 324,34 kr/kg
Ýsa, slægð 25.7.17 191,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.7.17 64,54 kr/kg
Ufsi, slægður 25.7.17 79,00 kr/kg
Djúpkarfi 19.7.17 60,00 kr/kg
Gullkarfi 25.7.17 237,71 kr/kg
Blálanga, óslægð 21.7.17 300,00 kr/kg
Blálanga, slægð 25.7.17 223,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.7.17 Fönix ÞH-024 Handfæri
Þorskur 286 kg
Ýsa 21 kg
Karfi / Gullkarfi 14 kg
Samtals 321 kg
25.7.17 Áfram NS-169 Handfæri
Þorskur 539 kg
Ýsa 28 kg
Samtals 567 kg
25.7.17 Tóti NS-036 Handfæri
Þorskur 774 kg
Samtals 774 kg
25.7.17 Jökull SF-075 Handfæri
Þorskur 536 kg
Ufsi 317 kg
Samtals 853 kg
25.7.17 Hulda SF-197 Handfæri
Þorskur 700 kg
Ufsi 168 kg
Samtals 868 kg

Skoða allar landanir »