27% meiri afli en í fyrra

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá júní 2016 til maí ...
Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá júní 2016 til maí 2017 er um 1,1 milljón tonn sem er um 1% minna en yfir 12 mánaða tímabili ári áður. mbl.is/Helgi Bjarnason

Fiskafli íslenskra skipa í maí var rúmlega 135 þúsund tonn sem er 27% meira en heildaraflinn í maí 2016. Í tonnum talið munar mestu um aukinn kolmunnaafla en af honum veiddust rúm 79 þúsund tonn samanborið við tæp 58 þúsund tonn í fyrra.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Botnfiskafli jókst um 20% milli ára en rúm 51 þúsund tonn veiddust af botnfisktegundum samanborið við tæp 43 þúsund tonn í maí 2016. Tæp 28 þúsund tonn veiddust af þorski sem er 23% meira en í maí 2016.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá júní 2016 til maí 2017 er um 1,1 milljón tonn sem er um 1% minna en yfir 12 mánaða tímabili ári áður.

Verðmæti afla í maí metið á föstu verðlagi var 12% meira en í maí 2016

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 17.12.17 208,17 kr/kg
Þorskur, slægður 17.12.17 232,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.12.17 231,06 kr/kg
Ýsa, slægð 17.12.17 229,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.12.17 65,85 kr/kg
Ufsi, slægður 17.12.17 77,36 kr/kg
Djúpkarfi 7.12.17 79,00 kr/kg
Gullkarfi 17.12.17 196,81 kr/kg
Litli karfi 14.12.17 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.12.17 Benni SU-065 Lína
Ýsa 2.494 kg
Keila 66 kg
Þorskur 5 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 2.569 kg
18.12.17 Darri EA-075 Lína
Þorskur 3.091 kg
Ýsa 444 kg
Langa 134 kg
Samtals 3.669 kg
18.12.17 Öðlingur SU-019 Lína
Ýsa 489 kg
Langa 140 kg
Ufsi 39 kg
Samtals 668 kg
18.12.17 Klakkur SK-005 Botnvarpa
Ýsa 15 kg
Skarkoli 8 kg
Steinbítur 7 kg
Karfi / Gullkarfi 3 kg
Samtals 33 kg

Skoða allar landanir »