Tugmilljarða uppbygging

Nýi Björgúlfur EA kemur til heimahafnar í fyrsta sinn. Hann ...
Nýi Björgúlfur EA kemur til heimahafnar í fyrsta sinn. Hann var smíðaður í Tyrklandi og er eitt af fjórum systurskipum sem smíðuð eru fyrir Íslendinga. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Á þessu ári munu 9-10 nýir togarar, smíðaðir í Tyrklandi og Kína, bætast í flotann, gangi áætlanir eftir. Síldarvinnslan í Neskaupstað stefnir að því að endurnýja ísfisktogaraflota sinn og láta smíða tvo stærri og tvo minni togara, að sögn Gunnþórs Ingvasonar framkvæmdastjóra. Hann vonast til þess að hægt verði að bjóða smíði fyrsta skipsins út á þessu ári. HB Grandi hefur samið um smíði nýs frystitogara á Spáni.

Hraðfrystihúsið Gunnvör (HG) hefur fengið fyrirheit um 20.000 fermetra lóð á nýja hafnarsvæðinu við Sundahöfn á Ísafirði. „Gangi allt eftir og rekstrarskilyrði verða í lagi höfum við áhuga á að byggja þar upp og flytja þangað árið 2021,“ sagði Einar Valur Kristjánsson framkvæmdastjóri. Mörg sjávarútvegsfyrirtæki hafa sameinast undir hatti HG og er fiskvinnsla félagsins á 2-3 stöðum. „Við ætlum að vera með þetta allt undir sama þaki,“ sagði Einar. Mikilvægur þáttur í uppbyggingunni er að treysta hráefnisöflunina með smíði á nýjum ísfisktogara.

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.6.17 200,18 kr/kg
Þorskur, slægður 23.6.17 242,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.6.17 265,58 kr/kg
Ýsa, slægð 23.6.17 223,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.6.17 68,49 kr/kg
Ufsi, slægður 23.6.17 90,25 kr/kg
Djúpkarfi 22.6.17 56,00 kr/kg
Gullkarfi 23.6.17 75,31 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.6.17 161,00 kr/kg
Blálanga, slægð 23.6.17 190,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.6.17 Kvika SH-292 Grásleppunet
Grásleppa 1.251 kg
Samtals 1.251 kg
22.6.17 Álka ÍS-409 Sjóstöng
Steinbítur 140 kg
Samtals 140 kg
22.6.17 Sendlingur ÍS-415 Sjóstöng
Þorskur 99 kg
Samtals 99 kg
22.6.17 Hafrún SH-125 Handfæri
Þorskur 434 kg
Ufsi 78 kg
Karfi / Gullkarfi 1 kg
Samtals 513 kg
22.6.17 Glaumur SH-260 Handfæri
Þorskur 1.837 kg
Samtals 1.837 kg

Skoða allar landanir »