Áframhaldandi endurnýjun

Systurskipin Breki VE og Páll Pálsson ÍS eru í smíðum ...
Systurskipin Breki VE og Páll Pálsson ÍS eru í smíðum í Kína.Lokafrágangur er eftir. Rúnar Bogason er eftirlitsmaður með smíðinni. Ljósmynd/vsv.is

Aðalfundur Síldarvinnslunnar ákvað í síðustu viku að endurnýja ísfisktogaraflota félagsins. Um er að ræða togarana Barða NK, Gullver NS og systurskipin Vestmannaey VE og Bergey VE.

Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri segir að búið sé að vinna mikla undirbúningsvinnu vegna nýsmíðinnar. Hönnun er ekki lokið og endanleg tímaáætlun liggur ekki fyrir. Gunnþór kvaðst vona að hægt verði að hrinda verkefninu í framkvæmd fljótlega og bjóða fyrstu smíðina út á þessu ári. „Það er ljóst að við erum að tala um tvö minni og tvö stærri skip,“ sagði Gunnþór.

Endurnýjun togaraflota Síldarvinnslunnar hófst í fyrra. Bjartur var seldur til Íran og unnið er að því að selja Barða til Rússlands. Blængur, áður Freri, var endurbyggður sem frystitogari og tekinn í notkun fyrr á árinu.

Togarar frá Kína

Nýju togararnir Breki VE og Páll Pálsson ÍS hafa verið málaðir og sjósettir í Shidao í Kína. Breki er smíðaður fyrir Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum (VSV) og Páll Pálsson fyrir Hraðfrystihúsið Gunnvör (HG) í Hnífsdal. Unnið er að lokafrágangi skipanna sem eru 50 metra löng. Reiknað er með að 45 daga heimsigling hefjist í júlí.

Upphaflega átti að afhenda skipin um mitt ár 2016. Ýmsir samverkandi þættir urðu til að tefja afhendingu, að sögn Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar, framkvæmdastjóra VSV. Töfin mun væntanlega kosta skipasmíðastöðina einhverjar dagsektir, en eftir er að gera það upp.

Nýi Björgúlfur EA kemur til heimahafnar í fyrsta sinn. Hann ...
Nýi Björgúlfur EA kemur til heimahafnar í fyrsta sinn. Hann var smíðaður í Tyrklandi og er eitt af fjórum systurskipum sem smíðuð eru fyrir Ís-lendinga. Gamli Björgúlfur EA, sem nú heitir Hjalteyrin, sigldi á móti arftaka sínum og sést greinilega hvaða þróun hefur orðið í skipasmíðum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri HG, taldi að mannekla hjá skipasmíðastöðinni, þegar kom að fínni frágangi, hafi valdið töfum. Hann sagði að eftir væri að gera veiðarfæraprófanir og prófa spilbúnað skipanna. Að því loknu verði staðan tekin varðandi heimsiglingu.

Vinnslustöðin seldi togarann Jón Vídalín í fyrra og skuttogarinn Gullberg er að seljast til Noregs og verður væntanlega afhentur fyrir þjóðhátíð. Breka verður ætlað að fiska það sem þessi tvö skip gerðu áður. Vinnslustöðin hefur keypt gamla Pál Pálsson ÍS frá Hnífsdal til að brúa bilið þar til Breki kemst í gagnið. Páll Pálsson ÍS verður afhentur um næstu mánaðamót.

Skrokklag nýju togaranna er með nýju sniði og skrúfurnar þær stærstu sem þekkjast miðað við vélarafl. Skrúfan er 4,7 metrar í þvermál. Með því á að stytta togtímann og nýta vélaraflið til hins ýtrasta. Áætlað er að eldsneytissparnaður verði allt að 40% miðað við hefðbundna togara. Togararnir geta dregið tvö troll samtímis og hafa þannig 60% meiri veiðigetu en togari með eitt troll. Ganghraði Breka í reynslusiglingu var 14 sjómílur.

HB Grandi fær fjóra togara

HB Grandi tók á móti nýsmíðuðum 51,75 m löngum ísfisktogara, Engey RE, frá Tyrklandi í janúar. Systurskipið Akurey AK 10 er á heimsiglingu og verður tekið á móti Akurey á Akranesi á föstudaginn kemur. Þriðji togarinn, Viðey, er enn í smíðum. HB Grandi hefur samið við spænsku skipasmíðastöðina Astilleros Armon Gijon, S.A. um smíði á nýjum 81 metra löngum og 17 metra breiðum frystitogara.

Samningsupphæðin er nærri fimm milljarðar króna. Hann mun hafa lestarrými fyrir um 1.000 tonn af afurðum á brettum. Reiknað er með að skipið verði afhent á árinu 2019.

Systurskip og frystiskip

Cemre-skipasmíðastöðin í Tyrklandi smíðar fjögur systurskip fyrir Íslendinga. Kaldbakur EA, ísfisktogari Útgerðarfélags Akureyringa, kom í mars. Annar í röðinni var Björgúlfur EA, togari Samherja, sem kom til Dalvíkur fyrr í þessum mánuði. Þriðja skipið, Drangey SK, fer til Fisk Seafood á Sauðárkróki og er væntanlegt í lok sumars. Það fjórða, Björg EA, er smíðað fyrir Samherja og kemur til Akureyrar í haust. Skipin eru 62 metra löng og 13,5 metra breið.

Sólberg ÓF, nýr frystitogari Ramma hf., kom til Ólafsfjarðar 19. maí. Skipið var smíðað í Tyrklandi. Það er tæplega 80 metra langt, 15,4 metrar á breidd og mælist 3.720 brúttórúmlestir. Heildarfjárfestingin er um fimm milljarðar króna. Sólberg leysir af hólmi frystitogarana Mánaberg og Sigurbjörgu.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.6.17 200,75 kr/kg
Þorskur, slægður 23.6.17 242,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.6.17 265,58 kr/kg
Ýsa, slægð 23.6.17 223,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.6.17 68,49 kr/kg
Ufsi, slægður 23.6.17 90,25 kr/kg
Djúpkarfi 22.6.17 56,00 kr/kg
Gullkarfi 23.6.17 75,31 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.6.17 161,00 kr/kg
Blálanga, slægð 23.6.17 190,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.6.17 Þorlákur ÍS-015 Dragnót
Steinbítur 2.111 kg
Þorskur 622 kg
Ýsa 305 kg
Samtals 3.038 kg
24.6.17 Bobby 22 ÍS-382 Sjóstöng
Steinbítur 138 kg
Þorskur 114 kg
Samtals 252 kg
24.6.17 Bobby 8 ÍS-368 Sjóstöng
Þorskur 18 kg
Samtals 18 kg
24.6.17 Bobby 6 ÍS-366 Sjóstöng
Þorskur 20 kg
Samtals 20 kg
24.6.17 Bobby 1 ÍS-361 Sjóstöng
Steinbítur 96 kg
Samtals 96 kg

Skoða allar landanir »