Enn fækkar í sjávarútvegi

Ljósmynd/Hlynur Ágústsson

Launþegum í sjávarútvegi fækkaði um 600 á milli ára í aprílmánuði eða um 6%. Nú starfa 8.900 í sjávarútvegi, samkvæmt nýjum gögnum Hagstofu Íslands.

Hallveig Ólafsdóttir, hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að rekja megi fækkunina annars vegar til þess að aukin tæknivæðing hafi leitt af sér náttúrulega fækkun starfsfólks en hins vegar séu aðrar skýringar á því að launþegum fækki á milli aprílmánaða.

Þurrkverksmiðjum fækkar

„Grásleppuaflinn í apríl 2017 var 55% minni en í apríl 2016, sem getur skýrt fækkun í sjó. Eins hefur þurrkverksmiðjum fækkað umtalsvert á sama tímabili. Sjö þurrkverksmiðjur af 21 hafa frá ársbyrjun 2016 hætt starfsemi vegna efnahagsástandsins í Nígeríu. Áætlað er að launþegum hafi fækkað um 100 við það,“ segir hún. Auk þess nefnir hún að sveiflur geti verið í fjölda launþega á milli mánaða vegna þess að útgerðarmynstur hafi breyst og annarra þátta.

Fjölgaði frá 2008-2013

Hallveig segir að starfsmönnum í sjávarútvegi hafi fjölgað á árunum 2008 til 2013. Fjölgunina má einkum rekja til aukinnar vinnslu á ferskum fiski. Miðað við gögn frá Hagstofu fjölgaði þeim um 16% á tímabilinu, eða um 1.400, í 10.200. Frá þeim tíma hefur þeim fækkað aftur um 17%, eða um 1.700, í 8.500.

„Fjöldi launþega er nú svipaður og árið 2008. Ég lít svo á að sjávarútvegur veiti 8-10.000 manns atvinnu að staðaldri. Þess vegna er atvinnuástand í sjávarútvegi með eðlilegum hætti um þessar mundir,“ segir hún.

Hallveig segir að með auknum umsvifum í vinnslu á ferskum fiski og sterkara gengi krónu hafi fiskvinnslur gripið til þess að vélvæðast. „Það tekur nokkurn tíma að ná tökum á vélvæðingu,“ segir hún. Aðspurð segir hún að nú gæti verið kominn tími til þess að hagræða á því sviði.

Kort/mbl.is

Meira veitt í sumar

Hún segir líklega verða veitt meira í sumar en í fyrrasumar vegna sjómannaverkfallsins sem stóð í tæpar tíu vikur og lauk í febrúar. Af þeim ástæðum eigi einhverjar útgerðir meiri kvóta en alla jafna um þetta leyti. Það gæti kallað á aukinn mannskap. Enn fremur segir hún að á næsta ári verði botnfiskafli aukinn og það gæti kallað á meiri mannafla hjá útgerðum.

Spurð hvort rekja megi fólksfækkunina í atvinnugreininni til þess að nokkur fjöldi útgerða hafi lagt árar í bát eftir verkfallið, segir hún að samkvæmt þeim gögnum sem SFS búi yfir virðist það ekki vera raunin.

Þurrkverksmiðjum fækkar

  • Þurrkverksmiðjum hefur fækkað um 7, niður í 14, frá árinu 2016 vegna efnahagsástandsins í Nígeríu.
  • Áætlað er að launþegum hafi fækkað um 100 við það.
  • Grásleppuaflinn í apríl 2017 var 55% minni en apríl 2016. Það gæti skýrt fækkun á fjölda sjómanna sem unnu í apríl.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg
25.4.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 209 kg
Samtals 209 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg
25.4.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 209 kg
Samtals 209 kg

Skoða allar landanir »