Skoða kosti og galla á SA

Jens Garðar Helgason.
Jens Garðar Helgason. mbl.is/Hanna

Á aðalfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) í lok síðasta mánaðar var samþykkt tillaga þess efnis að skoðaðir yrðu kostir og gallar veru SFS í Samtökum atvinnulífsins. Þetta staðfesti Jens Garðar Helgason, formaður SFS, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var einnig samþykkt tillaga á aðalfundi SFS um að vinnudeilusjóður SA yrði lagður niður, eða að SFS fengi endurgreidda þá fjármuni sem samtökin hefðu lagt sjóðnum til.

„Það kom fram tillaga á fundinum um að skoða kosti þess og galla að vera í SA og hún var samþykkt. Úttekt í þá veru er hafin á vegum SFS. Það er og hefur verið skýr afstaða mín að ég tel að við eigum að vera innan raða SA. SFS borgar stórar fjárhæðir til Samtaka atvinnulífsins og þess vegna vill ákveðinn hópur innan SFS skoða kostina og gallana,“ sagði Jens Garðar.

Vilja fá endurgreiðslur

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er ofangreind tillaga flutt í kjölfar mikillar óánægju ákveðins hóps innan SFS með Samtök atvinnulífsins frá því í vetur, þegar sjómannaverkfallið stóð sem hæst. Ákveðnir félagar í SFS sóttu um greiðslur úr vinnudeilusjóði SA og fengu höfnun. Sú höfnun mun enn sitja í mönnum, og þeir benda á að SFS séu næststærstu samtökin í SA, næst á eftir Samtökum iðnaðarins, og SFS greiði um fjórðung af tekjum SA.

Því mun hafa verið ákveðið að flytja tillöguna um að vinnudeilusjóðurinn yrði annaðhvort lagður niður eða að SFS fengi endurgreidda þá fjármuni sem SFS hefði greitt í sjóðinn.

Erum í góðu samtali

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, var í gær spurður, hvernig SA myndi bregðast við ofangreindum tillögum SFS: „Viðbrögð eru mjög hófstillt, enda hafa engar ákvarðanir verið teknar og við teljum að hér sé ekki um alvarleg ágreiningsmál að ræða.Við vitum af þessum samþykktum á aðalfundi SFS og við erum bara í góðu samtali um að leysa það sem úr þarf að leysa. Það er ósköp eðlilegt að aðilar skoði umhverfi sitt reglulega,“ sagði Eyjólfur Árni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 440,03 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 564,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 44,98 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 180,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,96 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Elley EA 250 Grásleppunet
Grásleppa 1.558 kg
Samtals 1.558 kg
24.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 899 kg
Þorskur 88 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 1.003 kg
24.4.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Grásleppunet
Grásleppa 290 kg
Þorskur 45 kg
Skarkoli 33 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 371 kg
24.4.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 866 kg
Ufsi 71 kg
Þorskur 36 kg
Samtals 973 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 440,03 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 564,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 44,98 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 180,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,96 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Elley EA 250 Grásleppunet
Grásleppa 1.558 kg
Samtals 1.558 kg
24.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 899 kg
Þorskur 88 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 1.003 kg
24.4.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Grásleppunet
Grásleppa 290 kg
Þorskur 45 kg
Skarkoli 33 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 371 kg
24.4.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 866 kg
Ufsi 71 kg
Þorskur 36 kg
Samtals 973 kg

Skoða allar landanir »