Ósýnilegar framkvæmdir í höfninni

Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík.
Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík. mbl.is/Hanna

„Framkvæmdir hér sem hafa verið gerðar á höfninni sjást ekkert. Þessar dýpkanir sem sjást ekkert eru álíka miklar bara og Hvalfjarðargöngin, í efnismagni sem búið er að moka upp,“ segir Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík, í samtali við mbl.is.

Fyrr á árinu hófust framkvæmdir við endurgerð á svonefndum Miðgarði í Grindavíkurhöfn þar sem setja á niður nýtt 260 metra langt stálþil og endurnýja á allt lagnaverk í bryggjunni. Til viðbótar við nýja stálþilið og stækkun bryggjunnar verður lægið við viðlegukantinn dýpkað og er það sú framkvæmd sem er þegar hafin.

Auka dýpið um 4,5 metra

Grynnsta dýpi við kantinn er núna 3,5 metrar og það á að auka dýpið meðfram öllum kantinum niður í átta metra sem mun auka notagildið. „Þeir bátar sem eru núna að landa hérna í Grindavík, geta margir hverjir ekki legið við þennan kant vegna þess að dýpið er ekki nógu mikið. Það á sem sagt að auka dýpið þannig að það henti öllum flotanum, þessum grindvíska flota og fleirum sem að vilja koma,“ útskýrir Sigurður. Þá verða einnig gerðar frekari bragarbætur á kantinum.

Í heildina er um að ræða þrjú útboð, verkið við stálkantinn, lagningu nýrrar þekju yfir bryggjuna og loks dýpkanirnar. Sigurður gerir ráð fyrir að framkvæmdum ljúki ekki fyrr en á næsta ári en ætla má að framkvæmdir verði sýnilegri þegar hafist verður handa við stálkantinn og þekjuna.

Bestir í bolfiski í Grindavík

Frá áramótum og fram undir haust er yfirleitt hvað mest um að vera í höfninni í Grindavík en á haustin færast veiðar lengra norður með landinu og er þá rólegra hjá Sigurði og félögum í Grindavík. Þar er engu að síður ein stærsta útgerð á landinu en að sögn Sigurðar er Grindavík í 6. sæti á landinu hvað varðar aflaverðmæti, en önnur kvótahæsta verstöð landsins.

Afli viktaður við höfnina í Grindavík.
Afli viktaður við höfnina í Grindavík. mbl.is/Hanna

„Við erum mjög góðir í bolfiski,“ segir Sigurður. „En svo er mæld síld og loðna sem við höfum misst svolítið frá okkur [...] Þessi sérhæfing hefur átt sér stað í nokkuð langan tíma þannig menn eru orðnir nokkuð sérhæfðir í bolfiski hérna í Grindavík, enda er hún önnur kvótahæsta verstöð landsins,“ bætir hann við. 

Sigurður hefur verið hafnarstjóri síðan árið 2012 en áður starfaði hann sem hafnsögumaður og hafnarvörður. Nú yfir hásumarið er hann önnum kafinn frá morgni til kvölds við vigtun, skráningar og önnur verkefni í hafnarhúsinu. Að sögn Sigurðar hefur verið meira að gera í sumar en í fyrra, en í ár hafi ekki verið ráðinn sumarstafsmaður í afleysingar.

Þinganes frá Þorlákshöfn landaði 31 kari af humri síðastliðinn fimmtudag. ...
Þinganes frá Þorlákshöfn landaði 31 kari af humri síðastliðinn fimmtudag. Á myndinni má sjá skipverja Þinganess koma ungum og forvitnum ferðamanni skemmtilega á óvart og gefa honum nýveiddan humar. mbl.is/Hanna
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.7.17 254,09 kr/kg
Þorskur, slægður 27.7.17 245,83 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.7.17 334,76 kr/kg
Ýsa, slægð 27.7.17 261,93 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.7.17 71,20 kr/kg
Ufsi, slægður 27.7.17 95,24 kr/kg
Djúpkarfi 19.7.17 60,00 kr/kg
Gullkarfi 27.7.17 158,01 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.7.17 293,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.7.17 293,73 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.7.17 Linda RE-044 Handfæri
Þorskur 107 kg
Ufsi 44 kg
Karfi / Gullkarfi 3 kg
Samtals 154 kg
27.7.17 Kristín NS-035 Handfæri
Þorskur 360 kg
Samtals 360 kg
27.7.17 Hrafnreyður KÓ-100 Annað - Hvað
Hrefna 2.547 kg
Samtals 2.547 kg
27.7.17 Lómur ÍS-410 Sjóstöng
Þorskur 163 kg
Samtals 163 kg
27.7.17 Langvía ÍS-416 Sjóstöng
Þorskur 116 kg
Samtals 116 kg

Skoða allar landanir »