Páll heitir nú Sindri

Sindri VE í nýju litunum.
Sindri VE í nýju litunum. Ljósmynd/VSV

Togarinn Páll Pálsson ÍS-102 hefur skipt um lit og nafn í dráttarbraut Stálsmiðjunnar í Reykjavík. Heitir hann nú Sindri VE-60, að því er fram kemur á vef Vinnslustöðvarinnar, en hún keypti skipið af Hraðfrystihúsinu – Gunnvöru í Hnífsdal. 

„Sindra VE er ætlað að fylla skarð Gullbergs VE sem hefur verið selt og verður afhent nýjum eigendum um mánaðamótin júlí/ágúst,“ segir á vef Vinnslustöðvarinnar.

Í Kína er verið að smíða tvo nýja ís­fisk­tog­ara fyr­ir Vinnslu­stöðina og HG, syst­ur­skip­in Breka og nýj­an Pál Páls­son. Dregist hefur þó að ljúka frágangi og afhenda þau.

„Reiknað er nú með að Breki og Páll komi til heimahafna í haust og Sindri VE brúar líka bil sem myndast hjá VSV vegna tafa á heimkomu Breka,“ segir á vefnum. 

Gamli Páll Páls­son, sem nú heitir Sindri, er 45 ára gam­alt skip og var smíðað í Jap­an árið 1972.

„Skipsnafnið Sindri á sér langa og farsæla sögu hjá Vinnslustöðinni og fyrirtækjum henni tengdri. Fiskiðjan gerði út bát með þessu nafni frá sjötta áratugnum til þess áttunda en frá 1977 átti Fiskimjölsverksmiðjan og síðar Vinnslustöðin togara sem Sindri hét og gerði út fram á tíunda áratug síðustu aldar.“

Frétt mbl.is: Brúar „gamli“ Páll bilið í Eyjum?

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.9.17 299,74 kr/kg
Þorskur, slægður 22.9.17 264,03 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.9.17 226,13 kr/kg
Ýsa, slægð 22.9.17 215,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.9.17 74,81 kr/kg
Ufsi, slægður 22.9.17 111,59 kr/kg
Djúpkarfi 15.9.17 141,00 kr/kg
Gullkarfi 22.9.17 96,45 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.9.17 171,00 kr/kg
Blálanga, slægð 22.9.17 245,75 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.9.17 Stakkhamar SH-220 Lína
Keila 451 kg
Hlýri 254 kg
Steinbítur 87 kg
Karfi / Gullkarfi 56 kg
Ufsi 29 kg
Langa 8 kg
Samtals 885 kg
23.9.17 Pési ÍS-708 Dragnót
Ýsa 628 kg
Þorskur 339 kg
Skarkoli 16 kg
Steinbítur 14 kg
Samtals 997 kg
23.9.17 Sigurður Ólafsson SF-044 Humarvarpa
Humar / Leturhumar 81 kg
Samtals 81 kg
23.9.17 Hrefna ÍS-267 Landbeitt lína
Ýsa 2.722 kg
Þorskur 547 kg
Skarkoli 25 kg
Steinbítur 5 kg
Langa 5 kg
Samtals 3.304 kg

Skoða allar landanir »