Ákvörðun ráðherra geti valdið skaða

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Hanna

Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) telja ákvörðun sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld á árinu 2017 ekki til þess fallna að auka framboð af fiski inn á fiskmarkaði. Skora samtökin á ráðherra að endurskoða ákvörðun sína og tryggja að breytingar á veiðigjaldi taki fullt tillit til smærri aðila í greininni og einyrkja.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Þar segir að SFÚ óttist að ákvörðunin verði til þess að veikja og stofna jafnvel í hættu rekstri einyrkja í útgerð, sem fram til þessa hafi verið „einna ötulastir í að selja afla sinn á fiskmörkuðum. Eðlilegt væri að öflugir seljendur á fiskmörkuðum fengju ívilnun í formi afsláttar af veiðigjöldum.“

Í tilkynningunni segir að SFÚ telji það slæma tilhögun að miða fjárhæð veiðigjalda við afkomu fyrirtækja og „fráleita útfærslu á þeirri slæmu tilhögun að miða við afkomu tveimur árum fyrir gjaldtöku.“ Ókostir þessa komi berlega í ljós nú, þegar viðskipta- og rekstrarumhverfi í sjávarútvegi er allt annað og óhagstæðara en var fyrir tveimur árum.

„Hyggist ráðherra jafna samkeppnisstöðu aðila í íslenskum sjávarútvegi, eins og lofað var þegar ráðherra tók við embætti, er mikilvægt að hafa hugfast að styrkja þarf fiskmarkaði með öllum tiltækum ráðum ella leggjast þeir af og eingöngu stórútgerðir munu þrífast. Því miður hafa aðgerðir ráðherra fram til þessa beinst að því að styrkja sérstaklega stórútgerðina eins og sést vel af því að heimilað var að flytja 30 prósent veiðiheimilda á milli kvótaára. Ekkert hefur hins vegar verið gert til að tryggja aukið magn afla inn á fiskmarkaði eins og þó var lofað þegar ríkisstjórnin tók við,“ segir í tilkynningunni.

Smærri útgerðir ráði ekki við hækkunina

SFÚ telur einsýnt að einu aðilarnir í íslenskri útgerð sem geta tekið á sig þá hækkun veiðigjalda sem nú hefur verið ákveðin, séu stór fyrirtæki með samþættan rekstur útgerðar og vinnslu, miklar aflaheimildir og góða skuldastöðu, hinar svonefndu útgerðarvinnslur.

„Í því rekstrarumhverfi, sem nú er, með gríðarlega sterka krónu, háa vexti og að mörgu leyti óhagstæðar ytri aðstæður er ljóst að smærri vinnslur og útgerðir ráða illa eða alls ekki við þessa miklu hækkun. Ákvörðun ráðherra nú er því óráðleg og getur valdið miklum og varanlegum skaða fyrir þessa undirstöðuatvinnugrein á Íslandi.“

Sem fyrr segir telur SFÚ að alvarlegir annmarkar séu á því að ákvarða veiðigjöld eftir afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi. Eðlilegra sé að taka mið af afkomu eins og hún er á gjaldtökuári og markaðstengja hana.

„Einfaldasta leiðin til slíkrar gjaldtöku er að innheimta sérstakt gjald í ríkissjóð við skipshlið, þegar afli er seldur. Slíkt gjald mætti hugsa sem eins konar söluskatt. Til að efla fiskmarkaði og tryggja nægilegt framboð af fiski inn á markaði væri eðlilegt að veita afslátt af þessum söluskatti þegar fiskur er seldur á fiskmarkaði. Fiskmarkaðir myndu annast innheimtu á gjaldinu af þeim afla sem þar er seldur í gegn en aðilar sem selja sjálfum sér aflann skulu sjálfir standa skil á greiðslu gjaldsins í ríkissjóð t.d. um leið og þeir gera upp við sjómenn.

SFÚ skorar á sjávarútvegsráðherra að endurskoða ákvörðun sína og tryggja að breytingar á veiðigjaldi taki fullt tillit til smærri aðila í greininni og einyrkja. Lykilatriði er að gjaldtakan stuðli að auknu framboði á fiskmörkuðum í þágu greinarinnar og alls þjóðarbúsins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg
27.3.24 Júlía SI 62 Grásleppunet
Grásleppa 2.299 kg
Þorskur 251 kg
Rauðmagi 20 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 2.576 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg
27.3.24 Júlía SI 62 Grásleppunet
Grásleppa 2.299 kg
Þorskur 251 kg
Rauðmagi 20 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 2.576 kg

Skoða allar landanir »