Vill ryðja brautina í endurvinnslu veiðarfæra

Paul Rendle-Barnes skoðar möguleikann á að reisa verksmiðjuna hérlendis en …
Paul Rendle-Barnes skoðar möguleikann á að reisa verksmiðjuna hérlendis en hann segir Ísland ákjósanlegt land fyrir starfsemi af þessum toga. mbl.is/Golli

Svo gæti farið að á Íslandi rísi fyrsta verksmiðja heims sem endurvinnur veiðarfæri til fulls. Bretinn Paul Rendle-Barnes skoðar möguleikann á að reisa verksmiðjuna hérlendis en hann segir Ísland ákjósanlegt land fyrir starfsemi af þessum toga.

Rendle-Barnes hefur verið í endurvinnslubransanum í 18 ár. Hann byggði tvær verksmiðjur sem hann síðar seldi og starfar í dag sem þróunarstjóri hjá endurvinnsludeild fyrirtækisins Avanti Environmental í Bretlandi. Nú er stefnan sett á Ísland.

Nýti bara það verðmætasta

„Þetta yrði fyrsta verksmiðjan sem endurvinnur veiðarfærin að fullu. Sum fyrirtæki segjast endurvinna veiðarfærin en þau nýta bara verðmætasta hlutann og henda rest,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið.

Rendle-Barnes kom til Íslands fyrir tveimur árum til þess að kanna hversu fýsilegt væri að koma upp starfseminni. Hér hitti hann Sigurð Halldórsson, framkvæmdastjóra Pure North Recycling, og leiddu þeir hesta sína saman.

„Ég ræddi við Sigga um það hvernig við gætum haldið virðinu innan landsins, í svona efnahagslegri hringrás. Ísland hefur grænt orðspor en það eru tækifæri vegna þess að það er enn verið að setja mikið magn af plasti í landfyllingar eða flytja það til annarra landa.“

Frá starfsemi Pure North Recycling í Hveragerði.
Frá starfsemi Pure North Recycling í Hveragerði. mbl.is/Golli

Mikill kostnaður í hreinsun

Í veiðarfærum eru þrjár gerðir af plasti. Tvö er hægt að endurvinna með sérstökum búnaði en þriðja efnið þarf að höndla með efnablöndun. Hjá Avanti Environmental hefur Rendle-Barnes einblínt á efni sem eru erfið viðfangs en það getur verið kostnaðarsamt að endurvinna þau.

„Þetta eru efni sem þurfa meðhöndlun svo hægt sé að gæða þau virði, gera neikvætt virði að jákvæðu. Ef þú hefur mengað efni þarftu að hreinsa það og í mörgum löndum getur falist mikill kostnaður í því, en jarðvarminn á Íslandi býður upp á mörg tækifæri.“

Skotar skerast í leikinn

Tæknin sem notast verður við var upphaflega hönnuð fyrir annars konar ferli og verður verksmiðjan því nýjung í þeim skilningi. Endanleg ákvörðun um staðsetningu verður tekin í ár en Ísland er ekki eina landið sem kemur til greina. Að sögn Rendle-Barnes hefur skoska heimastjórnin sýnt verkefninu mikinn áhuga.

„Skotar vilja endilega fá verksmiðjuna en ég held að það séu meiri tækifæri á Íslandi vegna jarðvarmans og tengslanna sem ég hef myndað hérna.“

Allir séu með á vagninum

Stefnt er á að hefja samstarf við útgerðirnar um veiðarfæri og eru nú þegar hafnar viðræður þess efnis. Það er til mikils að vinna en Rendle-Barnes segir að fyrir hvert tonn sem er framleitt af endurunnum vörum sparist 1,7 tonn af olíu.

„„Build it and they will come,“ sagði Kevin Costner en það getur verið dýrt spaug,“ segir hann. „Þetta er stór fjárfesting og í slíkum tilvikum viltu vera viss um að allir séu með á vagninum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »