Makrílvertíðarstemning í Neskaupstað

Líf við löndunarbryggjuna í Neskaupstað. Mynd úr safni.
Líf við löndunarbryggjuna í Neskaupstað. Mynd úr safni. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Líf og fjör er nú í höfn Neskaupstaðar þar sem veiðiskipin skiptast á að koma og fara, á meðan flutningaskip lesta afurðirnar. Makrílvertíðarstemning er í bænum, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar.

Segir þar að sum veiðiskipanna komi með frystar afurðir sem unnar séu um borð. Fara þær í frystigeymslur Síldarvinnslunnar. Önnur skip koma með kældan ferskan makríl til vinnslu í fiskiðjuverinu en þar starfa nú um hundrað manns á þrískiptum vöktum.

Að því loknu tekur Fiskimjölsverksmiðjan á móti afskurði og öllu því sem flokkast frá við manneldisvinnsluna, en það mun vera sáralítill hluti þess afla sem á land kemur.

Börkur NK kom til hafnar í morgun og bíður þess að landa rúmlega 600 tonnum. Afli skipsins fékkst í fjórum stuttum holum ofarlega í Lónsdýpinu.

„Það var töluvert að sjá þarna í gærkvöldi og ég held að bátarnir sem voru þarna hafi verið að fá þokkalegan afla. Það var hins vegar lítið að sjá fyrri partinn í gær. Löndun mun hefjast hjá okkur síðdegis en þá verður lokið við að landa úr Beiti,“ segir Hálfdan Hálfdanarson, skipstjóri á Berki.

Fram kemur einnig á vefnum að Bjarni Ólafsson AK hafi komið með 160 tonn af makríl á föstudag, en sá afli var nýttur til að prófa nýjan búnað í fiskiðjuverinu.

Beitir NK kom þá með 640 tonn í gær og hófst um leið vinnsla af fullum krafti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »