Sjóstöng og grillaður afli á Trilludögum

Sjóstöng, skemmtisiglingar og lifandi viðburðir eru meðal þess sem verður á boðstólum á Trilludögum sem haldnir verða á Siglufirði um helgina.

Að sögn Lindu Leu Bogadóttur, markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar, tóku Trilludagar við þegar Síldarævintýrinu sem flestir þekkja sleppti.

„Síldarævintýrið var aldrei á forræði sveitarfélagsins en bærinn auglýsti samt sem áður eftir áhugasömum aðilum til þess að taka við en það bar ekki árangur.“

Linda Lea segir að verið sé að prófa nýja hluti á fjölskylduhátíðinni Trilludögum sem sé um margt öðruvísi en aðrar bæjarhátíðir. „Sem dæmi þá verðum við með 10 báta sem þjónusta gesti þeim að kostnaðarlausu. Annars vegar í skemmtisiglingum og hins vegar á sjóstöng.“

Önnur sýn frá hafi

„Það er yndislegt að sigla út fjörðinn og sjá fjöllin og landið frá hafi. Það er allt önnur sýn en þegar keyrt er á landi,“ segir Linda sem bætir við að þegar komið sé að landi með afla sjóferðarinnar bíði flakarar á bryggjunni. Gestum sé boðið að grilla fenginn og meðlæti í boði Kjörbúðarinnar og harmonikkuleikur fari fram á bryggjunni og í sumum bátsferðunum.

Íbúar Siglufjarðar eru um 1.000 manns en á góðum degi má búast við að allt að 2.000 manns sæki Siglufjörð heim að sögn Lindu Leu.

„Í fyrra fóru 400 til 600 manns í siglingar á fjórum bátum en nú höfum við fjölgað þeim í tíu. Tjaldstæðið á Rammalóðinni verður opnað til viðbótar þeim tveimur sem fyrir eru,“ segir hún.

„Trilludagar skilja eftir sig glaða ferðamenn og bæjarbúa. Það má finna tilhlökkun bæjarbúa fyrir hátíðinni í loftinu, segir Linda Lea og bætir við að það kosti ekkert inn á nær alla viðburðina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,18 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 311,54 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,48 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,87 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 920 kg
Þorskur 93 kg
Samtals 1.013 kg
19.4.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 641 kg
Ufsi 240 kg
Karfi 229 kg
Samtals 1.110 kg
19.4.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 691 kg
Þorskur 170 kg
Samtals 861 kg
19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,18 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 311,54 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,48 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,87 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 920 kg
Þorskur 93 kg
Samtals 1.013 kg
19.4.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 641 kg
Ufsi 240 kg
Karfi 229 kg
Samtals 1.110 kg
19.4.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 691 kg
Þorskur 170 kg
Samtals 861 kg
19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg

Skoða allar landanir »