Hrefnuveiðin langt undir væntingum

17 dýr hafa veiðst í sumar.
17 dýr hafa veiðst í sumar. Halldór Sveinbjörnsson

Hvalveiðar hafa gengið illa það sem af er sumri. Aðeins 17 dýr hafa veiðst og er það langt undir öllum væntingum að sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar, framkvæmdastjóra IP-útgerðar sem gerir út hrefnuveiðibátana Hrafnreyði og Rokkarann. Væntingar stóðu til um að búið væri að veiða tvöfalt það magn sem hefur veiðst.

Gunnar Bergmann segir hrefnum hafa farið fækkandi í Faxaflóa undanfarin sumur en aldrei hafi verið eins lítið af þeim og í sumar. Þá hefur veðrið verið óhagstætt í sumar og hrefnurnar styggari en áður. „Það er búið að ganga erfiðlega að eiga við þær,“ segir Gunnar.

Eftirspurnin eftir hvalkjöti er mikil og er allt hrefnukjötið selt á innanlandsmarkað. Um hundrað veitingahús bjóða upp á hvalkjöt og það er fáanlegt á öllum stórmörkuðum. „Það selst allt sem við veiðum, við vorum alveg búnir með lagerinn okkar þegar við byrjuðum aftur í vor,“ segir Gunnar, en 46 hrefnur veiddust í fyrra.

Gunnar Bergmann Jónsson.
Gunnar Bergmann Jónsson.

Skortur á íslensku hrefnukjöti yfirvofandi

Spurður hvort skortur á íslensku hrefnukjöti sé yfirvofandi segir Gunnar að búið sé að frysta heilmikið kjöt svo það verður til frosið hrefnukjöt til áramóta. „En það verður klárlega skortur á nýju ári, bæði fyrir veitingahús og innanlandsmarkaðinn,“ segir Gunnar og bætir við að hugsanlega þurfi að flytja inn hrefnukjöt frá Noregi til að anna eftirspurninni. Sumarið sé þó ekki allt úti en stefnt er að því að róa út ágúst. „Við þyrftum helst að taka tíu dýr til viðbótar,“ segir Gunnar.

Gunnar kallar eftir því að breytingar í hegðunarmynstri hvala við Ísland verði rannsakaðar betur. „Það er breyting í hegðunarmynstrinu hjá hrefnunni. Hvort það sé hlýnun sjávar eða eitthvað annað þá spilar þetta allt saman. Hnúfubak hefur fjölgað um mörghundruð prósent við Ísland og er nú á svæðum þar sem hann sást ekki áður,“ segir Gunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,72 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 2.714 kg
Þorskur 637 kg
Steinbítur 25 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 3.392 kg
24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,72 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 2.714 kg
Þorskur 637 kg
Steinbítur 25 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 3.392 kg
24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »