Dreifist á önnur skip útgerðarinnar

Þerney við bryggju í Örfirisey í gær.
Þerney við bryggju í Örfirisey í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kvóti Þerneyjar RE-1, sem HB Grandi hefur selt til Suður-Afríku eins og 200 mílur greindu frá í gær, mun dreifast á önnur skip útgerðarinnar. Þetta segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, í samtali við mbl.is.

„Það á eftir að koma í ljós hvernig það gengur en alla vega ætlum við að leggja upp með að það takist. Við erum þá með sex togara í rekstri og við reiknum með að þeir nái þessu,“ segir Vilhjálmur.

Um mitt ár 2019 er von á nýjum togara sem er nú í smíðum í spænsku skipa­smíðastöðinni Astilleros Armon Gijon, en hann verður rúm­lega 81 metra lang­ur og 17 metra breiður. Stefnt er að því að hann verði þá einn stærsti og full­komn­asti flakafrysti­tog­ar­inn sem gerður verður út við norðan­vert Atlants­haf.

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

Ekkert hæft í orðrómum

Í kjölfar umfjöllunar um sölu Þerneyjar í gær hefur gengið sá orðrómur á netinu, að HB Grandi hafi boðið áhöfn skipsins að flytja til Suður-Afríku og halda þar áfram að starfa á skipinu, á lægri launum. Til að mynda er það fullyrt á vefnum skinna.is, en þar fæst ekki séð á hverra vegum vefurinn er.

Vilhjálmur þvertekur fyrir þetta og furðar sig á þessum staðhæfingum.

„Nei, ég kannast ekki við þetta. Það var einn sem spurði [á fundi með áhöfninni í gær] og ég held ég hafi svarað því til, að ég vissi ekki til að það stæði til boða. Enda efast ég um að það yrði eitthvað spennandi fyrir þá,“ segir Vilhjálmur. „Þetta er eitthvað sem er algjörlega úr lausu lofti gripið, að því er ég best veit.“

Þá hefur því einnig verið fleygt fram að félagið sem kaupir skipið, Sea Har­vest Corporati­on Ltd., sé einhvers konar skuggafélag í eigu HB Granda.

„Nei, við höfum ekkert með það að gera. Þú getur kíkt á heimasíðuna hjá þeim og séð hvað þeir eru að gera. Þetta er bara öflugt fyrirtæki og stöndugt, eftir því sem ég best veit. Ég hef svo sem ekkert kíkt á efnahagsreikninginn hjá þeim.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,83 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 3.993 kg
Þorskur 387 kg
Skarkoli 22 kg
Ýsa 12 kg
Steinbítur 4 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 4.420 kg
19.4.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.531 kg
Þorskur 102 kg
Skarkoli 74 kg
Samtals 2.707 kg
19.4.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Steinbítur 3.853 kg
Skarkoli 2.241 kg
Þorskur 682 kg
Sandkoli 76 kg
Þykkvalúra 39 kg
Samtals 6.891 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,83 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 3.993 kg
Þorskur 387 kg
Skarkoli 22 kg
Ýsa 12 kg
Steinbítur 4 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 4.420 kg
19.4.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.531 kg
Þorskur 102 kg
Skarkoli 74 kg
Samtals 2.707 kg
19.4.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Steinbítur 3.853 kg
Skarkoli 2.241 kg
Þorskur 682 kg
Sandkoli 76 kg
Þykkvalúra 39 kg
Samtals 6.891 kg

Skoða allar landanir »