Blíðskaparveður á miðunum

Helga María á siglingu.
Helga María á siglingu. Ljósmynd/HB Grandi

„Það var tilkomumikil sjón að sjá vestfirsku fjöllin rísa úr sæ án þess að þoka eða ský væru að þvælast fyrir okkur.“

Þetta segir Heimir Guðbjörnsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Helgu Maríu AK, en stutt viðtal við hann er birt á vef HB Granda.

Blíðskaparveður hefur verið á miðunum að undanförnu og Heimir segir að það sé ekki oft sem menn fái algjörlega heiðskíran himinn og gott skyggni frá Halanum til lands.

Að hans sögn var farið frá Reykjavík á fimmtudagsmorgun en á leiðinni norður á Vestfjarðamið var reynt við karfa í Kolluálunum og Víkurálnum.

„Það er búin að vera fínasta ufsaveiði á Halanum að undanförnu. Það er dálítið af þorski með ufsanum en ekkert til vandræða,“ segir Heimir.

„Karfaaflinn var alveg þokkalegur en við vorum svo á Halanum í gærkvöldi og nótt og fengum ágætan ufsaafla. Nú erum við á Kögurgrunni, sem er fyrir austan Halann, eða um 30 mílur norðvestur af Ísafjarðardjúpi og erum að reyna við þorsk. Það er rólegt í augnablikinu en hér hefur verið fínasta þorskveiði,“ segir Heimir og bætir við að reynt sé að fá þorsk, karfa og ufsa jöfnum höndum í þessum veiðiferðum.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.8.17 212,69 kr/kg
Þorskur, slægður 15.8.17 216,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.8.17 283,25 kr/kg
Ýsa, slægð 15.8.17 225,13 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.8.17 56,50 kr/kg
Ufsi, slægður 15.8.17 94,15 kr/kg
Djúpkarfi 15.8.17 67,14 kr/kg
Gullkarfi 15.8.17 121,46 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.8.17 49,00 kr/kg
Blálanga, slægð 15.8.17 256,70 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.8.17 Már ÍS-125 Handfæri
Þorskur 555 kg
Samtals 555 kg
16.8.17 Finnbjörn ÍS-068 Dragnót
Ýsa 876 kg
Skarkoli 839 kg
Þorskur 472 kg
Ufsi 160 kg
Steinbítur 96 kg
Lúða 6 kg
Skötuselur 3 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 2 kg
Samtals 2.454 kg
16.8.17 Fönix NS-033 Handfæri
Þorskur 750 kg
Samtals 750 kg
16.8.17 Glaður NS-115 Handfæri
Þorskur 675 kg
Ýsa 34 kg
Samtals 709 kg

Skoða allar landanir »