Gefur út bók um sjávarútveg

Ágúst Einarsson prófessor.
Ágúst Einarsson prófessor. mbl.is/Golli

Út er komin bókin „Fagur fiskur í sjó“ eftir Ágúst Einarsson prófessor. Bókin er ætluð jafnt skólum sem almenningi og er sögð henta vel fyrir framhaldsskóla og áhugafólk um sjávarútveg.

Útgefandi bókarinnar er Háskólinn á Bifröst en í tilkynningu frá útgáfuþjónustunni Úu, sem sér um dreifingu bókarinnar, segir að víða sé leitað fanga og að bókin sé ríkulega skreytt ljósmyndum og skýringarmyndum, á tæplega 300 síðum.

„Sjávarútvegur hefur staðið undir mikilli breytingu lífskjara hér á landi í rúma öld og getið af sér margar stoð- og þjónustugreinar,“ segir í tilkynningunni. Niðurstöður bókarinnar séu þá meðal annarra eftirfarandi:

Forsíða bókarinnar.
Forsíða bókarinnar.
  • Framlag sjávarútvegs og tengdra greina til landsframleiðslu er um 20% og gerir það sjávarútveg að einni mikilvægustu atvinnugrein hérlendis.
  • Afköst hafa aukist mikið í sjávarútvegi síðustu rúm 30 ár.
  • Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur skapað mikil verðmæti.
  • Það er réttnefni hér á landi að kalla 20. öldina öld sjávarútvegsins.Opna úr bókinni, sem telur nær 300 blaðsíður.
Opna úr bókinni, sem telur nær 300 blaðsíður.
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.17 307,32 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.17 296,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.17 293,54 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.17 268,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.11.17 98,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.11.17 110,35 kr/kg
Djúpkarfi 16.11.17 35,00 kr/kg
Gullkarfi 19.11.17 151,89 kr/kg
Litli karfi 1.11.17 9,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.11.17 196,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.11.17 Gullver NS-012 Botnvarpa
Ýsa 1.729 kg
Samtals 1.729 kg
20.11.17 Kristján HF-100 Landbeitt lína
Þorskur 265 kg
Samtals 265 kg
20.11.17 Gullhólmi SH-201 Lína
Ýsa 1.038 kg
Þorskur 105 kg
Keila 63 kg
Karfi / Gullkarfi 44 kg
Hlýri 27 kg
Skata 8 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 1.286 kg
20.11.17 Onni HU-036 Dragnót
Þorskur 1.276 kg
Skarkoli 115 kg
Ýsa 44 kg
Samtals 1.435 kg

Skoða allar landanir »